Reykjavík er greinilega borg þar sem börn eru ekki velkomin

Jæja þá er "fjöldaskróp í boði Þjóðkirkjunnar - vikan" liðin í Réttarholtsskóla. (Áður en ég held lengra mæli ég með þessari grein http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/3903 ). Stór hluti nemenda "skrópaði" í skólanum til að fara í útilegu með prestinum. Virkir kennsludagar eru því tveimur færri en pólitíkusar ákváðu með lögum. Nema hvað á síðasta ári blöskraði mér alveg meðferðin á þeim sem þó mættu í skólann á meðan á þessu hópskrópi stóð þar sem þessir samviskusömu nemendur voru látnir "bíða" og "hangsa" þar til ferðalangarnir kæmu aftur (ég segi þetta ekki bara sem kennari heldur fyrst og fremst sem foreldri, en ég átti barn sem hlaut þessi ömurlegu örlög). Ég lagði því til að ef þessi fáranlegi háttur yrði aftur hafður á þá myndum við gera eitthvað uppbyggilegt og áhugavert fyrir þá sem væru í skólanum. Og það varð úr, en samt með nokkuð eftirminnilegum hætti.

Það var ákveðið að fara fyrri daginn af tveimur í menningarferð um miðbæinn þar sem planið var það að byrja á að rannsaka ýmsar styttur með ratleik, síðan ætluðum við að heimsækja alþingi, síðan að fara í Listasafn Reykjavíkur (Hafnarhúsið) og enda svo á kaffihúsi.

Gott og vel. Hópurinn sem samanstóð af um 14 nemendum var skipt í þriggja til fjögurra manna hópa og svo var farið af stað og styttur bæjarnis rannsakaðar. Ekki var liðin mjög langur tími þegar einn hópur kom og bar okkur kennurum þá frétt að þegar hópurinn (fjögurra manna hópur) var að rannsaka styttuna af "manninum með vasaljósið" sem er á lóð Stjórnarráðsins hafi einhver "kall" komið út og rekið hópinn á brott "vegna þess að það var fundur inni." Ok ríkisstjórnin getur sem sagt ekki fundað inni vegna þess að fjögur ungmenni (og ég fullyrði mjög prúð og hljóðlát ungmenni) voru að spá í af hverjum styttan væri og hver væri höfundurinn og hvort mögulegt væri að styttan héldi á einhverju öðru en vasaljósi.

Ég bið ríkisstjórnina opinberlega afsökunar á því að börnin sem ég bar ábyrgð á skuli e.t.v. vera valdur að einhverri hörmung sem á eftir að dynja yfir þjóðina vegna þess að ríkisstjórnin fékk ekki vinnufrið.

Nema hvað heimsóknin í Alþingishúsið gekk eins og í sögu, vel var á móti okkur tekið.

En þá er komið að Listasafni Reykjavíkur. Og verð ég að byrja á að biðja þá sem stjórna og vit hafa á list í borginni afsökunar á að hafa komið með börnin þangað. Jú það var alveg nóg að þau voru búin að eyðileggja heilan ríkisstjórnarfund. Nema hvað. Ég vinn meðal annars að samspili myndlistar og heimspeki með börnunum. Ég vinn við það að "æsa" upp í þeim fagurfræðilegan þorsta með þeirri barnalegri hrifningu sem einkennir góða heimspekinga. Og ég sleppti þeim lausum og sagði þeim að svala þessum heimspekilega og fagurfræðilega þorsta sínum. Og þau létu svo sannarlega ekki segja sér það tvisvar sinnum. Ég minntist orða Plótinúsar þar sem hann segir í ritgerð sinni um fegurð að maður laðist að því sem fagurt er. Og börnin löðuðust svo sannarlega að allri fegurðinni sem hékk á veggjunum. Og í samræmi við tilvistargreinngu Merleau-Pontys þá á fólk það til að athafna sig fyrst og hugsa svo, einkum þegar hrifningin er mikil. Og það gerðist með þessar skaðræðisskepnur sem ég bar ábyrgð á. Einhver eða einhverjir hættu sér of nærri þessum fallegu málverkum og við það birtist "vörðurinn" gjörsamlega brjálaður og skammaði ekki bara börnin sem voru þarna í fagurfræðilegu sjokki heldur skammaði mig einnig eins og hund í miðjum salnum. Ég varð fúll og spurði bara á móti hversvegan í andskotanum getur Hafnarhúsið ekki verið listasafn eins og listasöfn eru úti í heimi þar sem lítill bandspotti er látinn halda gestunum í hæfilegri fjarlægð frá listaverkunum. "Þú átt bara að passa börnin" var hreytt í mig á móti. Og ég hugsaði "halló þetta eru heimspekingar á ferð og við erum að upplifa og njóta og við gleymum okkur, við erum manneskjur en ekki freðnir listakotkeilsnobbarar."

Við svo búið blés ég heimsóknina af hið fyrsta, Hafnarhúsið getur átt sína "prúðu" listasnobbara fyrir mér ef það er fyrirmyndarmarkhópurinn. En það verður eflaust einhver bið á því að ég komi aftur í Hafnarhúsið með "litlu heimspekingana" mína

Að endingu fórum við á kaffihús og fengum blíðar mótttökur og þar gátum við setið góða stund og sett okkur í spor þeirra beggja Sartre og de Beauvoir.

JB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bæði ömurlegt og ótrúlegt, að ekki sé nú meira sagt. P.s.: Þakka þér, Jóhann, fyrir nafngjöf Lovísu Erludóttur, litlu dótturdóttur minnar, snemma á þessu ári.

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 12:44

2 Smámynd: Vendetta

Ég hef líka lent í þaví sama fyrir mörgum árum með mín börn. Þá var ætlazt til þess að allir krakarnir færu í kirkju í kennsklutímanum, en ekkert var gert ráð fyrir að sum börn færu ekki vegna annarrar sannfæringar og að þau þyrftu að hafa eitthvað fyrir stafni á meðan. Ég man ekki lengur hvernig þetta leystist, en ég og börnin mín urðum auðvitað grautfúl yfir þessu skilningsleysi skólayfirvalda, sem leyfa trúboðunum af athafna sig óáreitta í grunnskólum landsins.

Vendetta, 25.9.2010 kl. 13:28

3 identicon

Þetta hefur gerst oft með mína 2 krakka; Teknir og farið með þá í kirkju, sendir heim með biblíur.

Samt hef ég sagt að þetta sé eitthvað sem ég vilji alls ekki...


doctore (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 13:48

4 identicon

Mér er kunnugt um að skólahópur af Ströndum hefur lent í svipuðum skömmum á Þjóðminjasafninu, þar sem þau voru hundelt af verði sem hafði heldur en ekki farið öfugu megin framúr. Hluti hópsins rekinn út, algjörlega að ástæðulausu, en sú skýring var nefnd að þau hefðu talað upphátt, þegar skýringa var leitað. Ömurlegar móttökur. Fín sýning samt.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 16:36

5 identicon

Þetta er bara til marks um þá óvirðingu sem ungu fólki er sýnd og við vitum öllum að viðgengst. Það er kannski engin furða að einhver þeirra taki upp á að akta í takt við það sem búist er við af þeim, sem sé illa. Annars er mér sem ég sjái svona framkomu við fullorðið fólk, að ég tali nú ekki um ef það klæðist á tiltekinn hátt. Þetta með að kirkjan svíki út lögbundna skóladaga af krökkum er svo önnur umræða og spurning hvoet það þarf ekki að taka snúning á þeirri umræðu.

Anna María Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 17:40

6 identicon

Sæl og blessaður

Nú ætla ég ekki að dæma í þessu máli þar sem ég var ekki á staðnum en langar að segja nokkur orð um atvik sem átti sér stað á Kjarvalsstöðum og varðar börn, vörð og foreldri.

Þetta var á útskriftarsýningu þar sem viðkvæm listaverk voru um öll gólf og veggi. Foreldri var þar með þrjú börn á aldrinum 7-10 ára. börnin hlupu allan salinn, potuðu klipu mörg verk og síðan var þarna eitt verk sem var eins og risa flugdreki sem var strengdur yfir salinn. Skemmst er frá því að segja að eitt barnanna fór að príla í verkinu svo band slitnaði og minnstu mátti muna að að verkið steyptist yfir alla. Á meðan á þessu stóð, horfðu sýningargestir vandræðalega í átt að foreldrinu og biðu þess að það gripi inn í leikinn eða myndi á einhvern hátt hemja börnin. Foreldrið lét eins og ekkert væri athugavert við hegðun barnanna og leita undan og hélt áfram að tala við einhvern sem var á sýningunni. Að lokum kemur vörðurinn að einu barninu og biður það um að hætta að príla á verkinu og spyr það um hvar foreldrið sé nokkuð hvassri röddu. Þá kipptist foreldrið við og gekk í átt að verðinum og hellti sér yfir hann með álíka orðrum um að börn væru greinilega ekki velkomin á safnið, hvar væri manngæskan, umburðarlindi gagnvart börnum og tillitsemi við líflega æsku landsins o.s.frv. Að lokum reiðilestursins strunsaði hann út með börnin og hótaði framkoma varðarins gagnvart barni hans myndi sko fara í blöðin.

Ég rek verslun og samskonar vandamál hafa oft komið upp varðandi sum börn og foreldra þeirra. Til eru börn sem hlaupa um í búðum, henda niður hlutum, naga vörur sem eru til sögu, opna pakknigar og foreldrarnir horfa á eins og hér sé á ferðinni ósköp eðlilegur réttur barnsins til tjáningar og að uppgötvunarnám barna eigi að fara fram í verslunum jafn sem heima hjá þeim sjálfum. Ef maður svo mikið sem andar í átt að þessum börnum verða foreldrarnir brjálaðir, strunsa út og segjast ætla að skrifa um það í blöðin eða á Barnaland hve óbarnvænleg verslunin sé og starfsfólkið fjandsamleg börnum.Tek það fram að mér líkar vel við börn og á börn sjálf. Ég leyfi þeim þó ekki að valsa um í búðum eða á listasöfnum og lít svo á að þau séu á minni ábyrgð þar til þau verða fullorðin.

Þegar barnafílósófían er farin að ganga út yfir öll skynsemismörk verð ég pirruð.

 Samkvæmt tilvistarkenningunni athöfnuðu þau sig fyrst og hugsuðu svo. Áður en ég get ákveðið tekið afstöðu til listasafnsins verð ég að spyrja, í hverju félst athöfnin nákvæmlega? Stóðu þau starandi fyrir framan málverkin og of nálægt samkvæmt áliti varðarins eða potuðu þau í eitthvað málverk? 

Kristín (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 19:58

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þegar við hjónin vorum með börn á sumarnámskeiði í Mexíkó fórum við með stóran hóp á listasafn og síðan fornmynjasafn. Við undirbjuggum þau fyrir heimsóknina með því að láta þau blása í sápukúlur og forðast þá freistingu að sprengja sápukúlurnar áður en þær lentu á jörðinni. Mörgum þótti það afar erfitt til að byrja með, en loks föttuðu allir að það gat verið ágætt að fylgjast með sápukúlunum án þess að sprengja þær.

Börnin sýndu mikla virðingu og kurteisi í heimsókn á söfn eftir það. Vildi bara benda á að stundum getur verið sniðugt að æfa svona heimsóknir fyrirfram. Svo getur maður alltaf lent á önugum vörðum, en það verður bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti, en alls ekki fordæma safnið fyrir hegðun einnar manneskju.

Góðar kveðjur frá Noregi félagi!

Hrannar Baldursson, 25.9.2010 kl. 22:09

8 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Kristín, og aðrir.

Það er alls ekki sama hvernig komið er fram við gesti af yngri sortinni, frekar en aðra gesti. Kurteisi og virðing fyrir öðrum fer ansi langt í að leiðbeina um umgengni við listaverk og styttur bæjarins.

Hinsvegar á sá forynjuháttur og valdasýki (sem er ansi algengur á listasöfnum, og öðrum söfnum, sem og á sundstöðum mörgum), ekkert erindi í samskifti fólks á milli.

Ég tek hinsvegar undir, að ef börn eru óviðráðanleg, þá er það að sjálfsögðu forráðamannanna að skerast í leikinn, og fjarlægja friðspillana/skemmdarvargana, ef nauðsynlegt er.

Einnig finnst mér, að það væri í lagi að gera forráðafólki barna og unglinga grein fyrir ábyrgð sinni, og jafnvel að setja aldurstakmörk (nema í fylgd með fullorðnum) á suma staði, eins og Kjarvalsstaði, þegar listaverk eru útum allt, og í stórmarkaði.

Börkur Hrólfsson, 26.9.2010 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband