Á ég að panta tíma hjá sænsku ríkisstjórninni? Eða læstur inni á hótelherbergi og kastað öfugum út úr lest (þó ekki á fullri ferð). Fyrri hluti.

Sumarið er tími ævintýra og skemmtilegra upplifana og af þeim hefur heldur betur verið nóg í sumar.

Ég fór til suður Svíþjóðar fyrr í sumar sem er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi, nema hvað ferðin var einstaklega ánægjuleg og viðburðarrík. Ég flaug til Kaupmannahafnar og keypti lestarmiða á flugvellinum til Svíþjóðar og afgreiðslustúlkan spurði hvenær ég hygðist koma til baka. Sagði ég henni það og fékk farmiða með lestinni fram og til baka og fannst mér þetta bara snjallt að vera búinn að ganga frá þessum farmiðamálum. Ferðin til Halmstad var öll hin ánægjulegasta, nema hvað heldur kalt var í lestinni og ekki bar á öðru en að svíarnir hefðu misst tökin á loftkælingunni sem þótti þó ekki nógu alvarleg bilun til að kyrrsetja lestina.

En allt í góðu með það, ekki tók það mann langan tíma að þiðna þegar út úr þessum frystiklefa sem maður ferðaðist með var komið enda heitt í veðri og sólin skein. Hótelið sem við gistumi á var allt hið huggulegasta og þegar viðg vorum búinn að koma okkur fyrir og ætluðum að fara út úr herberginu þá opnaðist ekki hurðin. Hvað er í gangi hugsaði ég með mér. Ég reyndi aftur og aftur og reyndi að breyta "opnunartækninni" með því að vera yfirvegaður og "laginn" eða tæknilegur á hurðinni, ég reyndi að vera hörkulegur eins og slökkviliðsmaður sem þar að brjótast áfram til að bjarga mannslífum en allt kom fyrir ekki. Hurðin opnaðist bara ekki.

Ég hringdi niður í afgreiðslu og sagði farir mínar ekki sléttar. "Nú ertu læstur inni í herbergi?" var spurt. Jú það fór víst ekki á milli mála. "Við sendum einhvern til að hleypa þér út." Síðan var okkur herbergisfélögunum hleypt út og lífið hélt áfram.....þangað til....við þurftum að komast út aftur og aftur og aftur og aftur.

Alls fimm sinnum þurftum við að komast inn og út úr herberginu þennan dag og í öllum tilvikum kom starfsmaður hlaupandi til að opna fyrir okkur, að vísu voru þeir misjafnlega léttir á sér og biðin eftir að komast út var ekki alltaf sú sama.

Ætli maður hafi ekki fengið smá innsýn inn í það hverngi stofufangelsi er eða réttara sagt hótelfangelsi ef það er til.

Morguninn eftir var eldsnemma barið að dyrum og var þar mættur sænskur lásasmiður sem ætlaði að sjá til þess að framvegis væri hægt að ganga um eins og til er ætlast. Mér fannst ég varla vera sofnaður þegar hann reif mig upp enda farið mjög seint að sofa, en ég mat það svo að betra væri að vera ósofinn um tíma heldur en að komast ekki út úr herberginu nema með aðstoð í marga daga.

Málið leystist farsællega. "En hvað hefðir þú gert ef kviknað hefði í hótelinu og þið læst inni á herbergi" spurði kunningi sem er sérstaklega umhugað um allskyns heimsendi og hrakfarir. Ætli við heðum ekki bara stokkið út um gluggann" svaraði ég. "Já og fótbrotnað eða kannski drepið ykkur" svaraði heimsendamaðurinn. "Ætli maður hefði nokkuð drepið sig á því að stökkva út á jarðhæð" svaraði ég.

Framhald síðar þegar lestarverðinum var ekki skemmt á bakaleiðinni og vísaði okkur ferðafélögunum á dyr í Malmö.

JB

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur verið rosalegt að lokast svona inni. Þú klikkar alveg á því að það eru dyr sem opnast maður opnar ekki hurð. Maður opnar dyr og lokar dyrum með hurðinni, sumsé. Ef þú hefðir kveikt ljósið með slökkvaranum þá hefðir þú kannski séð eitthvað til þegar þú varst að reyna að opna dyrnar. 

Þessi var í  boði sænsku ríkisstórnarinnar og ESB.  Kostaði 5aur sænskar

Nikk (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 16:50

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvernig færi fyrir okkur Jóhann ef ekki væru til Nikkarar sem eru heimsins mestu Nördarar.

Ég fer oft þessa sömu leið og þú enda býr helmingurinn að mínum afkomendum í þessarri ágætu smábörg Halmstad.  Ég hef aldrei lent í viðlíka og þú og finnst mér spennandi að heyra framhaldið.´

Þetta komment er ekki ritskoðað, en vonandi kemur Nikk og leiðréttir innlsáttarvillurnar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.7.2009 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband