Hversvegna að hjálpa öðrum?

Ég vek athygli á málstofu sem haldin verður í kvöld, sjá eftirfarandi fréttatilkynningu:

Hvers vegna ættum við að hjálpa öðrum? Málstofa Múltikúlti haldin í kjallara Alþjóðahúss, Laugavegi 37 (gengið inn bakatil) Á krepputímum eins og við lifum í dag finnst mörgum einstaklingum eflaust að þeir eigi nóg með sjálfa sig og sína og séu þ.a.l. ekki aflögufærir. Sem samfélag erum við að draga úr þróunarhjálp auk þess sem velferðarkerfið er skorið niður. Þá sýna tölur að fjöldi þeirra sem leita til hjálparsamtaka innanlands hefur margfaldast. Við slíkar aðstæður verður spurningin: „Af hverju ættum við að hjálpa öðrum,“ kannski enn mikilvægari en hún er að öllu jöfnu. Á málstofu Múltikúlti, fimmtudaginn 25. júní, kl. 20.00, verður velt upp ýmsum hliðum spurningarinnar og mismunandi svör skoðuð og rædd. Eftir stuttar framsögur verða almennar umræður. Framsögu flytja: Ármann Gunnarsson, djákni Sigríður Víðis Jónsdóttir, blaðamaður Kjartan Jónsson, þýðandi (Vinir Kenía og Vinir Indlands)Deepa Iyengar – Tsewang Nangyal, frá Vinum Tíbet 

Aðgangur ókeypis – allir velkomir meðan húsrúm leyfir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband