Voru subbulegar staðalímyndir um karlmenn og meint kosningasvindl í forvalinu meðal ástæðna á fylgishruni VG í Reykjavík?

Ekki hefur það farið framhjá neinum að tap Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík var súrt og allt of mikið. Eðlilega leita flokksmenn og annað áhugafólk um stjórnmál skýringa og hefur ýmislegt verið nefnt í því samhengi í dag. Allar þær skýringar sem fram hafa komið passa ekki við þau sjónarmið sem ég hef heyrt hjá ýmsum vinstrimönnum "úti á akrinum" sem ég hef rætt við undanfarna daga og vikur.

Þetta vinstrafólk sem ég hef heyrt í hefur ekki viljað kenna ríkissjórninni um, það hefur ekki viljað kenna tengslaleysi við reykvíkinga um, það hefur ekki viljað kenna einhverju illa skilgreindu tómarúmi um.

Það sem þetta fólk hefur sagt mér er að það í mörgum tilvikum var ekki ákveðið í að kjósa flokkinn vegna meints kosningasvindls í forvali flokksins sem aldrei var gert upp annarsvegar og subbulegum staðalímyndum gagnvart karlmönnum sem ákveðinn og áhrifamikill kjarni innan flokksins hefur haldið fram hinsvegar.

Einn óflokksbundinn vinstrisinni sem oft hefur kosið flokkinn orðaði þetta svona: "Hvernig getur maður kosið flokk þar sem kosningasvindl á sér stað og hluti flokksmanna hatar helming mannkyns?"

Ekki ætla ég að leggja endanlegt mat á réttmæti þessara ástæðna fyrir fylgishruni flokksins í Reykjavík, en því verður ekki neitað að klúðrið í forvalinu (sem ég veit ekki í raun hvað gerðist en maður heyrði að kjörseðlar hafi verið ansi ódýrir í höndum sumra) snerti siðferðilegar taugar ýmissa sem fylgt hafa flokknum að málum. Fólk spurði sig að því hvort VG væri þá bara enn einn soraflokkurinn.

Og svo með subbulegu staðalímyndirnar þá er "Askasleikir óskar sér þess að karlar hætti að nauðga" stemmningin (hluti af þessari stemmningu birtist einu sinni sem áðurnefndur frasi á jólaósk sem birtist á vef a.m.k eins forystumanns flokksins) ekki til annars fallin en að fæla fólk frá, enda subbuleg staðalímynd." Hvað yrði sagt", sagði einn sem ég heyrði í "ef ég breytti frasanum og segði: "Askasleikir óskar sér þess að pólverjar hætti að stela og litháar hætti að smygla eiturlyfjum."" Ætli það yrði ekki flokkað sem ósanngjörn, fordómafull og subbuleg staðalímynd þar sem alhæft væri um alla útfrá örfáum svörtum sauðum?

Ég ætla ekki að fullyrða um réttmæti þessara sjónarmiða, en þau eru fyrir hendi og huga þarf að þeim í leitinni að fylgishruninu.

JB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Sama hef ég heyrt víða og VG fólk verður bara að horfast í augu við þá staðreynd að öfgafemínistar hafa hertekið flokkinn í Reykjavík og flokkurinn er að líða fyrir það.  Karlkyns fylgið hrundi af flokknum og þið megið giska á hvert það fór!  Það er skelfilegt að VG hafi hleypt Sóleyju upp á dekk með svindli og látið hana komast upp með það.

Óskar, 30.5.2010 kl. 21:58

2 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Það er ýmislegt athugavert við framgöngu Sóleyjar, en er það ekki dáldið ódýr skýring. Kanski hluti skýringarinnar á fylgistapi flokksins.

Reyndar hefur alltaf verið í gangi ómálefnaleg hatursherferð gegn Sóleyju Tómasdóttir sem kann að virka. En ég held samt að þetta sé full ódýrt fyrir VG liða að skella skuldinni á "öfgafulla" feminista.

Ég held að VG fólk verði að horfast í augu við það að forystan hefur í ríkisstjórnarsamstarfinu, sagt skilið við stefnu flokksins og flokkurinn er kannski að hluta til að súpa seiðið af því núna.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 30.5.2010 kl. 22:44

3 Smámynd: Vendetta

Jóhann, ég er sammála fyrirsögn þinni og þarf það ekki að koma á óvart. Slæmt fylgi VG í Reykjavík var að mínu áliti þessu tvennu að kenna, enda er ég viss um að ef Þorleifur hefði verið efsti maður á listanum og síðan ýmsir vinstrimenn/konur og síðan Sóley neðarlega, þá hefði VG fengið mikið betri kosningu.

Á sama hátt og ef Hanna Birna og aðrir á D-lista stefndu að því leynt og ljóst að afnema alla skatta nema á þá lægst launuðu og einkavæða alla þjónustu skilyrðislaust, þá myndi D-listi sennilega ekki fá fleiri en 20 atkvæði. Þetta er sambærilegt.

Ég er sannfærður um að þótt ég sjálfur sé (félagslyndur) hægrimaður, að það er þörf á vinstriflokki í borgarpólítíkinni, en án femínískra öfga. Öfgafemínismi hefur nákvæmlega ekkert með jafnrétti að gera, frekast þvert á móti. Og að líta á alla karlmenn sem núverandi, fyrrverandi eða tilvonandi nauðgara er svo heilalaust, að það nær engri átt.

Sóley Tómasdóttir hefur aldrei og mun aldrei bjarga heiminum þótt hún staðhæfi það sjálf.

Vendetta, 31.5.2010 kl. 15:57

4 identicon

Ég held þetta sé rétt hjá þér Jóhann. Fylgismenn Sóleyjar beittu afar vafasömum meðölum í prófkjörinu. Í framhaldinu reyndi forysta flokksins að þagga málið niður, sópa því undir teppið, í stað þess að fara vandlega yfir deilumálin og reyna að sætta sjónarmið. Þessi klaufalega afstaða flokksforystunnar virkaði ekki vel á almenna félagsmenn og skaðaði flokkinn í Reykjavík.

Öfgafullar yfirlýsingar sumra femínista hafa líka spillt fyrir og stuðað venjulegt fólk. Eigum við ekki frekar að skilgreina okkur sem jafnréttissinna og vinna að jafnréttismálum á öllum sviðum. Feministar hafa t.d. aldrei sinnt málefnum verkafólks heldur snýst málflutningur þeirra um kjaramál fyrst og fremst um kjör háskólafólks.

Sum ummæli Sóleyjar í kosningabaráttunni voru afar klaufaleg og sýndu mikið dómgreindarleysi.

Viðbrögð Steingríms í Silfri Egils sýna hins vegar að þar á bæ hafa menn víst ekkert lært. Hann gaf í skyn að Sóley hefði orðið fyrir ómaklegum persónulegum árásum, rétt eins og Halldór Ásgrímsson vældi hvað mest um á sínum tíma, í stað þess að viðurkenna skelfilegt afhroð Vinstri grænna í Reykjavík.

Jón Torfason (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 19:48

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég ætlaði að kjósa VG og karlinn minn líka, þar til Álfheiður Ingadóttir ákvað upp á sitt eindæmi að hringja í fólk og biðja um stuðning Sóleyju til handa.  Hún væri femínisti sem þyrfi endilega að komast til valda.

Hún bætti um betur, sagði að til þess að tryggja framgöngu Sóleyjar, væri best að hafa Þorleif ekki í öðru eða þriðja sæti. þar sem hann ætti svo örugg fylgi að fleiri kysu flokkinn ef hann væri neðar.

Mér  finnst Sóley leiðinleg og þar sem var gantast með það að hún hafi verið hissa á því að geta þótt vænt um son sinn þar sem hann væri nú karlkyns, var mér allri lokið. OG setti EXið við Æ fyrir Æluflokkinn.  

Ég er orðin svo þreytt á þessum sjálhverfu fulltrúum VG að ég var að vona að hann dytti út. 

Skoðanir mínar hafa hinsvegar ekki breyst.  Ég er jafnréttis- og félagshyggjusinni með sérstakan áhuga á að vernda náttúru landsins.  Það er Besti flokkurinn líka.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.6.2010 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband