Jóhann Björnsson

Jóhann Björnsson, hver er nú það? Fæddur í Keflavík 04.01.1966 í Keflavík. Þar bjó ég til 23 ára aldurs og félagar mínir á vinstrivængnum hafa spurt hvort ég hafi ekki verið skelfingu lostinn að búa þarna í ljósi þess að herstöð er jú alltaf skotmark. En ég svaraði því til að það hafi nú vanist furðu vel. Fjölskylda: Kvæntur Margréti Einarsdóttur sérkennara. Börn eru Björn fæddur 02.02.1993 og Ásthildur Margrét fædd 28.04.1996. Með þeim er ýmislegt brallað. Menntun Stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, BA í heimspeki frá Háskóla Íslands, MA í heimspeki frá Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu, kennsluréttindi frá Háskóla Íslands. Í Háskólanum höfðu þeir félagar sem kenndu, Páll, Mike, Þorsteinn, Arnór Erlendur, Hreinn, Eyjólfur Kjalar og Vilhjálmur áhrif á mig og lífssýn mína sem ekki verður aftur tekin með neinu móti. Takk fyrir það. Í Belgíu voru það hinsvegar kaþólikkarnir sem kenndu mér heimspeki. Var það ágæt reynsla að fá að nema hjá mönnum sem höfðu gjörólíka sýn á lífið. Störf Starfar sem grunnskólakennari í Réttarholtsskóla, námsstjóri Siðmenntar og á sæti í Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Áhugamál Útivist, reyni að fara a.m.k eina fjallaferð á ári þar sem gegnið er um óbyggðir með allt á bakinu í nokkra daga. Þar fyrir utan er ég forfallin bardagaíþróttaáhugamaður, hef stundað ýmsa tækni í þesum geira bæði hér á landi sem erlendis eins og Kimewaza, Karate, Kung Fu, Kick box og undanfarið ár hef ég stundað Júdó af kappi hjá frábærri Júdódeild ÍR í Beiðholti. Sund æfði ég í 12 ár og synti 40km á viku síðustu árin sem svo loks skilaði sér þetta puð í íslandsmeti í 50m flugsundi og hálfu ári eftir það sprakk ég á sundinu. Félagsmál og pólitískt stúss: Í barnæsku bar ég út kosningablöð fyrir Alþýðuflokkinn gamla þar sem foreldrar mínir voru miklir stuðningsmenn Karls Steinars. Svo með árunum áttaði ég mig á að Alþýðubandalagið væri minn flokkur sem ég gekk til liðs við 20 ára gamall þegar mér bauðst 2. sætið á framboðslista flokksins vegna bæjarstjórnarkosninga 1986. Starfaði ég í stjórn AB í þrjú ár eða þar til ég flutti til Reykjavíkur. Þá gerði ég hlé á pólitísku stússi fyrir utan setu í stúdentaráði H.Í í eitt ár. Vinstrihreyfingin - grænt framboð var kærkominn kostur þegar sá flokkur var stofnaður og gekk ég til liðs við hann á stofnfundinum. Undanfarin ár hef ég ekki komið mikið að flokkspólitísku starfi. Ég hef starfað fyrir Siðmennt í mörg ár, bæði átt sæti í stjórn félagsins, svo séð um undirbúningsnámskeið fyrir borgaralega fermingu og stýrt veraldlegum athöfnum. Siðmennt er frábært félag sem berst fyrir góðum málstað þ.e. virku trúfrelsi á Íslandi ásamt ýmsum öðrum góðum málum. Eftir að hafa kennt í sjö ár í Réttarholtsskóla ákvað ég að breyta til og starfa ég nú sem fræðslufulltrúi í Alþjóðahúsi.

Ábyrgđarmađur skv. Ţjóđskrá: Jóhann Björnsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband