Ung vinstri græn fá fullt hús stiga

Vel heppnuðum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs lauk síðdegis í dag. Mörg góð mál voru tekin á dagskrá og var að fjöldi þeirra samþykktur. Ef svo fer að VG verður í ríkisstjórn eftir kosningar munum við sjá mikla breytingu til batnaðar á ýmsum sviðum þjóðfélagsins.

Eins og gengur og gerist í stórum og öflugum stjórnmálaflokki takast einstaklingar og hópar á málefnalega. Sjálfur hef ég aldrei samsamað mig einni "klíku" innan flokksins annarri fremur, en ég held að ég verði að viðurkenna að helst höfðaði kröftugur og málefnalegur málflutningur ungra vinstri grænna til mína á þessum landsfundi. Það er því full ástæða til þess að vekja athygli á síðunni þeirra www.vinstri.is

Ekki slæmt að vera ungur vinstri grænn í anda. Wink

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Já þetta var góður landsfundur og sú mikla málefna vinna sem unnin var innan UVG fyrir landsfund á fjölmörgum opnum fundum, vinnufundum og vinnu innan stjórnar borgaði sig loksins! Ég er fegin að tilheyra loks flokki sem styður raunverulegt trúfrelsi í raun!

Elín Sigurðardóttir, 22.3.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ein spurning.

Í dag eiga Íslendingar völ á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á og svo sega lög sem vor sett í tíð sjálfstæðismann.  Í stefnu yfirlýsingu VG segir að 

...tryggjum aðgang allra að góðri heilbrigðisþjónustu...

Af hverju ekki "bestu" eins og Sjálfstæðismenn gera?   Er þetta undanfari meiri niðurskurðar VG í heilbrigðismálum? 

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.3.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband