Hvað finnst ykkur um að almenningur greiði meira vegna viðgerða á Hallgrímskirkju?

Á mánudag birtist frétt um að skemmdirnar á Hallgrímskirkju séu mun meiri en gert var ráð fyrir og að kostnaðaráætlun við viðgerðirnar hafi tvöfaldast. Talað er um að ríkinu og Reykjavíkurborg sé ætlað að greiða 322 milljónir fyrir viðgerðarinnar. Í fréttinnis segir m.a.:

"Reykjavíkurborg ákvað á árinu 2007 að greiða 12,4 milljónir á ári fram til ársins 2013 til viðgerðanna á turni Hallgrímskirkju. Ríkið leggur fyrir sitt leyti fram jafn háa upphæð. Nú leggur borgarstjóri til að framlengja þessar greiðslur allt til ársins 2019 að því tilskildu að ríkið geri slíkt hið sama. Þannig muni greiðslur frá ríki og borg á endanum nema 322 milljónum."

Ég er bara forvitinn að vita hvað fólki finnst um þetta. Það eru greinilega engin takmörk fyrir því hvað hægt er að ausa fé í kirkjuna. Langholtskirkja fékk fyrir ekki löngu síðan 17 millur til að helluleggja fyrir utan hjá sér og áfram má nefna endalaus dæmi um það hvernig trúsöfnuðirnir fá af almannafé.

Þess má því geta í framhaldi af þessu að félagið Siðmennt sem þjónar fyrst og fremst fólki sem stendur utan trúfélaga sótti fyrr á árinu um 250.000 kr styrk til að standa straum af húsaleigu vegna æskulýðsstarfs, en borgaryfirvöld áttu ekki pening að þessu sinni. Semsagt börn og steinsteypa er ekki það sama þegar borgaryfirvöld úthluta fjármunum.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallgrímskirkja er eitt aðal kennileyti Reykjavíkur og sem slíkt heimsækja hana nær allir þeir ferðamenn sem á annað borð kíkja til höfuðborgarinnar. Burtséð frá því trúarhlutverki sem hún gegnir væri því gott ef viðgerðum á henni lýkur sem fyrst.

Kristófer (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 11:24

2 identicon

Þúsundir milljóna árlega í nokkra kufla... börnin komast ekki í skóla, heilbrigðiskerfið í rúst, börn ganga um með tannpínu + hungruð

Villl fólk þóknast kuflum og ímyndaða fjöldamorðingjanum í geimnum.....eða vill fólk að þessir peningar fari í alvöru mál.
Mér er skítsama um eitthvað kennileiti þegar lifandi fólk er tilstaðar, fólk sem þarf hjálp og þjónustu... fuck the kennileiti

DoctorE (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 11:36

3 identicon

Biskup lætur gudda laga kirkjuna.. biskup hefur oft tönglast á þeirri vitleysu að bænir virki... tímabært að hann sýni okkur að þær virki, að hann geti gert eitthvað án okkar og peninga

DoctorE (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 11:57

4 identicon

Að ósekju hefði styrkurinn til Siðmenntar mátti vera mun ríflegri en þú lýsir. Hvað varðar Hallgrímskirkjumálið þá finnst mér, já, þetta vera í góðu lagi! Fjöldi fólks hefur áhuga á íþróttum og enginn gerir athugasemdir við að ríki og borg styrki byggingu íþróttamannvirkja og veiti þeirri starfsemi verulega styrki. Sjálfur hef ég engan áhuga á íþróttum en mér er gjörsamlega að meinalausu þótt aukið sé aurum í þá starfsemi. En með vísan til íþróttafélaganna, þá eru um eða yfir 80% landsmanna eru í Þjóðkirkjunni og því hlýtur að vera í góðu lagi að styrkja trúfélögin rétt eins og íþróttafélög og fleiri sambærileg samtök.  

Sigurður Bogi (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 17:58

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hvað finnst ykkur um að almenningur greiði meira vegna viðgerða á Hallgrímskirkju? Ok. Enda er ég sidmenntadur.

Gísli Ingvarsson, 24.6.2009 kl. 20:48

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Jóhann,

talandi um kirkjuna.  Fyrir það fyrsta, hvað er kirkja ?  Í mínum huga og eins og ég skil Heilaga ritningu, Biblíuna, þá er kirkjan fólkið, söfnuðurinn.  Það má segja að kirkja sé þegar tveir eða fleiri koma saman í nafni Drottins til að eiga samfélag um sína Guðlegu trú.  Húsið sem menn kalla kirkja er ekkert annað en bygging sem hýsir samkomur safnaðarins, kirkjunnar.

Nú er það svo að það eru til fleiri Kristnir söfnuðir en þjóðkirkjan.  Þjóðkirkjan virðist vera ein um það að njóta fjármuna ríkisins og sveitarfélaga til að byggja og viðhalda byggingum kirkjunnar.  Aðrir kristnir söfnuðir hafa þurft að leita náðar ríkisvaldsins til að fá mola sem falla af borðum þjóðkirkjunnar.  Hinir svokölluðu frjálsu Kristnu söfnuðir hafa þurft að standa á eigin fótum og sjá um sínar byggingar sjálfir. 

Ég álít að það sé kominn tími til að þjóðkirkjan standi á eigin fótum í trú og trausti á sinn Guð og með samstöðu safnaðanna innan "kirkjunnar" þegar kemur að byggingum og uppbyggingu safnaðanna.  Þjóðkirkjan stendur Kristindóminum fyrir þrifum í landi okkar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.6.2009 kl. 21:52

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það kostar að halda fasteignum ríkisins við. Sé það ekki gert grotna þær niður og eyðileggjast og spyrja má ver sé kostnaðurinn við það. Kirkjur eru ekki undanskyldar öðrum eignum ríkisins enda er hér þjóðkirkja eins og þú veist.

Og þótt þú viljir ekki sjá það felst einnig geysilega mikið menningarverðmæti í kirkjum landins.

Gangi þér annars vel með siðmennt. Gangi þér vel í að byggja upp þau samtök á á ykkar forsendum í staðinn fyrir að gera það með eingöngu með því að sverta kristna trú sem þessi þjóð hefur fylgt í yfir 1000 ár. En ég veit svo sem að þessar árnaðaróskir hafa líklega lítið að segja.

Guðmundur St Ragnarsson, 24.6.2009 kl. 23:13

8 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér finnst þessi kirkja alltaf í viðgerð. Hver byggði hana eiginlega ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.6.2009 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband