Hvað vita heimspekingar um þroskaþjálfun?

Undanfarnar vikur hef ég haft í nógu að snúast við að ræða um möguleg hlutverk heimspekinnar innan hinna ýmissu starfsgreina. Fyrir jólin kenndi ég siðfræðinámskeið fyrir starfsfólk leikskóla og núna fyrir ekki svo löngu síðan, á starfsdegi Þroskaþjálfafélags Íslands ræddi ég hlutverk heimspekinnar í störfum þroskaþjálfa.

Í auknum mæli er farið að skoða störf ýmissa starfsstétta út frá sjónarhóli heimspekinnar. Það kann að vera gagnlegt, það getur stundum verið skemmtilegt (burtséð frá allri gagnsemi) og stundum getur það beinlínis verið bráðnauðsynlegt (samanber fjölmög siðferðileg álitamál sem fólk þarf að takast á við í störfum sínum)

Það sem ég ræddi meðal annars og tengist störfum þroskaþjálfa hafði m.a. með afstöðu heimspekinga að gera til fagmennsku, um það að vera manneskja, um rétt og rangt og erfiðleika við ákvarðanatökur og einnig var þeirri spurningu varpað fram á hvern hátt hamingjan kynni að skipta máli, bæði fyrir fagfólk og skjólstæðinga þeirra. 

Stefni ég að því að erindi mitt verði síðar fullskrifað sem grein til birtingar en það verður að bíða betri tíma.

En næsta verkefni er þegar komið á dagskrá um næstu helgi þar sem ég verð með innlegg inn í umræður starfsfólks við menntavísindasvið H.Í. Innlegg mitt kalla ég "En hvað um hamingju barna?" og fjallar um stöðu barna og unglinga í efnahagsþrengingum.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband