Þannig mismuna borgaryfirvöld þegnum sínum

Í Velvakanda Morgunblaðsins í dag á bls. 41 er grein þar sem m.a. er sagt frá þvi hvernig borgaryfivöld láta sig ekki muna um að fella niður 17 milljóna skuld eins félags í borginni á meðan annað sem sótti um 200.000 kr styrk eða svo fær kr. 0. Kíkjum á brot úr greininni:

" Svo finnst mér hneykslanlegt að þau börn sem ætla að láta ferma sig á borgaralegan hátt fái engan styrk í ár. Samtökin Siðmennt, sem sjá um þessa athöfn og halda frábær námskeið, hafa fengið styrk undafarin ár en fá hann ekki í ár. Í þessum skrifuðu orðum er verið að fella niður skuld hjá ágætri kirkju um 17 milljónir, á meðan er Siðmennt hafnað um styrk. Hvar er jafnræði gagnvart börnum? Í lokin ætla ég að vekja athygli á því að sum þessara fermingarbarna eiga litla sem enga fjölskyldu og koma frá efnalitlum fjölskyldum."

En þess má geta að sá styrkur sem um ræðir til Siðmenntar hefur verið veittur árin 2006-2008 til þess að greiða niður húsaleigu vegna undirbúningsnámskeiða og athafna borgaralegrar fermingar. Þessi styrkur borgarinnar hefur því runnið beint til fjölskyldna þátttakenda til að lækka þann kostnað sem í fermingarstússinu felst.

En núverandi borgaryfirvöld hafa semsagt ekki efni á að styðja við þær rúmlegu 100 fjölskyldur sem taka þátt í borgaralegum femingum með um 1500-2000 króna framlagi á fjölskyldu til þess að lækka húsaleigu á aðstöðu fyrir námskeið og athafnir, en hafa efni á að punga 17 millum í ríkiskirkjuna sem fær endalausa peninga frá ríki og borg og kann greinilega ekki að fara með þá.

Ef þetta er ekki bruðl þá veit ég ekki hvað.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Eruð þið með fermingar"stúss"hjá Siðmennt?

Ég hélt að þið höfnuðuð öllum trúarlegum gildum.

Fyrst svo er ekki getið þið þá ekki nýtt ykkur fermingar þjónustu kirknanna ?

Benedikta E, 9.4.2009 kl. 20:29

2 Smámynd: Jóhann Björnsson

Elsku Benidikta E.

Við skulum ekki gleyma aðalatriðinu: Langholtskirkja fær gefins 17 milljónir af almannafé fyrir að hafa klúðrar fjármálunum sínum. Hvaða félag í borginni væri ekki til í eins og örlítið brot af þeirri upphæð? Er þetta ekki enn ein fjármálaspillingin í pólitíkinni?

Jóhann Björnsson, 10.4.2009 kl. 01:03

3 identicon

Akkúrat, af hverju eruð þið með fermingu hjá siðment? Bara til  að fá gjafirnar? Hvaða bull er þetta eiginlega? Annaðhvort eruð þið utan kristinnar kirkju eða innan. Þið getið ekki leyft ykkur að troða uppá börnin ykkar einhverri athöfn sem ekki er til í ykkar ,,vantrú''. Eða hvað?

Eða er eini tilgangur ykkar að hafa fé af skattborgurum í einhverjum annarlegum tilgangi? Ykkar tilvist (þ.e. Siðmennt) hefur gjörsamlega misst marks. Það hafið þið félagar séð um sjálfir án nokkurrar utanaðkomandi aðstoðar!

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 02:16

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

"Borgaraleg ferming" jafnast á við manndómsvígslu, nokkuð sem að unglingar í öllum samfélögum heims upplifa til að stíga skrefið inn í heim fullorðinna. Ákveði barnið að stíga þetta skref innan kirkjunnar eða utan, hlýtur náttúrulega að vera ákvörðun barnsins. Ástæður slíkrar ákvörðunar geta verið ólíkar. Unglingar vilja vera viðurkenndir í fullorðinna manna tölu og fullorðnir vilja viðurkenna unglinga, en til þess að öðlast þessa viðurkenningu þurfa viðkomandi einstaklingar að standast ákveðna þolraun.

Hjá kirkjunni er það námskeið og vígsla. Hjá Siðmenn er það námskeið og vígsla. Formið er það sama, en innihaldið ólíkt, þar sem að Siðmennt er ekki eingöngu fyrir Kristna, heldur einnig fyrir einstaklinga úr öðrum trúarhópum sem ná til dæmis ekki að mynda hóp á Íslandi þar sem fáir eru til staðar, og einnig fyrir þá einstaklinga sem eru utan trúarbragða, en vilja samt lifa í sátt með öðru fólki í samfélaginu.

Forsendur borgaralegrar fermingar eru traustar og byggðar á mannlegum gildum sem okkur ber að virða. Rétt eins og mannréttindi ná til allra, nær borgaraleg ferming til allra - en útilokar engan. Þú getur jafnvel verið Kristinn og fengið borgaralega fermingu - sértu ekki tilbúin(n) til að viðtaka strax Kristna trú.

Hrannar Baldursson, 10.4.2009 kl. 11:38

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég hélt að takmark Siðmenntar væri að rjúfa tengsl ríkis og kirkju. Samkvæmt þessari færslu vill Siðmennt bara líka komast á spenann.

Ragnhildur Kolka, 10.4.2009 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband