Margur verður af aurum api. Siðfræðinámskeið fyrir sjálfstæðismenn.

Rætt hefur verið um það við mig í dag hvort ekki sé  kominn tími til að bjóða upp á siðfræðinámskeiðið Margur verður af aurum api, siðfræðinámskeið fyrir sjálfstæðismenn. Ég hef nefnilega verið að kenna starfstengda siðfræði undanfarin ár, s.s. siðfræði fyrir starfsfólk á leikskólum og á geðsviði Landspítalans. Svo má náttúrulega ekki gleyma því að árið 2007 bauð ég upp á námskeiðið Hversu mikið er nóg, siðfræðinámskeið fyrir bankastjóra og í vetur bauð ég upp á siðfræðinámskeiðið Siðfræði handa Gunnari, siðfræði fyrir forystufólk í stéttarfélögum.

Starfsfólk á leikskólum og á geðsviði hefur verið duglegt við að mæta en því miður skráði sig enginn bankastjóri árið 2007 og enginn frá stéttarfélögunum í vetur. Ég veit því ekki hvort ég nenni að halda svona námskeið núna, en ef ykkur ágætu sjálfstæðismenn langar ógeðslega mikið að taka námskeiðið Margur verður af aurum api, siðfræðinámskeið fyrir sjálfstæðismenn þá gæti ég svo sem látið til leiðast.

Endilega sendið mér línu ef ykkur langar mjög. Wink

JB


mbl.is Framhaldið í höndum formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hekla Sól Ásdóttir

Margur verður af aurum api, siðfræðinámskeið fyrir VG og sjálfstæðismenn drífa í því.

Þarf að múta stjórnmálamönnum til að fyrirtæki í landinu fái vinnufrið og fái að dafna og færa út kvíarnar án þess að stjórnmálamenn og flokkar ráðist á þau bæði á þingi og í fjölmiðlum ef þú greiðir ekki í flokk minn munum við gera allt til að þitt fyrirtæki muni bera skaða af.

 

 Hversvegna verða stjórnmálamenn brjálaðir ef þeir fá ekki framlög frá fyrirtækjum

Ef sumir fá ekki það sem þeir vilja eins og 300 þús Silfur, þurfa þeir þá að hefna sín á þeirri atvinnustarfssemi og rakka hana svo niður eins og Ítalskur stjórnmála maður frá Sikiley.?

   Úlfur í sauðagærum.

 ,,Kryddsíld 31.desember 2007Steingrímur J.Sigfússon segir: 

Má ég stjórnandi gera athugasemd við eitt…                                                                                                       Það er umgjörð þessa þáttar, það var rætt eftir þáttinn í fyrra að eitt tiltekið stórfyrirtæki væri kosta þáttinn sérstaklega.

Það eru mér mikil vonbrigði að sá háttur sé hafður á áfram. Ég velti því fyrir mér fyrir þáttinn hvort ég ætti að mæta yfir höfðuð í þáttinn við þessar aðstæður. 

 Ég ákvað að rjúfa ekki hefðina og ákvað að mæta.

 Ég mótmæli því að pólitískir foringjar þessa lands séu boðnir til að gera upp árið pólitískt og rökræða um stjórnmál og eitt tiltekið stórfyrirtæki í landinu reyni að slá eign sinni á þær umræður. "

 Þetta tiltekna stórfyrirtæki er Alcan á Íslandi sem bæði í fyrra hitti fyrra og nú í ár kostaði Kryddsíldina.

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG hikaði hinsvegar ekki við að biðja Alcan á Íslandi um styrk upp á 300 þúsund krónur fyrir alþingiskosningarnar 2007.

Hér er á ferðinni ólýsanleg hræsni og enn eitt dæmið um að orð Steingríms J. Sigfússonar eru innantómt gjálfur, dylgjur og vitleysa sem enginn maður á að taka mark á.

 

 

Í framhaldi af þessu lak þessi beðni út í miðla Steingrímur hringdi svo í fjölmiðlafulltrúa Alcan og hellti úr skálum reiði sinnar en hann átti enga sök á leka þessu hún kom frá öðrum leiðum.

Það má lika spyrja hvort líka hafi verið hringt í Alcoa

Starfsmenn Alcans hafa kalla þetta sín á milli mútur í gríni, en í hvert skipti sem Kryddsíld er flutt og formenn flokkana bjóða þjóðinni gleðilegt nýtt ár fá starfsmenn Alcan skítkast frá Steingrími.


Geiri á Goldfinger, segist hafa styrkt alla stjórnmálaflokka undanfarin ár. Mikið hefur verið rætt um 300 þúsund króna styrkt Baltic sem er fyrirtæki Geira . ,,Hann segist hinsvegar hafa styrkt alla flokka og meira að segja Vinstri græna. Síðan hafa þeir ekkert sagt né til þeirra sést.”

Hekla Sól Ásdóttir, 10.4.2009 kl. 23:08

2 identicon

Ég væri nú alveg til í að fá svar við spurningunni "Hversu mikið er nóg?" og gjarnan fá rökstuðning fyrir hvernig sú niðurstaða er fundin.

Gulli (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 09:55

3 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Eins og þú sérð þá er mikil þörf á siðferðisnámskeiði. En fyrst þarf að senda áköfustu stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í áfallahjálp. Ég þekki það í gegnum vinnufélaga í gegnum tíðina og kollega sem stutt hafa Flokkinn í gegn um súrt og sárt. Það er bara einn Flokkur í þeirra augum. Ég spurði einn Flokksmann um daginn hvort hann hefði aldrei hugleitt að styðja annað, þegar hugmyndafræðin væri horfin, stefnan týnd og reikningurinn sendur á okkur launafólk, þetta var fyrir fjármálaskandalinn. Ég hélt að ég hefði náð sambandi, en svo rauk hann í burt. Öskraði nei aldrei og í leiðinni burt þetta venjulega ,,þið helvítis kommarnir ykkar....".

Námskeiðið  ,,Líf án Flokksins" er vissulega þarflegt.  Tólf spor það er of bratt að fara strax í siðferðið.

Rúnar Sveinbjörnsson, 11.4.2009 kl. 10:38

4 identicon

Jóhann hefur þú reynt að múta Stjórnmálamönnum og Bankamönnum til að koma á þessi námskeið

Ef þú gerir það þá er ég viss um að það verður allt fullt hjá þér

ingo sk (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 10:52

5 identicon

Siðferði mótast fyrts og fremst af þeirri menningu sem það er iðkað í, og í annan stað af þeim tíðaranda sem ríkir á hverjum tíma, í hverri menningu fyrir sig. Af því leiðir að raunverulegt siðferði er ekki ti, l heldur tísku siðferði. Því vil ég vitna í Aleister nokkurn Crowley "do what thou want is the whole of the law"

Grímnir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 11:30

6 Smámynd: Geir Guðjónsson

Sæll, Jóhann.

það er gott til þess að vita að til eru þeir sem eru þess umkomnir að leiðbeina lærðum sem leikum vandrataðan stíg meðalhófs og siðbótar, ekki veitir af. Þar sem þú kýst að nefna til hópa manna sem öðrum fremur þarf á slíkri tilsögn að halda, væri gaman að heyra á hverju slíkt mat er grundvallað. Ef grundvallar atriði  eru notuð við slíkt mat t.a.m. reglur um frá hverjum einn stjórnmála flokkur þiggur styrki, veitir samfylkingar forystu ekki af þinni handleiðslu. Ef önnur gildi eru notuð , svo sem hámarks upphæð einstakra styrkja, er spurningin vitanlega  sú hvar þau mörk liggja og þá hver er þess umkominn að skera úr um það. Ef hámarks leyfileg upphæð er t.d. 5.000.000.kr. en allt þar yfir siðferðilega of hátt er þar komin aflausn til handa samfylkingunni. En spurningin er, hver skrifar uppá það aflátsbréf.......

kv.   Geir Guðjónsson

Geir Guðjónsson, 11.4.2009 kl. 12:38

7 Smámynd: Jón Sigurðsson

Námskeiðið " sá hlær best sem síðast hlær" Verður vinsælt því það verður byggt upp af þeim sem lifa af pólitískar líðskrumsspregjur. Vonandi verður þú enn á lífi til að stýra því.

Jón Sigurðsson, 11.4.2009 kl. 22:40

8 Smámynd: Jón Sigurðsson

auðvitað er n í sprengjur

Jón Sigurðsson, 11.4.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband