Heimspeki heima í stofu

Á föstudagskvöldið var ég með svokallað "heimspeki heima í stofu kvöld "ásamt góðum vinum. En "heimspeki heima í stofu" felst í því að maður mætir og varpar fram ýmsum heimspekilegum hversdagsklípum sem allir geta haft skoðanir á. Svo fer umræðan út um víðan völl og enginn veit hvernig endar. Þegar eitt umræðuefni er tæmt þá varpar maður fram því næsta. Þetta er í anda þess sem Sókrates gerði og felst í því að færa heimspekina til almennings. Á meðal þess sem rætt var á þessu kvöldi var:

* Má maður smakka vínber í matvörubúðum? Ef svo er hversu mörg og þarf maður nauðsynlega að vera í þeim hugleiðingum að kaupa þau?

* Ef maður fær of mikið gefið til baka þegar maður fer út í sjoppu, leiðréttir maður þá afgreiðslufólkið? En ef maður fær of lítið?

Margt fleira var skoðað og einnig var varpað fram ýmsum hugmyndum að góðum heimspekitilraunum sem sumir kalla lífstilraunir og er ætlað að fá okkur til að undrast og sjá heiminn í öðru ljósi.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

sniðugt

Sigrún Óskars, 31.1.2010 kl. 15:07

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Fyrir fáeinum árum kom verslunarstjóri í stórmarkaði í fréttum og hafði orð á þessu með vínberin. Kallaði þetta þjófnað sem væri einstakur á heimsvísu og þekktist hvergi nema hér.  Hún hafði reiknað þetta út og "tapið" nam tugum ef ekki hundruðum þúsunda fyrir verslunina.

Ég man  hvað mér fannst þetta fáránleg athugasemd eða öllu heldur ásökun. Ég er ein af þeim sem geri þetta og finnst það meira en sjálfsagt, oftast smakka ég bara þegar ég er í kauphugleiðingum og þá eitt stundum tvö. Það er nefnilega ekki svo sjaldan sem ég hef lent í því að kaupa innpökkuð velútlítandi vínber sem reyndust svo vera gallsúr. Ég kaupi töluvert af grænmeti og ávöxtum og það er ekki svo sjaldan að þegar ég kem heim þá er eitthvað af því skemmt. Sérstaklega þegar keypt er í einhverju magni. Ég man til dæmis ekki eftir því að hafa keypt kassa af klementínum án þess að einhverjar hafi verið skemmdar nú eða þá hinum rándýru jarðaberjum. Kartöflur voru hér einu sinni meira og minna skemmdar og svona mætti lengi telja. Yfirleitt fer þetta bara beint í ruslið því það er töluvert vesen að standa í því að kvarta. Fróðlegt væri að vita hvað heimilin borga fyrir ónýtt grænmeti og ávexti.

Varðandi seinna atriðið sem þú nefnir leyfi ég mér að halda að allflestir vilji hvorki láta svindla á sér né að svindlað sé á öðrum.

Ég trúi því að meginþorri fólks sé heiðarlegur.

Þóra Guðmundsdóttir, 31.1.2010 kl. 22:52

3 identicon

Þetta var frábært kvöld Jói! Takk fyrir skemmtilegar umræður :-)

Magga Elsa (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband