Dapurt í landi skoðanafrelsis?

 Kjartan nokkur Jónsson prestur flutti pistil í Hafnarfjarðarkirkju þann 22. mars s.l. þar sem hann greindi frá sorg sinni yfir félaginu Siðmennt.

"Það er því dapurt hve mikinn hljómgrunn lítil samtök eins og Siðmennt hafa meðal þjóðarinnar sem reyna allt sem þau geta til að grafa undan trúverðugleika kirkjunnar og iðkunar kristinnar trúar á opinberum vettvangi þjóðfélagsins. Þeirra æðsta viðmið er maðurinn og skynsemi hans, sem er mjög brigðul eins og sagan sýnir."

Sjá ræðuna í heild sinni á slóðinni http://tru.is/postilla/2009/3/lifid-fra-odru-sjonarhorni

Ég spyr hvort það sé ekki bara gott í lýðræðislegu samfélagi að ekki séu allir sammála og að við skiptumst á skoðunum? Ég get ekki séð neitt dapurt við það.

Hvað finnst ykkur kæru lesendur?

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Prestar skiptast ekki á skoðunum, þeir prédika.  Kjartan Jónsson færi líklega að gráta ef hann þyrfti að skiptast á skoðunum við þig um þetta mál.

Matthías Ásgeirsson, 23.3.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Annaðkvöld klukkan 21:00 (held ég) á Rás 1.  er þessum umræðum sem Kjartan Jónsson vitnar í útvarpað, ég er sökudólgurinn um að hafa komið Siðmennt inní þá umræðu, en þar talaði ég um nauðsyn þess að Siðmennt hlyti sömu réttindi og trúfélög til þess að geta tryggt sínum meðlimum sáluhjálp í lífsins mótbyr.

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.3.2009 kl. 21:13

3 Smámynd: arnar valgeirsson

jamm, sumum finnst gott að trúa á að eitthvað/einhver sé óbrigðull. verði þeim að góðu.

ef maður á ekki að höfða til skynseminnar, hvers þá? en ég held að trúaðir séu yfirleitt ekki að agnúast út í siðmennt, fremur en að siðmennt sé að agnúast út í trúnna, þannig lagað.

arnar valgeirsson, 23.3.2009 kl. 21:36

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það hefur nú töluvert skort á gagnkvæmu umburðarlyndi bæði hjá Siðmennt og kirkjunni, ég er á því að lætin frá Vantrú útaf jólahaldi í skólum hafi gert prýðismenn  einsog hann Kjartan Jónsson tortryggna gagnvart öllum trúleysingjum og þar með húmanistum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.3.2009 kl. 22:05

5 Smámynd: Kristján H Theódórsson

"Lætin frá Vantrú"?  Eru það einhver læti að fara fram á að trúfrelsis og jafnræðisákvæða sé gætt í opinberum stofnunum.

Eru það kannske "læti" í lögrsglunni að stoppa bifreiðar sem aka yfir löglegum hámrakshraða?

Kristján H Theódórsson, 24.3.2009 kl. 00:18

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er nauðsynlegt í lýðræðisríki að fólk skiptist á skoðunum og sé ekki sammála um alla hluti. Ég sé ekkert dapurt við það.

Því miður finnst mér samt s.k. umræða frá fulltrúum Siðmenntar eða Vantrú einkennast að því að gera lítið úr trú kristinna manna og öllu því sem tengist kristni á Íslandi, þ.m.t. Þjóðkirkjunni. Orðfærið er oft á tíðum í formi heiftar og ofsa og ekki fulltrúum húmanista til framdráttar sem oftar en ekki vilja kenna sig við siðferði og siðgæði. Hatur í garð kristinna er s.s. ekki nýtt af nálinni.

Þetta er mín skoðun en umræðan er góð á meðan hún er málefnaleg.

Guðmundur St Ragnarsson, 24.3.2009 kl. 12:09

7 identicon

Sæll Jóhannes

Ég er ekki hrifin af því að það sé verið grafa undan trúverðugleika kirkjunnar, en sjáðu til ég er reyndar í Óháða söfnuðinum, og algjörlega óháður söfnuðinum og söfnuðurinn algjörlega óháður mér. Kristin trú á rétt eins og önnur trú (trúarbrögð) á rétt á því að fá að heyrast, svo og einnig öll gagnrýni, en Siðmennt á ekki að vera í einhver dómstól og/eða vera í því að banna allt. 

Sjáðu til ég mótmæli Zíonisma, og styð Jews Against Zionism , Jews Not ZionistNeturei Karta og REAL JEW NEWS í þeirra mótmælum gegn Zíonisma og ekki er ég hræddur eða í sorg yfir því, og afhverju ættu menn fara í einhverja sorg eða vera hræddir við svara þessari Siðmennt? 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 14:25

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"ég er á því að lætin frá Vantrú útaf jólahaldi í skólum"

Hvaða læti ertu að tala um?

Matthías Ásgeirsson, 24.3.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband