Ríkisstjórnin, mannréttindin og vatnið

Þetta er "blaut tuska" ríkisstjórnar Íslands framan í þá sem takmarkaðan aðgang hafa að hreinu vatni. Ef eitthver metnaður er í fjölmiðlum er næsta skrefið að fá ráðherrana til að svara eftirfarandi spurningu og færa rök fyrir svari sínu:

Er aðgangur að hreinu vatni með mikilvægustu réttindum sem nokkur manneskja hefur?

Ef ráðherrarnir svara með "neii" þá er hjáseta skiljanleg en ef svarið er "já" þarf að kafa eitthvað dýpra ofan í vitund (eða vitundarleysi) þeirra.

Jæja fjölmiðlamenn "go for it".

JB


mbl.is Ísland sat hjá á þingi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar og ranghugmyndir almennings

James Randi var í viðtali við Morgunblaðið núna um helgina. Þar talar hann m.a. um hlut fjölmiðla í að viðhalda ýmsum ranghugmyndum sem almenningur er haldinn. Gefum Randi orðið:

"Almennt talað held ég að fjölmiðlum sé alveg sama. Ef mögulegt efni er áhugavert þá skiptir engu hvort það sé satt eða hvort það er skaðlegt fólki, öllu máli skiptir hinsvegar að styrktaraðilar haldi áfram að kaupa auglýsingar. Þetta er ekki ábyrg hegðun heldur er níðst á fólki."

Ja slæmt er það ef Randi hefur rétt fyrir sér.

JB


Hjónabandið ekki lengur á sorphaugunum

Það vekur athygli að í Fréttablaðinu í dag biður biskupinn samkynhneigða afsökunar á að hafa sagt að hjónabandshugtakinu yrði hent á sorphaugana ef samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband.

Með ummælum sínum um hjónabandið og sorphaugana hefur karlinn væntanlega ætlað sér að leggja línurnar fyrir pólitíkusana og þjóðina alla. En viti menn, þó þjóðin láti bjóða sér ýmislegt þá lætur hún ekki bjóða sér hvað sem er og hafnaði því ummælum biskups. Biskupinn "með skottið á milli lappanna" sér sig því tilneyddann til að draga til baka ummæli sín og biðjast afsökunar, að öðrum kosti yrði hlutskipti hans að vera æðstiklerkur í þröngsýnum sérstrúarflokki í andstöðu við meginþorra þjóðarinnar. Það er ekki gott hlutskipti.

En annars er alltaf gaman þegar biskupinn opnar munninn, því það fylkir fólki saman um skynsemina. Þannig eru minnistæð orð hans þegar hann kallaði Siðmennt "hatrömm samtök". Og viti menn í kjölfar þeirra ummæla skráði fjöldi fólks sig í félagið.

JB


Hjónabandið ekki lengur á sorphaugunum

Það vekur athygli að í Fréttablaðinu í dag biður biskupinn samkynhneigða afsökunar á að hafa sagt að hjónabandshugtakinu yrði hent á sorphaugana ef samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband.

Með ummælum sínum um hjónabandið og sorphaugana hefur karlinn væntanlega ætlað sér að leggja línurnar fyrir pólitíkusana og þjóðina alla. En viti menn, þó þjóðin láti bjóða sér ýmislegt þá lætur hún ekki bjóða sér hvað sem er og hafnaði því ummælum biskups. Biskupinn "með skottið á milli lappanna" sér sig því tilneyddann til að draga til baka ummæli sín og biðjast afsökunar, að öðrum kosti yrði hlutskipti hans að vera æðstiklerkur í þröngsýnum sérstrúarflokki í andstöðu við meginþorra þjóðarinnar. Það er ekki gott hlutskipti.

En annars er alltaf gaman þegar biskupinn opnar munninn, því það fylkir fólki saman um skynsemina. Þannig eru minnistæð orð hans þegar hann kallaði Siðmennt "hatrömm samtök". Og viti menn í kjölfar þeirra ummæla skráði fjöldi fólks sig í félagið.

JB


Gríðarleg aðsókn á fyrirlestur með James Randi

Siðmennt og Vantrú stóðu fyrir fyrirlestri með James Randi í gærkvöldi. Gríðarleg aðsókn var og því miður komust færri að en vildu. En á Pressunni má sjá frétt um viðburðinn:

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/thessi-madur-bydur-ther-riflega-128-milljonir-ef-thu-sannar-thad-sem-hann-segir-ekki-vera-til

JB


Gríðarleg aðsókn á fyrirlestur með James Randi

Siðmennt og Vantrú stóðu fyrir fyrirlestri með James Randi í gærkvöldi. Gríðarleg aðsókn var og því miður komust færri að en vildu. En á Pressunni má sjá frétt um viðburðinn:

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/thessi-madur-bydur-ther-riflega-128-milljonir-ef-thu-sannar-thad-sem-hann-segir-ekki-vera-til

JB


Leiðindin innleidd í grunnskóla Reykjavíkur

Það er alveg með ólíkindum hversu hugmyndasnauðir stjórnmálamenn eru þegar kemur að því að efla starf í grunnskólum. Það að etja einum skóla gegn öðrum í einhverri samkeppni, þar sem keppt er um verðlaun eða heiður virðist vera það eina sem þeim dettur í hug. Þekktust eru líklega menntaverðlaun forsetans sem áttiu að verða leiðin að aukinni viðurkenningu og bættu skólastarfi, sem ég reyndar dreg í efa að sé raunin þegar upp er staðið.

Nú vill nýr borgarstjórnarmeirihluti  líka efla skólastarf grunnskólanna og hvernig á að fara að því? Jú það á að láta skólana fara í keppni sín á milli. Í Fréttablaðinu í gær var greint svo frá þessari stefnu borgarstjórnarmeirihlutans:

"Skólar keppi um "Menningarfána". Þannig geta skólar sem skara fram úr í menningar- og listfræðslu fengið viðurkenningu. Síðar mætti svo bæta við fánum fyrir aðrar greinar."

Mig langar til að varpa fram nokkrum spurningum: Hversvegna þurfa skólar að fara að keppa sín á milli í stað þess að stuðla að samvinnu og samstarfi þar sem starfsfólk skólanna miðlar af reynslu sinni og hugmyndum? Ef keppnisandinn heltekur skólana eru þá líkur á því að einn skóli sé viljugur til að láta af hendi allar sínar góðu hugmyndir til samkeppnisaðilanna sem gætu þá hneppt þennan æðislega "menningarfána"?

Þetta er aðeins of mikið "2007" fyrir minn smekk, en í þá daga átti að leysa öll heimsins vandamál með samkeppni, ekki var verra ef baráttan var pínulítið óheiðarleg og jafvel enn betra ef hún var pínulítið "blóðug".

Ég á eftir að sjá mig keppa um "Heimspekifána grunnskólanna" fyrir hönd Réttarholtsskóla og berjast eins og ljón að titlinum gegn félaga mínum í faginu, honum Jóni í Laugalæk: "Nei Jón ég ætla ekki að segja þér frá frábærum hugmyndum sem ég er með í heimspekikennslunni vegna þess að þú gætir unnið "Heimspekifána grunnskólanna", ok bæ."

Ég hvet borgaryfirvöld til að hætta þessu fyrirhugaða samkeppnisbrölti og hugsa málið upp á nýtt. Það skyldi þó ekki vera að borgarstjórnarmeirihlutinn þurfi aðeins meiri rökhugsun? 

Og síðast en ekki síst, í viðleitni ykkar til að efla skólastarf þá er allt í lagi að þið kíkið í heimsókn, ekki hef ég séð stjórnmálamann á vappi í mínum skóla svo árum skipti (ekki einu sinni fyrir síðustu kosningar).

JB 

 


Legg til að þeir Dagur og Jón hvíli sig á sjónvarpsglápi og lesi "Animal liberation"

Enn og aftur var þessi hugmynd borgaryfirvalda um ísbjörn í húsdýragarðinn til umfjöllunar og nú í fréttum Stövar 2. En enn og aftur er rætt um aukaatriði málsins og að þessu sinni um krónur og aura en ekki um virðingu gagnvart villtri náttúru og réttindum dýra.

Ég ætla að gera það að tillögu minni að þeir félagar Dagur og Jón taki sér pásu frá sjónvarpsglápi, hvort sem það er fótbolti eða Wire, leggist upp í sófa og lesi bókina Animal liberation eftir ástralska siðfræðinginn Peter Singer. Bókina má panta á Amazon, stundum hefur hún verið til í Iðu í Lækjargötu, nú ef þeir biðja fallega þá er ég alveg til í að lána þeim mitt eintak.

JB


Dapurt er það. Aðeins eitt stefnumál komið fram hjá nýjum meirihluta: dýraníð

Fátt er bitastætt hjá nýjum borgarstjórnarmeirihluta enn sem komið er eftir fyrsta fund. Aðeins eitt mál virðist vera alveg á hreinu og það er að fá ísbjörn í húsdýragarðinn. þannig að einkenni þessa meirihluta ætlar að vera gamaldags þegar kemur að siðferði og náttúrupólitík. Ég hélt satt að segja að sú "skemmtun" að loka villt dýr inni í búrum væri að verða úrelt, en svo virðist ekki vera.

Ætli næsta mál á dagskrá hjá þeim Degi og Jóni verði að reita lifandi fiðurfé í koddaframleiðslu sem hluta af atvinnuuppbyggingu?

Ég skora á samfylkingarfólk að koma fram af alvöru og kynna stefnu sína um dýrasiðferði og villta náttúru, er hún yfirhöfuð til og ef svo er, samræmist hún ísbirni í húsdýragarðinn?

JB

 


Voru subbulegar staðalímyndir um karlmenn og meint kosningasvindl í forvalinu meðal ástæðna á fylgishruni VG í Reykjavík?

Ekki hefur það farið framhjá neinum að tap Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík var súrt og allt of mikið. Eðlilega leita flokksmenn og annað áhugafólk um stjórnmál skýringa og hefur ýmislegt verið nefnt í því samhengi í dag. Allar þær skýringar sem fram hafa komið passa ekki við þau sjónarmið sem ég hef heyrt hjá ýmsum vinstrimönnum "úti á akrinum" sem ég hef rætt við undanfarna daga og vikur.

Þetta vinstrafólk sem ég hef heyrt í hefur ekki viljað kenna ríkissjórninni um, það hefur ekki viljað kenna tengslaleysi við reykvíkinga um, það hefur ekki viljað kenna einhverju illa skilgreindu tómarúmi um.

Það sem þetta fólk hefur sagt mér er að það í mörgum tilvikum var ekki ákveðið í að kjósa flokkinn vegna meints kosningasvindls í forvali flokksins sem aldrei var gert upp annarsvegar og subbulegum staðalímyndum gagnvart karlmönnum sem ákveðinn og áhrifamikill kjarni innan flokksins hefur haldið fram hinsvegar.

Einn óflokksbundinn vinstrisinni sem oft hefur kosið flokkinn orðaði þetta svona: "Hvernig getur maður kosið flokk þar sem kosningasvindl á sér stað og hluti flokksmanna hatar helming mannkyns?"

Ekki ætla ég að leggja endanlegt mat á réttmæti þessara ástæðna fyrir fylgishruni flokksins í Reykjavík, en því verður ekki neitað að klúðrið í forvalinu (sem ég veit ekki í raun hvað gerðist en maður heyrði að kjörseðlar hafi verið ansi ódýrir í höndum sumra) snerti siðferðilegar taugar ýmissa sem fylgt hafa flokknum að málum. Fólk spurði sig að því hvort VG væri þá bara enn einn soraflokkurinn.

Og svo með subbulegu staðalímyndirnar þá er "Askasleikir óskar sér þess að karlar hætti að nauðga" stemmningin (hluti af þessari stemmningu birtist einu sinni sem áðurnefndur frasi á jólaósk sem birtist á vef a.m.k eins forystumanns flokksins) ekki til annars fallin en að fæla fólk frá, enda subbuleg staðalímynd." Hvað yrði sagt", sagði einn sem ég heyrði í "ef ég breytti frasanum og segði: "Askasleikir óskar sér þess að pólverjar hætti að stela og litháar hætti að smygla eiturlyfjum."" Ætli það yrði ekki flokkað sem ósanngjörn, fordómafull og subbuleg staðalímynd þar sem alhæft væri um alla útfrá örfáum svörtum sauðum?

Ég ætla ekki að fullyrða um réttmæti þessara sjónarmiða, en þau eru fyrir hendi og huga þarf að þeim í leitinni að fylgishruninu.

JB

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband