Nýra til sölu

Eins og kunnugt er hafa fjölmiðlar gríðarleg áhrif á verðmætamat fólks, ekki síst ungs fólks sem er í mótun. Fréttablaðið kom með athyglisvert innlegg inn í umræðu líðandi stundar um verðmætamat þegar fjallað var um einhverjar töskur sem kallast Burberry (takið eftir að töskur eru svona hlutir til að geyma ýmislegt í og henta ágætlega þegar farið er frá einum stað til annars og hafa þarf eitthvað dót meðferðis). Í Fréttablaðinu birtist eftirfarandi setning um þessar töskur á bls. 10  í sérblaði sem heitir Föstudagur:

"Hver myndi ekki vera til í að selja úr sér annað nýrað fyrir þessa Burberry-tösku?" (Og svo birtist mynd af umræddri tösku sem er að mati Fréttablaðsins mikilvægari en nokkurt nýra).

Ég bara spyr eins og Fréttablaðið, jú hver væri ekki til í að missa eins og eitt stykki nýra fyrir svona poka?

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband