Dapurt er það. Aðeins eitt stefnumál komið fram hjá nýjum meirihluta: dýraníð

Fátt er bitastætt hjá nýjum borgarstjórnarmeirihluta enn sem komið er eftir fyrsta fund. Aðeins eitt mál virðist vera alveg á hreinu og það er að fá ísbjörn í húsdýragarðinn. þannig að einkenni þessa meirihluta ætlar að vera gamaldags þegar kemur að siðferði og náttúrupólitík. Ég hélt satt að segja að sú "skemmtun" að loka villt dýr inni í búrum væri að verða úrelt, en svo virðist ekki vera.

Ætli næsta mál á dagskrá hjá þeim Degi og Jóni verði að reita lifandi fiðurfé í koddaframleiðslu sem hluta af atvinnuuppbyggingu?

Ég skora á samfylkingarfólk að koma fram af alvöru og kynna stefnu sína um dýrasiðferði og villta náttúru, er hún yfirhöfuð til og ef svo er, samræmist hún ísbirni í húsdýragarðinn?

JB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Halldórsson

Sammála!!

En ég svo illa innrættur, að það vottar ekki enn að samúð í garð Reykvíkinga hjá mér.

Halldór Halldórsson, 4.6.2010 kl. 19:34

2 Smámynd: Vendetta

Já, það væri betra að setja upp 50 ha. "safari park" norður í landi þar sem birnir sem villast uppá land verði settir og geti unað sér án þess að eiga það á hættu að verða skotnir af blóðþyrstum löggum.

Vendetta, 4.6.2010 kl. 19:49

3 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Hefurðu bent dýragörðum víða um heim, t.d. í Köben. á að þeir séu almennt að stunda dýraníð - sem ég reyndar tel allt annað en illa meðferð á dýrum sem ég held að þú eigir við!    Ef ísbjörninn kemur verður þá enn fremur að breyta nafninu úr "Húsdýragarðurinn" í Hús- og villidýragarðurinn" - er það ekki?

Ragnar Eiríksson, 4.6.2010 kl. 21:20

4 Smámynd: Vendetta

Ég hef komið í dýragaðinn í Kaupmannahöfn (reyndar er hann í bæjarfélaginu Frederiksberg) fyrir mörgum árum og mér fannst það svo dapurlegt, að ég hét því að koma aldrei þangað aftur. Aðallega fannst mér fíllinn vera í vondum málum, hafði aðeins nokkra fermetra til að vera á. Ég hef síðan verið algjörlega andsnúinn dýragörðum nema þeim sem eru  notaðir til að fjölga dýrum í útrýmingu, þótt það eigi helzt bara að vera tímabundin lausn (neyðarlausn).

En mér fannst Knuthenborg Safaripark, sem er á Lolland mikið mannúðlegri, mikið grasi gróið landflæmi fyrir grasbítana (kameldýrin og antílópurnar) og minni, en afgirt svæði fyrir apana og stóru rándýrin. Ég hef líka komið í Edinburgh Zoo nýlega og þar eru aðstæður mikið betri en í mörgum öðrum dýragörðum og engir fílar.

Vendetta, 4.6.2010 kl. 21:38

5 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Ég er sammála "Vendetta", það er dapurlegt að koma í dýragarða - en jafnframt fróðlegt.   Ég var 7 ár í Danmörku og kom einu sinni í dýragarðinn og fer ekki aftur!     Ég mun heldur aldrei fara til Gaza þó ég hafi mikla samúð með þarbúandi fólki sem varla getur snúið sér við.    Hvað fílunum viðkemur þá eru þetta nú húsdýr á Indlandi og meðferðin í dyragörðum miklu betri en á greyjunum þar.     Ísbirnir eiga þó mun betur við hér en í Dnmörku eða í enn heitari löndum.
Vissirðu annars að á fjölda kúabúa hér á landi fá kýrnar aldrei að fara út - jafnvel þó dýraverndarlög kveði á um annað!     Ég ætla að hafa mig upp í að kæra þetta í sumar ef ég lifi! 

Kveðja,

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 4.6.2010 kl. 22:03

6 Smámynd: Vendetta

Mig rámar eitthvað í að hafa heyrt um það í fréttum. Það kom mér verulega á óvart. Þegar ég var í sveit sem unglingur, væri slík innilokun algjörlega óhugsandi yfir sumartímann.

Vendetta, 4.6.2010 kl. 22:32

7 identicon

Þótt ég sé ekki hrifinn af dýragörðum þá finnst mér vart hægt að flokka þá undir dýraníð.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 12:54

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Besti flokkurinn á eftir að koma þér þægilega á óvart.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.6.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband