Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sísyfos heimspekismiðja

http://heimspekismidja.wordpress.com

Kannski er ég bara aumur lygari

 Dómkirkjupredikarinn Þorvaldur Víðisson predikaði í kirkju sinni þann 14. nóvember s.l. og sá ástæðu til að ræða borgaralega fermingu. Málið er mér nokkuð skilt enda hef ég haft umsjón með undirbúningsfræðlunni fyrir borgaralega fermingu síðan 1997. Í pistli sínum segir hann meðal annars:

"Hvað er borgaraleg ferming annað en blekkingarleikur, skrumskæling, lygi, afbökun á þeirri grundvallartengingu sem er á milli skírnar og fermingar?"

Ég er þá kannski bara eftir allt saman aumur lygari sem stundar blekkingarleik og allskyns afbakanir. Ja það skyldi þó ekki vera? Hmm hættulegur maður, ég.

Lesa má þessa dásamlegu predikun á eftirfarandi vefslóð:

http://tru.is/postilla/2010/11/kirkjan-fr%c3%a6%c3%b0ir

Njótið þið vel predikunarinnar :-)

JB 


Og enn er rætt um Krist í kennslu

Í morgun var enn og aftur rætt um Krist í kennslu. Hvet ykkur til að hlusta á viðtalið sem var á Rás 1.

http://dagskra.ruv.is/ras1/4552156/2010/10/29/1/

JB


Fyrirsjáanleg umræða og kóngarnir í leðjuslagnum

Ég vek athygli á grein sem Sigurður Hólm Gunnarsson skrifar á vefsíðu sína www.skodun.is þar sem hann hefur tekið saman ýmis sjónarmið sem fram hafa komið í umræðunni um tillögu mannréttindaráðs um samskipti trúfélaga og skóla.

Á þessari samantekt Sigurðar má klárlega sjá að sú samræðumenning sem viðgengst á Íslandi er nær því að vera einhverskonar leðjuslagur en nokkuð annað. Og hverjir eru leðjukóngarnir? Lesið um þá í grein Sigurðar.

http://skodun.is/2010/10/25/fyrirsjaanleg-og-afhjupandi-umraeda-um-trubod-i-skolum/

JB


Skaðsemin, trúarlífið og skólastarfið

Í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað að undaförnu um trúarlíf og skólastarf þar sem því er m.a. haldið fram að trúboð í skólum sé í lagi vegna þess að enginn verði fyrir skaða birti ég erindi sem ég hélt um trúarlíf, skólastarf og skaðsemi s.l. vor. Erindið birtist hér í tveimur hlutum og kallast "Er allt leyfilegt sem ekki er beinlínis skaðlegt?"

Fyrri hluti: http://www.youtube.com/watch?v=N_jKQ9Ulfpc

Seinni hluti: http://www.youtube.com/watch?v=Ej8HPjKftHQ

JB


Lýgur Þjóðkirkjan upp á íþróttahreyfinguna?

Í örvæntingafullri tilraun sinni til að réttlæta trúboð sitt í skólum hefur þjóðkirkjan að undaförnu beitt ýmsum athyglisverðum brögðum. Eitt er að líkja starfsemi sinni við starfsemi íþróttafélaga og halda því statt og stöðugt fram að íþróttahreyfingin sé sí og æ að taka börnin úr skólunum á sama hátt og gert er varðandi fermingarferðalög kirkjunnar. Nú er það bara svo skrítið að á öllum mínum kennsluferli frá árinu 2001 hef ég aðeins orðið einu sinni vitni að því að nemendur hafi þurft að fá leyfi vegna íþróttaferða og var það hluta af degi og líklega 10-15 nemendur. Ég ætla að sjálfsögðu ekki að útiloka að það hafi verið oftar, en svo sannarlega er skólastarf ekki sett í uppnám á hverju ári eins og gerist þegar fermingarferðirnar eru farnar.

Ef þjóðkirkjan hefði einhverja pínulitla sjálfsvirðingu þá myndi hún ekki leggjast svo lágt að ljúga upp á íþróttahreyfinguna.

jb


Ögmundur "óþekki" Jónasson byrjar ekki alveg nógu vel sem ráðherra mannréttindamála. Opið bréf til Ögmundar ráðherra.

Um síðustu helgi var langt viðtal við þig Ögmundur Jónasson.Það sem vakti athygli mína var hversu "líbó" þú þóttist vera þegar þú sagðist virða skoðanir fólks og trúarbrögð eða eins og þú orðaðir það sjálfur: "Ég ber virðingu fyrir skoðunum fólks og trúarbrögðum...." frbl. 25.sept s.24.

Eitt af því sem alltaf er tekið rækilega fyrir í kennslu minni í heimspeki og siðfræði er spurningin hvort manni ber að virða skoðanir fólks. Svör þátttakenda eru iðulega mismunandi svona fyrst um sinn. Sumir segja "já manni ber skilyrðislaust að virða allar skoðanir", aðrir segja það fara eftir því hverjar skoðanirnar eru og þriðji hópurinn segir "nei manni ber ekkert að virða skoðanir og allra síst ef þær eru fáránlegar og jafnvel háskalegar." En svo bæta sumir við að þó manni beri ekki að virða skoðanri fólks þá ber manni að virða manneskjurnar sem slíkar sem eiga rétt á öllu hinu besta burtséð frá því hverjar skoðanirnar eru.

En semsagt í embætti þínu ætlar þú kæra félagi að virða allar skoðanir og þá langar mig fyrir þig örfáar spurningar sem ég vel af handahófi sem byggðar eru á fréttum undanfarinnar ára (þú getur litið á þetta sem heimspekilegt tómstundagaman að svara þeim og gert það hvar sem er t.d. í ráðherrabílnum, á skrifstofunni, í sturtu, á Alþingi, þegar þú ferð í göngutúr, í sundlaugunum osfrv.

Og þá koma spurningarnar.

Kæri Ögmundur virðir þú þá skoðun...

...að barnaþrælkun sem í lagi?

... að úkraínskir félagar sem voru í matarboði hafi viljað bragða mannakjöt og því eldað og borðað gestgjafa sinn?

...hommar eigi allt hið versta skilið?

...að í lagi sé að framleiða snyrtivörur úr líflátnum föngum og fóstrum?

...að indverskur eðlisfræðikennari megi aga nemendur sína með því að gefa þeim raflost?

...að spænskur ökuníðingur sem ók á 160 km hraða (þar sem hámarkshraði er 90km) og varð dreng að bana eigi rétt á bótum þar sem bíllinn dældaðist aðeins við slysið?

...að rétt sé að ofsækja rauðhærða fjölskyldu í Bretlandi vegna þess að allir meðlimir fjölskyldunnar eru rauðhærðir?

Jæja Ögmundur. Hún er erfið þessi virðing og ekki síst þegar menn ætla sér að fara að virða skoðanir fólks og ég tala nú ekki um trúarbrögðin, eina helstu rót styrjalda og þjáninga í heiminum (og ég sem hélt þú værir friðarsinni).

Páll Skúlason ræddi þennan vanda um virðingur á skoðunum eitt sinn og við skulum gefa honum orðið að lokum:

"Á mannamótum er því oft haldið fram að virða beri skoðanir annarra. Aldrei hef ég samt heyrt nokkurn mann færa rök fyrir þessum boðskap........Ég treysti mér ekki til þess. Ég held að það sé ámælisvert að virða skoðanir annarra, ef maður veit að þær eru ekki réttar. Rök mín fyrir þessu eru ekki mjög flókin: skoðanir eru ekki einkamál þeirra sem þær hafa og þess vegna er manneskju ekki sýnd nein óvirðing þo að skoðanir hennar séu ekki virtar. Öðru nær, ein mikilvægasta leið til að sýna fólki virðingu og tillitsemi í hinu daglega lífi er að gagnrýna hugmyndir þess og skoðanir....

.....sú staðreynd að ótal margir virðast telja sjálfsagt að virða skoðanir annarra (er) vísbending um það hvernig nútímafólk hugsar um siðferði. Þessi skoðun, sem að mínu viti er sannarlega og sannanlega röng, hefur verið talin bera vitni um frjálslyndi og víðsýni hins upplýsta manns. Ég tel hana bera vitni afar barnalegri afstöðu til siðferðis, yfirborðsmennsku og jafnvel tvöfeldni. Barnaskapurinn er sá að trúa þessu rakalaust, yfirborðsmennskan lýsir sér í því að halda þessu á lofti sem tákni umburðarlyndis og tvöfeldnin er sú að í reynd fer enginn heilvita maður eftir þessu. Hver kysi til að mynda að virða þá skoðun nágrannans að hann hafi fullan rétt til að drepa ketti eða þjófa sem laumast inn í húsið hans? Eða þá skoðun að allir sem ekki trúa á Guð séu hættulegir villutrúarmenn? Eða þá skoðun að allar skoðanir séu jafn réttháar?" (Páll Skúlason "Siðfræði" 1990 bls. 11).

Jæja Ömmi minn gangi þér bara vel og hættu nú þessu bulli um að virða skoðanir og trúarbrögð annarra. ´

Bestu kveðjur

JB

 

"


Greinin sem Fréttablaðið vildi ekki birta

Að undanförnu hafa ýmsir fengið að væla hátt í fjölmiðlum um það hversu lífið yrði dapurlegt á landsbyggðinni ef ríki og kirkja yrðu aðskilin. Þar yrði bara dauði og djöfull, þar yrði engin sálgæsla, engin námskeið, og gott ef menn hafa ekki bara gefið í skyn að þar yrði þá enginn jarðsettur, fermdur, né fengi nafngjöf. Allt hefur þetta verið gert í því skyni að hrófla ekki við þessum spillta fégráðuga gullkálfi sem Þjóðkirkjan er.

En þetta er bara ekki rétt. Siðmennt, félag siðfrænna húmanista á Íslandi er svo sannarlega tilbúið til að þjónusta landsbyggðina og til að undirstrika einn þátt þessa vilja sendi ég grein í Fréttablaðið um starfsemi okkar með ungu fólki á Norðurlandi. En því miður,  greinin var líklega aðeins of jákvæð fyrir ritstjórnina. En fyrir ykkur sem hafið áhuga þá má lesa hana á eftirfarandi vefslóð:

http://www.sidmennt.is

JB


Reykjavík er greinilega borg þar sem börn eru ekki velkomin

Jæja þá er "fjöldaskróp í boði Þjóðkirkjunnar - vikan" liðin í Réttarholtsskóla. (Áður en ég held lengra mæli ég með þessari grein http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/3903 ). Stór hluti nemenda "skrópaði" í skólanum til að fara í útilegu með prestinum. Virkir kennsludagar eru því tveimur færri en pólitíkusar ákváðu með lögum. Nema hvað á síðasta ári blöskraði mér alveg meðferðin á þeim sem þó mættu í skólann á meðan á þessu hópskrópi stóð þar sem þessir samviskusömu nemendur voru látnir "bíða" og "hangsa" þar til ferðalangarnir kæmu aftur (ég segi þetta ekki bara sem kennari heldur fyrst og fremst sem foreldri, en ég átti barn sem hlaut þessi ömurlegu örlög). Ég lagði því til að ef þessi fáranlegi háttur yrði aftur hafður á þá myndum við gera eitthvað uppbyggilegt og áhugavert fyrir þá sem væru í skólanum. Og það varð úr, en samt með nokkuð eftirminnilegum hætti.

Það var ákveðið að fara fyrri daginn af tveimur í menningarferð um miðbæinn þar sem planið var það að byrja á að rannsaka ýmsar styttur með ratleik, síðan ætluðum við að heimsækja alþingi, síðan að fara í Listasafn Reykjavíkur (Hafnarhúsið) og enda svo á kaffihúsi.

Gott og vel. Hópurinn sem samanstóð af um 14 nemendum var skipt í þriggja til fjögurra manna hópa og svo var farið af stað og styttur bæjarnis rannsakaðar. Ekki var liðin mjög langur tími þegar einn hópur kom og bar okkur kennurum þá frétt að þegar hópurinn (fjögurra manna hópur) var að rannsaka styttuna af "manninum með vasaljósið" sem er á lóð Stjórnarráðsins hafi einhver "kall" komið út og rekið hópinn á brott "vegna þess að það var fundur inni." Ok ríkisstjórnin getur sem sagt ekki fundað inni vegna þess að fjögur ungmenni (og ég fullyrði mjög prúð og hljóðlát ungmenni) voru að spá í af hverjum styttan væri og hver væri höfundurinn og hvort mögulegt væri að styttan héldi á einhverju öðru en vasaljósi.

Ég bið ríkisstjórnina opinberlega afsökunar á því að börnin sem ég bar ábyrgð á skuli e.t.v. vera valdur að einhverri hörmung sem á eftir að dynja yfir þjóðina vegna þess að ríkisstjórnin fékk ekki vinnufrið.

Nema hvað heimsóknin í Alþingishúsið gekk eins og í sögu, vel var á móti okkur tekið.

En þá er komið að Listasafni Reykjavíkur. Og verð ég að byrja á að biðja þá sem stjórna og vit hafa á list í borginni afsökunar á að hafa komið með börnin þangað. Jú það var alveg nóg að þau voru búin að eyðileggja heilan ríkisstjórnarfund. Nema hvað. Ég vinn meðal annars að samspili myndlistar og heimspeki með börnunum. Ég vinn við það að "æsa" upp í þeim fagurfræðilegan þorsta með þeirri barnalegri hrifningu sem einkennir góða heimspekinga. Og ég sleppti þeim lausum og sagði þeim að svala þessum heimspekilega og fagurfræðilega þorsta sínum. Og þau létu svo sannarlega ekki segja sér það tvisvar sinnum. Ég minntist orða Plótinúsar þar sem hann segir í ritgerð sinni um fegurð að maður laðist að því sem fagurt er. Og börnin löðuðust svo sannarlega að allri fegurðinni sem hékk á veggjunum. Og í samræmi við tilvistargreinngu Merleau-Pontys þá á fólk það til að athafna sig fyrst og hugsa svo, einkum þegar hrifningin er mikil. Og það gerðist með þessar skaðræðisskepnur sem ég bar ábyrgð á. Einhver eða einhverjir hættu sér of nærri þessum fallegu málverkum og við það birtist "vörðurinn" gjörsamlega brjálaður og skammaði ekki bara börnin sem voru þarna í fagurfræðilegu sjokki heldur skammaði mig einnig eins og hund í miðjum salnum. Ég varð fúll og spurði bara á móti hversvegan í andskotanum getur Hafnarhúsið ekki verið listasafn eins og listasöfn eru úti í heimi þar sem lítill bandspotti er látinn halda gestunum í hæfilegri fjarlægð frá listaverkunum. "Þú átt bara að passa börnin" var hreytt í mig á móti. Og ég hugsaði "halló þetta eru heimspekingar á ferð og við erum að upplifa og njóta og við gleymum okkur, við erum manneskjur en ekki freðnir listakotkeilsnobbarar."

Við svo búið blés ég heimsóknina af hið fyrsta, Hafnarhúsið getur átt sína "prúðu" listasnobbara fyrir mér ef það er fyrirmyndarmarkhópurinn. En það verður eflaust einhver bið á því að ég komi aftur í Hafnarhúsið með "litlu heimspekingana" mína

Að endingu fórum við á kaffihús og fengum blíðar mótttökur og þar gátum við setið góða stund og sett okkur í spor þeirra beggja Sartre og de Beauvoir.

JB

 


Ríkisstjórnin, mannréttindin og vatnið

Þetta er "blaut tuska" ríkisstjórnar Íslands framan í þá sem takmarkaðan aðgang hafa að hreinu vatni. Ef eitthver metnaður er í fjölmiðlum er næsta skrefið að fá ráðherrana til að svara eftirfarandi spurningu og færa rök fyrir svari sínu:

Er aðgangur að hreinu vatni með mikilvægustu réttindum sem nokkur manneskja hefur?

Ef ráðherrarnir svara með "neii" þá er hjáseta skiljanleg en ef svarið er "já" þarf að kafa eitthvað dýpra ofan í vitund (eða vitundarleysi) þeirra.

Jæja fjölmiðlamenn "go for it".

JB


mbl.is Ísland sat hjá á þingi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband