Saga kommúnismans sögð í borgarstjórn eða úlfar í kanínuskinnum

Ég fór að hlusta á borgarstjórnarfund í dag þar sem mannréttindamál voru rædd vel og lengi. Eins og frægt er orðið hefur mannréttindastjóri sagt upp og meiririhlutinn í borgarstjórn hefur ekkert verið að hafa miklar áhyggjur af málunum. Væntanlega engin ástæða til enda mannréttindamálin í Írak og Afganistan í miklu mun verra standi. Þó hefur meirihlutinn loksins auglýst starf mannréttindastjóra og var það gert í bílablaði 24 stunda í dag. Geri ég ráð fyrir að auglýsingunni sé beint til trukkabílstjóra sem þekkja gasið með eigin augum og vilja komast í annað djobb.

Svo bar það við í umræðum í borgarstjórn að formaður mannréttindaráðs sá ástæðu til þess að sýna borgarbúum það í eitt skipti fyrir öll hversu ægilega vondar manneskjur borgarfulltrúar Vinstri grænna eru. Til þess að gera það rakti formaðurinn blóði drifna sögu kommúnismans frá upphafi allt til dagsins í dag. Í snilldarlegri söguskýringu sinni gat formaðurinn rakið ferilinn frá því löngu fyrir daga Stalíns og endaði sagan í sal borgarstjórnar á borðum VG sem hinum eina sanna arftaka heimskommúnismans sem var alltaf svo mikið á móti mannréttindum. Sú ályktun sem draga má af þessari athyglisverðu söguskýringu er sú að borgarfulltrúar VG eru ekki bara úlfar í sauðagærum heldur öllu heldur úlfar í kanínuskinnum. Þeir þykjast trúa á mannréttindin en eru þegar sagan er skoðuð vondir og ljótir kommar sem vilja sem minnst af mannréttindum vita.

En þar með málið ekki alveg búið. Formaður mannréttindaráðs vakti einnig máls á því í einni af sínum málefnalegu ræðum að fulltrúar minnihlutans hafi nú ekki sýnt málaflokknum áhuga þar sem enginn þeirra mætti á ráðsetefnu um innflytjendur sem haldin var nýlega um útlendinga og glæpi. Mér þykir það afskaplega leitt þó þetta skipti ekki öllu máli en þá sat ég umrædda ráðstefnu bæði fyrir sjálfan mig og ekki síður sem fulltrúi VG í mannréttindaráði. Það er bara leitt að ég skuli ekki hafa haft tækifæri til að vekja meiri athygli á sjálfum mér þarna á ráðstefnunni á meðan ég hlustaði á áhugaverð erindi.

JB Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Málefnin í fyrirrúmi, ha?

Vésteinn Valgarðsson, 6.5.2008 kl. 18:26

2 Smámynd: AK-72

Má ég giska, formaður mannréttindráðs kemur úr Sjálfstæðisflokknum?

Uppalinn í Heimdalli eða SUS?

Er kominn í vond mál og kann bara að nota vörn nr. 11:" þið eruð kommúnistar" ?

Þegar menn byrja að tala á þennan veginn þá er það yfirleitt ungir Sjálfstæðismenn sem kunna ekki að ræða mál efnislega, eru í klípu vegna slæmrar samvisku eða verjandi gjörðir sem þeir vita að eru sæmar. Sé viðkomandi fyrir mér á leikskólanum:"Þú.....ÞÚ ERT KOMMÚNISTI!", lítandi svo ánægjulega með vonaraugum um samþykkt leikfélaganna í sandkassanum við þessum orðum. 

AK-72, 6.5.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Það hefði verið álíka að minna þessa stúlku á að íslenska íhaldið hefur iðulega verið halt undir grimmar einræðisstjórnir ekki voru þeir oft að mótmæla grimmd einræðisherrans í Chile Pinocefs eða hvað hann nú hét. Þetta er að kasta steinum úr glerhúsi!

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 6.5.2008 kl. 19:47

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig væri nú að þeir sem vilja veita fé til mannréttindaskrifstofu (eða hvers sem er) einfaldlega gerðu það í stað þess að krefjast þess út í eitt að slík peningatilfærsla fari fram með notkun skattkerfisins?

Þá væri kannski hægt að eyða tíma borgarfulltrúa í eitthvað sniðugra, t.d. að klára Sundabrauts-umræðuna eða finna fé til að svifryks-binda vegi borgarinnar.

Geir Ágústsson, 6.5.2008 kl. 21:07

5 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Það hefði svo vel verið hægt að tala um eitthvað mikilvægt á þessum fundi, en stjórnarandstaðan verður líka að fá að vera með..

Viðar Freyr Guðmundsson, 7.5.2008 kl. 00:33

6 identicon

Það sem meirihlutinn í Rvík skilur ekki að mannréttindi fjalla um meir en baráttuna um almenn mannréttindi og þá oftast erlendis. Hér er verið að tala um jafnrétti, góða stjórnsýslu og andmælarétt borgaranna. Við nefnum þett hér á Akureyri Samfélags- og mannréttindanefnd. Það er mikil starfssemi og sjálfstæðismenn hér skilja þetta ágætlega.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:53

7 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

 Af hverju er hægrikantur stjórnmálanna alltaf svona góðir í því að draga umræðuna yfir í svona bull og skotgrafarhernað? 

Geir, til að svara spurningu þinni um samgöngumál í Reykjavík vill ég benda þér á að íhaldið þitt er í sæng með þeim sem að hefur mest vald í því, þ.e.a.s. samgöngumálaráðherra. Hann Kristján nær hausnum ekki uppúr eigin kjördæmi og hefur engan áhuga á samgöngubótum í Reykjavík en samt er kaldhæðnin sú að hann er einn skásti ráðherrann...

Og í tilefni af sumrinu vill ég nú hvetja þig Geir minn til að breyta þessari display mynd í eitthvað aðeins glaðlegra, það er nú einu sinni að koma sumar

Ísleifur Egill Hjaltason, 8.5.2008 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband