Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.6.2009 | 09:09
Hvað finnst ykkur um að almenningur greiði meira vegna viðgerða á Hallgrímskirkju?
Á mánudag birtist frétt um að skemmdirnar á Hallgrímskirkju séu mun meiri en gert var ráð fyrir og að kostnaðaráætlun við viðgerðirnar hafi tvöfaldast. Talað er um að ríkinu og Reykjavíkurborg sé ætlað að greiða 322 milljónir fyrir viðgerðarinnar. Í fréttinnis segir m.a.:
"Reykjavíkurborg ákvað á árinu 2007 að greiða 12,4 milljónir á ári fram til ársins 2013 til viðgerðanna á turni Hallgrímskirkju. Ríkið leggur fyrir sitt leyti fram jafn háa upphæð. Nú leggur borgarstjóri til að framlengja þessar greiðslur allt til ársins 2019 að því tilskildu að ríkið geri slíkt hið sama. Þannig muni greiðslur frá ríki og borg á endanum nema 322 milljónum."
Ég er bara forvitinn að vita hvað fólki finnst um þetta. Það eru greinilega engin takmörk fyrir því hvað hægt er að ausa fé í kirkjuna. Langholtskirkja fékk fyrir ekki löngu síðan 17 millur til að helluleggja fyrir utan hjá sér og áfram má nefna endalaus dæmi um það hvernig trúsöfnuðirnir fá af almannafé.
Þess má því geta í framhaldi af þessu að félagið Siðmennt sem þjónar fyrst og fremst fólki sem stendur utan trúfélaga sótti fyrr á árinu um 250.000 kr styrk til að standa straum af húsaleigu vegna æskulýðsstarfs, en borgaryfirvöld áttu ekki pening að þessu sinni. Semsagt börn og steinsteypa er ekki það sama þegar borgaryfirvöld úthluta fjármunum.
JB
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.6.2009 | 16:18
Mér er alveg skítsama þó þetta sé "bara hundraðkall á ári"
Ég var að fá reikning frá Vodafone (fyrirtækinu sem beitir unglinga vísvitandi blekkingum í auglýsingamennsku sinni og greint var frá hér á síðunni fyrir einhverju síðan). Þetta var nú bara lítill reikningur þannig séð sem á rætur sínar að rekja frá símaskránni "Já" þar sem rukkað var fyrir aukanafn í símaskrá. Reikningurinn hljóðaði upp á kr. 626,51 og seðilgjald upp á 80.32 og virðisaukaskatt upp á 173,17 samtals 880 kr.
Allt í góðu enn sem komið er. Ég fæ þennan reikning á pappír sem útskýrir væntanlega seðilgjaldið. Nema hvað, ég fæ sama reikninginn sendan rafrænt í heimabankann og greiði hann þar. Ef reikningurinn hefði aðeins verið sendur rafrænt þá hefði ég væntanlega sloppið við þetta seðilgjald enda enginn seðill í gangi. Svo ég hringi (enda verð ég einstaklega geðstirður þegar ég heyri orðin "símafyrirtæki", "banki" og "tryggingafélag") og spyr hvernig standi á því að mér sé send tvennslags rukkun fyrir sama hlutinn. Stúlkan sem varð fyrir svörum sagði að þetta væri bara svona. Og ég spurði frekar hversvegna það væri verið að senda þetta rafrænt ef það væri sendur bréflegur reikningur. Og svarið var að fyrirtækið "Já" vildi þetta. Og þá spurði ég hvort ekki væri mögulegt að fá reikninga framvegis aðeins rafrænt og sleppa seðilgjaldinu. Nei það er ekki hægt af því að þeir (það er að segja "Já" fyrirtækið) vilja að þetta sé sent bæði rafrænt og bréflega. Ha segi ég, get ég þá alls ekki losnað undan þessu seðilgjaldi? Nei þetta er nú bara hundraðkall á ári sagði stúlkan. Og þá sagði ég að þetta væri tæplega hundraðkall og mér væri bara skítsama þó þetta væri bara hundraðkall, ég væri gjarnan til í að nota þennan hundraðkall í eitthvað annað heldur en símafyrirtæki.
Þannig eru svona fyrirtæki endalaust að kroppa í budduna hjá manni. Er ekki hægt að stoppa þetta smáaurakropp vitandi það að margt smátt gerir á endanum eitt stórt þó stúlkan á símanum hjá Vodafone hafi verið þjálfuð í að láta viðskiptavinina trúa því að þetta sé "nú bara ógeðslega lítið"?
JB
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.6.2009 | 10:01
Ætli forseti Íslands næli orðu í útrásarvíking í dag?
Í dag 17. júní fá einhverjir einstaklingar orðu frá forsetanum fyrir eitthvað alveg geggjað. Eitthvað sem maðalmaðurinn getur ekki státað sig af.
Af því tilefni skulum við hafa í huga orðuveitinguna árið 2007 þegar forsetinn nældi orðu í Sigurð nokkurn Einarsson fyrir, eins og stendur á vef forsetaembættisins: "riddarakross fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi."
Ekki slæmt að fá orðu fyrir það eitt að eiga hlut í því að innleiða græðgina í íslenskt samfélag og koma öllu á hausinn.
Trúðslætin í kringum þessar orðuveitingar eru bara eitt allsherjar djók og það er sorglegt að fólk skuli nenna að spila með í þessu rugli.
JB
16.6.2009 | 12:25
Á ekki bara að drífa í að hækka afnotagjöldin?
Jú Jesús minn við verðum að drífa í að hækka afnotagjöldin. Það gengur náttúrulega ekki að Palli sé á eigin bíl og ekki dugar að hann sé á gömlum bíl, litlum eða fólksbíl og því síður á hjóli eða í strætó. Hér endurspeglast faglegt metnaðarleysi ríkisútvarpsins algjörlega, fjármunum eitt í kjaftæði undir rassgatið á stjóranum í stað þess að bjóða upp á eitthvað af viti í kassanum / skjánum, nú eða bara lækka afnotagjöldin.
Skyldi fréttastofa Rúv segja frá þessum tíðindum?
JB
![]() |
Afborganir af jeppa útvarpsstjóra tvöfölduðust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2009 | 08:41
Alþingismenn, Lama og messan góða
Ja nú er aldeilis viðfangsefni fyrir ykkur að skoða ágætu lesendur. Í viðtali Frétablaðisins við Stefán nokkur Einar Stefánsson í morgun segir:
"Jafnframt segir Stefán að það kaldhæðnislegasta við þetta sé að Birgitta Jónsdóttir skuli skamma ráðherra fyrir að vilja ekki hitta Dalai Lama. Hún sem ekki vildi mæta í messu við þingsetninguna."
Og nú er spurt hvað er svona kaldhæðnislegt við þessa afstöðu Birgittu? Hver er munurinn á Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands og séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur sem þjónaði fyrir altari í messunni frægu annarsvegar og Dalai Lama hinsvegar? Getur verið að munurinn felist í því að Dalai Lama er ekki eingöngu trúarleiðtogi heldur líka þjóðhöfðingi þjóðar sem býr í útlegð og er í stöðugri baráttu við frekt stórveldi? Eða eru þeir séra Karl og Lama bara alveg af nákvæmlega sömu tegund? Hvað segið þið ágætu lesendur?
JB
3.6.2009 | 12:19
Má ekki segja að í Rúnari hafi blundað ofurlítill Kim Jong il?
Það var snjallt hjá honum fyrst hann hafði tækifæri til að tilnefna sjálfan sig og eigið verk til íslensku leiklistarverðlaunanna. Hvað hefði ekki Kim Jong Il gert hefði hann bæði átt leikverk og verið í valnefnd verðlaunanna?
JB
![]() |
Hættir í valnefnd Grímunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2009 | 17:34
Ögmundur Jónasson tjaldar í Central Park
Það er ekki hægt annað en dást að hugsjónaeldi Ögmundar Jónassonar. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því sem maður vissi nú reyndar að hann þiggur ekki ráðherralaun á þessu ári þar sem hann hefur sagt að þingfararkaupið sé alveg prýðilegt. Hvenær hefur maður heyrt fólk tala af slíkri nægjusemi þegar laun eru annarsvegar. Þetta brenglaða pakk sem þáði miljónir á mánuði í fjármálastofnunum var næstum því búið að koma því að hjá þjóðinni að það væri bara sjálfsagt og eðlilegt að launamunurinn í samfélaginu væri svo mikill að enginn hefði ímyndunarafl til að skilja muninn.
En nú er semsagt Ögmundur einn af örfáum ef ekki sá eini sem vinnur markvisst í því að rétta af þessa skekkju, þessa röngu hugmynd um launakjör og lífsstíl sem blómstraði árið 2007. Fréttablaðið greinir líka frá því að hann lætur sér ekki nægjusemina í launamálum duga heldur "pakkar" hann sér saman eins og liðugur jógi á meðal almennings þegar hann ferðast með flugvélum. Það er ekkert saga class kjaftæði í gangi.
Í framahaldi af þessum Ögmundartíðindum Fréttablaðsins hvarflar hugurinn óneitanlega til "barnanna sem tóku völdin" í Havana 1958 (athugið að þetta er orðalag sem Jean-Paul Sartre notaði um nýju valdhafana á Kúbu á þeim tíma sökum ungs aldurs þeirra) og heimtuðu afnám misskiptingar og sérhagsmunagæslu. 1960 hótaði hópurinn því að slá upp tjaldbúðum í Central Park þegar þing Sameinuðu þjóðanna var sótt í stað þess að gista á hóteli. Ögmundur tæki sig vel út með grasrótinni í tjaldi í Central Park ef hann þyrfti til New York að fara.
Burtséð frá öllum tjaldpælingum þá ættu samráðherrar hans í ríkisstjórn að taka hann sér til fyrirmyndar. Ef það eru ekki nákvæmlega frábærar aðstæður í samfélaginu núna fyrir ráðherra ríkisstjónarinnar að láta af stofukommúnismanum og fara í Che Guevara stælinn þá veit ég ekki hvenær það ætti að gerast. (athugið að lesa má skilgreiningu á stofukommúnisma í orðabók um slangur eftir Mörð, Svavar og Örnölf sem út kom 1982)
Lifi byltingin.
JB
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.5.2009 kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.5.2009 | 15:02
Menntamálaráðherra, fjölmiðlalæsið og gagnrýnin hugsun
Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var viðtal við menntamálaráðherra um gagnrýna hugsun ungs fólks og mikilvægi fjölmiðlalæsis. Fram kom að ráðherra telur að almennt skorti á að kenna ungu fólki að rýna í fjölmiðla með gagnrýnu hugarfari og vel komi til greina að úrbætur verði gerðar.
Þetta eru vissulega gleðileg tíðindi og orðið löngu þarft að efla gagnrýna hugsun með unga fólkinu, en þar hafa íslenskir grunnskólar brugðist með örfáum undantekningum þó.
En það er ekki úr vegi að upplýsa ráðherrann og aðra um það að Siðmennt hefur a.m.k. s.l. 12 ár ef ekki lengur séð til þess að ungt fólk sem sækir undirbúningsnámskeið vegna borgaralegra ferminga hefur fengið kennslu í gagnrýnni hugsun og hvernig henni má beita við lestur fjölmiðla.
Nú er bara að yfirvöld menntamála hafi samband við Siðmennt og læri af þeirri reynslu sem fyrir er.
JB
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2009 | 12:09
"Hættu að vera svona fúll maður." Smá pæling um staksteina Moggans og fall Dags á mætingu.
Eins og gengur kemur það fyrir einstaka sinnum að ég fer fram úr rúminu öfugu megin. Ég hef þó ekki fengið að komast upp með það mjög lengi því börnin mín hnippa í mig samstunds og þau átta sig á því og segja "hættu að vera svona fúll maður". Það er ekki þægilegt að fá svona fyrirskipun "hættu að vera svona fúll maður". Það er ekki laust við að maður skammist sínu pínkulítið fyrir það að vera svona fúll og oftar en ekki reyni ég að skríða upp í rúmið aftur til þess eins að fara nú réttum megin fram úr.
Nema hvað, einn er sá höfundur sem þyrfti á aðstoð barnanna minna að halda og það er höfundur eða höfundar Staksteina Moggans. "Hættu að vera svona fúll maður" þyrfti sá ágæti höfundur að fá að heyra en fýlan er það sem helst einkennir skrifin. Ég veit að viðkomandi veit það sjálfur enda skrifar hann ávallt nafnlaust sem merkir hugsanlega að viðkomandi skammast sín fyrir sjálfan sig og eigin skrif. Það er slæmt og ber ekki merki um góða sjálfsmynd. Staksteinahöfundur þyrfti, fyrir utan það að komast í kynni við börnin mín að tileinka sér speki stóumanna sem m.a. sögðu "Ekki eru það atburðirnir sjálfir, sem áhyggjum valda, heldur horf manna við þeim." (Epiktet)
Í dag sunnudag er ekkert lát á fýlunni, nema hvað ég held bara að ég sé í fyrsta sinn á ævinni sammála höfundi Staksteina. Og er ég ekki með hita, undarlegt nokk.
Höfundur Staksteina ræðir forföll borgarfulltrúans Dags B. Eggertssonar á fundi á vegum boragrinnar sem hann þiggur samt laun fyrir. Þetta er ekki gott mál, að greiða fyrir fundarsetu sem ekki er setin. Ég held að margir sem starfa í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar hafi þegið laun fyrir fundi sem þeir hafa ekki setið. Ástæðurnar fyrir forföllum geta verið ýmsar og sumar ef ekki flestar eðlilegar. Sjálfur hef ég á þessu kjörtímabili setið í barnaverndarnefnd fyrri hluta kjörtímabils og þann seinni í mannréttindaráði og vissulega hafa komið upp þau tilvik að ég hef ekki getað mætt, en fengið greitt engu að síður. Þessu þarf að breyta. Ég trúi ekki öðru en að flokkarnir allir ættu að geta sameinast um það að breyta fyrirkomulaginu þannig að laun fyrir nefndarstörf lækki í samræmi við minni fundarsetu. Hafa ber þó í huga að það að starfa í nefnd á að fela í sér annað og meira heldur en aðeins að mæta á fundi, maður þarf líka að vinna á öðrum vettvandi heldur en á fundum að málaflokknum og ekkert óeðlilegt að fyrir það sé greitt, en forföll á fundi ætti að hafa þau áhrif að launin lækki að einhverju leiti.
Nú er einmitt tækifæri til að breyta þessu fyrirkomulagi enda full þörf fyrir borgina að spara aurinn. Ég trúi ekki öðru en að flokkarnir geti náð samkomulagi um málið. Hvernig stígum við næsta skref í málinu? Hver ætlar að taka það upp innan borgarkerfisins?
JB
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2009 | 12:00
Framlag framsóknarmanna til vanda heimila og fyrirtækja
Þá vitum við hvert framlag Framsóknarflokksins til vanda heimila og fyrirtækja í landinu er. Lausnin felst í því að berjast fyrir herbergi flokksins á Alþingi til margra ára. Mikið getur alþýða landsins nú verið framsókn þakklát fyrir framlagið til betra samfélags.
Kærar þakkir Framsóknarflokkur fyrir að leggja ykkar að mörkum til betra samfélags.
JB
![]() |
Þeir sitja sem fastast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)