Greinin sem Fréttablaðið vildi ekki birta

Að undanförnu hafa ýmsir fengið að væla hátt í fjölmiðlum um það hversu lífið yrði dapurlegt á landsbyggðinni ef ríki og kirkja yrðu aðskilin. Þar yrði bara dauði og djöfull, þar yrði engin sálgæsla, engin námskeið, og gott ef menn hafa ekki bara gefið í skyn að þar yrði þá enginn jarðsettur, fermdur, né fengi nafngjöf. Allt hefur þetta verið gert í því skyni að hrófla ekki við þessum spillta fégráðuga gullkálfi sem Þjóðkirkjan er.

En þetta er bara ekki rétt. Siðmennt, félag siðfrænna húmanista á Íslandi er svo sannarlega tilbúið til að þjónusta landsbyggðina og til að undirstrika einn þátt þessa vilja sendi ég grein í Fréttablaðið um starfsemi okkar með ungu fólki á Norðurlandi. En því miður,  greinin var líklega aðeins of jákvæð fyrir ritstjórnina. En fyrir ykkur sem hafið áhuga þá má lesa hana á eftirfarandi vefslóð:

http://www.sidmennt.is

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég vissi um borgaralega fermingu, þar eð bæði börnin mín hafa fermzt hjá Siðmennt. Hins vegar vissi ég ekki að hjónavígsla og útför væri líka komin af stað. Varðandi útförina, þá hefurðu skrifað hvað útförin (athöfnin) kostar. Má ég spyrja hvað jarðsetningin sjálf kostar (að meðaltali) þannig að ég fái hugmynd um heildarkostnað?

Vendetta, 26.9.2010 kl. 19:19

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Það virðist vera ansi erfitt að fá birtar greinar í FBL sem ekki eru á ríkiskirkjulínunni eftir að prestssonurinn steig í ritstjórastólinn. Ég skrifaði svargrein við grein sem einhver stjórnarmaður í félagi guðfræðinema skrifaði fyrir mánuði og hún hefur ekki fengist birt. Ekki var hún neitt sérstaklega grimm eða dónaleg.

Egill Óskarsson, 26.9.2010 kl. 19:26

3 Smámynd: predikari

Þetta er algeng rökleysa hjá þeim aðilum sem aðhyllast núverandi status quo, ekki bara í þessum efnum heldur flest öllum.

Þeas, ef við hættum að gera hlutina eins og við gerum þá núna, þá verða hlutirnir ekki gerðir yfir höfuð og allt endar í eintómu volæði út af því að enginn gerir neitt.

predikari, 26.9.2010 kl. 21:23

4 identicon

Gaf Fréttablaðið upp einhverja ástæðu fyrir því að birta ekki greinina?

Hoppandi (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 16:24

5 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég get svosem ekki svara fyrir Jóhann Guðbergur en eins og ég skil hann þá gerðist það sama með greinina hans og mína, hún var bara móttekinn en birtist aldrei.

Egill Óskarsson, 28.9.2010 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband