25.3.2009 | 19:44
Á maður þá ekki að leggja allt traust sitt á guð?
Hér kemur smá pæling fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á trúarheimspeki.
Á mbl.is birtist eftirfarandi frétt:
"Túnískur flugmaður hefur verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar eftir að hann lét neyðaráætlun flugfélags síns lönd og leið er flugvél sem hann stjórnaði hóf að missa hæð árið 2005.
Í stað þess að senda út hjálparbeiðni til flugturnsins lagðist flugmaðurinn á bæn. Atvikið átti sér stað um borð í vél flugfélagsins Tuninter úti fyrir strönd Sikileyjar og er rakið til þess að vélin hafi verið við það að verða bensínlaus.
Flugmaðurinn lenti síðan vélinni á hafi úti fyrir Sikiley en í nauðlendingunni létu 16 af 39 farþegum og áhafnarmeðlimum um borð lífið.
Í dómi yfir manninum segir að hann hafi bæði brotið reglur um viðbrögð í neyð með því að senda ekki út hjálparbeiðni og tekið ranga ákvörðun er hann ákvað að lenda á hafi fremur en að reyna að komast til næsta flugvallar."
Þetta atvik vekur óneitanlega upp þá spurningu hvort rangt sé að leggja allt traust sitt á guð þegar maður er staddur í vanda? Ef ekki í svona tilvikum hvenær þá í ósköpunum er ástæða til þess að treysta á guð. Það er spurning dagsins.
Gangi ykkur vel að svara.
JB
Snéri sér til Guðs en ekki flugturnsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Júrí Gagarín á að hafa verið spurður á blaðamannafundi hvort hann hafi ekki beðið til Guðs þegar hann sveif um himingeiminn. Hann svaraði því neitandi. Og bætti svo við: „Ég legg meira upp úr því að græjurnar séu í lagi.“
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:10
"Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur" - leggst , t d , ekki á bæn inni í brennandi húsi.
"Treystið Guði og látið púðrið ekki vökna" var og sagt forðum ;)
Ætli allt eigi sér ekki réttan tíma og réttan stað?
Hlédís, 25.3.2009 kl. 20:38
Þessi glæpsamlega og vitfirringslega hegðun gerir það engan veginn ótækt fyrir trúfólk að leggja allt sitt traust á guð. Menn gera sitt besta, eins og þeir þekkja best til, og leggja síðan útkomuna í hendur guði.
ábs (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:00
Vó vó, alveg bannað að afskrifa trúarbrögðin svona fljótt.
Við vitum náttla ekki hvað hann bað guð um í þessari bæn sinni.
[Lesist með dágóðum skammt af kaldhæðni og helst eftir að hafa hlustað á "Eddie was friend of mine" með Steven Wright... "Eddie was a friend of mine, he died breaking a wishbone... nobody knows if it was an accident or suicide... they don't know what he was wishing for"]
Hlynur (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 00:11
Með öðrum orðum: Spurningin hvort rétt sé að leggja allt sitt traust á guð þegar maður er í vanda er ekki nógu nákvæm. Hún vekur a.m.k. aðra spurningu: Hvað felst í því að leggja allt sitt traust á guð þegar maður lendir í vanda? Margir trúmenn myndu neita því að í því fælist að afsala sér skyndilega þekkingu sinni, aðstoð annarra manna og þeim verkfærum sem tiltæk eru. Þeir myndu segja að maðurinn ætti að grípa til þessa alls og biðja til guðs í leiðinni - leggja það í hans hendur að allt blessist.
ábs (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 00:28
Þetta leggur línurnar með að bænir séu useless bull, faktískt ólöglegt að leggja fólk í lífshættu með bænastagli.
Enda er það sannað að ekkert klikkar jafn mikið og bænir... bænir eru fyrir klikkhausa; Face it
DoctorE (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 09:28
Það hefur hver sínar "hugmyndir" um bænina og það verður ekki frá neinum tekið.
Sumir trúa á aðrir á og aðrir á og endalaust má telja upp en hvort þeir ákalla þá alla í bænum sínum veit ég ekki.
En svona í lokin; Lán að DoctorE var ekki farþegi þarna
Páll A. Þorgeirsson, 26.3.2009 kl. 10:30
Þar sem þessi flugmaður hefur líklega verið múslími hefði hann átt að fara eftir gamla málshættinum sem hver múslími þekkir og kenndur er við Rumi; "Treystu Guði en tjóðraðu kameldýrið þitt."
Ég þekki ekki til neinna trúarbragða sem boða það að lögmál náttúrunnar hætti að virka við bænahaldið eitt og sér. Bænir eru ætlaðar til að styrkja einstaklinginn til að mæta "lögmálum" þessa lífs af meiri styrk og þolgæði, ekki til að flýja þau.
Svanur Gísli Þorkelsson, 26.3.2009 kl. 11:07
Það er ástæða fyrir því að söfnuðir Slönguklappara (Snake-Handlers) eru litlir. Hún er sú, að það eru ákaflega fáir sem kjósa að skipta út heilbrigðri skynsemi fyrir blinda trú.
Þessi flugmaður hefur hugsanlega verið persónulega illa undir neyðarástand búinn, þótt hann hafi notið faglegrar þjálfunar. Við vitum það ekki, enda fer greinastúfurinn ekki þetta djúpt í sálarlíf mannsins.
Dæmi Jóhanns sannar aðeins eitt í mínum huga. Að hægt sé að leiða hestinn að tjörninni, en að ómögulegt sé að neyða hann til að drekka, ef hann vill það ekki sjálfur.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 18:37
Hvenær á að treysta á Guð, spyr Jóhann.
Traust á Guð er lífsafstaða, ekki björgunarbelti. Að eiga stefnu sem horfir út fyrir núið en gleymir því ekki sem er allt um kring.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.