Ef einhver hefur rænt úr búð er ég þá í fullum rétti til að ræna líka?

Borgarstjórinn í Reykjavík hefur ráðið miðborgarstjóra á hæstu mögulegu launum með mestu mögulega yfirvinnu eins og fram hefur komið. Réttlætir hann kjörin með því einu að vísa til þess að miðborgarstjóri R listans hafi verið á sömu kjörum á sínum tíma. Nú spyr ég:

Ef einhver hefur gert einhverja vitleysu, réttlætir það þá að sömu vitleysunni skuli haldið áfram endalaust? Er þá ekki ráð að snúa til betri vegar af þeirri villu sem einhvern tíman tíðkaðist?

Bætum siðferðið í pólitíkinni.

JB

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ertu þá að segja að ráðningarsamningur miðborgarstjóranna beggja, hjá R-lista og núverandi meirihluta séu glæpsamlegt athæfi?  Sambærilegt við það að stela úr verslunum?

G. Tómas Gunnarsson, 8.5.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek undir þetta og gef lítið fyrir útúrsnúninga síðasta ræðumanns. Þetta er svona hann byrjaði barnaskapur hjá þessari borgarstjóranefnu.

Theódór Norðkvist, 8.5.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég var nú bara að benda á að menn eru gjarnir á að krefjast betra "pólítíks siðferðis" hjá andstæðingum sínum, en gera að öllu jöfnu ekkert í því þegar þeir eru sjálfir við völd.

Það er frekar regla en undantekning í stjórnmálum.

G. Tómas Gunnarsson, 9.5.2008 kl. 15:04

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þó R-listinn hafi gert í brækurnar í ráðningarmálum gerir það þennan gjörning ekkert betri. Þó var allavega hafa verið auglýst í þetta starf í tíð R-listans og það fór í gegnum rétt ferli.

Annars er þetta alls ekki ný aðferð við að koma sér undan því að þurfa að auglýsa í starfið. Ráðningin er sögð vera í eitt ár til að ekki þurfi að auglýsa og síðan er viðkomandi ráðinn hljóðlega að ári liðnu.

Þetta var gert er Margrét Frímannsdóttir var ráðin fangelsismálastjóri, þó hún sé eflaust ágætlega að starfinu komin.

En aðalatriðið er að svindl er svindl þó einhverjir aðrir hafi svindlað líka.

Theódór Norðkvist, 9.5.2008 kl. 15:49

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hvort að kunningi borgarstjóra er ráðin með eða án auglýsingar gerir ekki gæfumunin að ég geti séð.

Tvo tilfelli, kunningjar borgarstjóra ráðnir.  Annar eftir auglýsingu, hinn án auglýsingar.

Ég get alveg tekið undir það að rangt er haft við í báðum tilfellum, en það er holur hljómur í því þegar pólítíkusar sem hafa gert sig sekan um sama svindlið fara að krefjast þess að pólítískir andstæðinga fari að bæta pólítískt siðferði.

G. Tómas Gunnarsson, 9.5.2008 kl. 19:31

6 identicon

Nákvæmlega

Valsól (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband