Þvílíkur draumur, nú lætur maður vekjaraklukkuna hringja kl. 3 að nóttu og skellir sér í Hagkaup

Forsvarsmenn Hagkaupa haga sér eins og þeir hafi himnasendingu handa almenningi. Jú nú geta allir komið í Hagkaup í náttfötunum alla nóttina og keypt skyr og brauð og nammi í poka. þvílíkur lúxus, þvílík velmegun.

En hafa þeir svarað því hvað lengri opnunartími kostar og hver muni borga hann? Nei ég á ekki von á því enda hef ég grun um að það séu neytendurnir sem munu þurfa að borga fyrir lúxusinn með hærra verðlagi.

Ekki fer maður ótilneyddur að borga fyrir óþarfalega langan opnunartíma með hærra verðlagi. Ætli maður fari þá ekki bara sjaldnar í Hagkaup? Jú ég hugsa að ég reyni svona eins og hægt er að gera það.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar þá er þetta með opnunartíma og kostnaðinn af því ekki eins einfalt og gæti virst í fljótu bragði. Þó einhversstað séu mörrkin.

Ef þú átt verslun hefur hún verulegan fastan kostnað vegna húnsnæðis og lagers jafnvel þó hún sé aldrei opin. - Svo bara við að opna verslunina stutta stund daglega smellur inn nýr kostnaður svo sem ræsting, öryggisgæsla, fastur kostnaður við starfsmannahald og fleira. Þegar þetta er allt komið inn þarf viðbótaropnun ekki að kosta svo mikið á hverja klukkustund.

Ágætt dæmi um þetta er að ég man vel þegar Sjónvarpið sendi út stutta stund í viku (og stillimynd þess utan) og af einhverju tilefni var hávær krafa um að lengja útsendingartímann. Þá komu yfirmenn Sjónvarp RÚV með útreikning á hvað hver útsendingarstund kostaði og því hve svakalega dýrt yrði að auka útsendingartíma um hverja klukkustund.

Þennan kostnað fundu þeir með því að taka allan rekstrakostnað Sjónvarpsins og deila í hann með þáverandi útsendingartíma. Þannig fundu út hve feikna dýr hver útsendingarstund væri og gáfu sér að hver viðbótarsund yrði jafn dýr  -en ekki að mikið af kostnaðinum væri til staðar og breyttist ekki jafnvel þó aðeins væri sjónvarpað í nokkrara mínútur á dag og að viðbótartíminn kostaði lítið meira en að senda stillimyndina út fyrir utan höfundar- og innkaupakostað efnis.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.12.2008 kl. 22:38

2 identicon

Samála, setjum opnunartíma allra verslana líka í nefndina.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Landfari

Helgi Jóhann, þetta hlýtur samt að kosta helling. Þú er t ekki að tala um einhverja litla sjoppu þar sem þú getur fengi skólakrakka til að standa vaktina.

Hvað ætil það þurfi marga til að halda búðini opinni auk öryggisgæslu. Ef þetta er öll búðin í skeifunni hefði ég haldið að það þyrfti ekki færri en 20 menn í þetta. Allir á vaktaálagi og svo nátúrulega rafmagn og hiti þótt það séu ekki stórir liðir.

Söluaukningin er nánast engin. Hún flyst bara til. Það sem selt verður á nóttunni verður ekki selt aftur sama aðila daginn eftir eða selt í 10-11 sömu nótt sama aðila.

Ef þeim fjölgar sem versla á nóttunni hlýtur þeim að fækka sem versla á daginn.

Landfari, 2.12.2008 kl. 09:09

4 identicon

Það er bara verið að fó fólk til að versla meira. Og þessa lán hjá Hagkaupum, þarna er verið að plata fólk því kreppan verður verri ef eitthvað er eftir áramót

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 10:24

5 identicon

Hef kíkt þarna tvisvar núna, og sé enga verðhækkun, en aftur á móti nóg af fólki að versla. Það eru að koma jól og margir að sinna hlutum seint og síðar meir. Hef á tilfinningunni að þetta margborgi sig alla vegana til að byrja með. Ég fer frekar þangað með meira úrval og annað en að eyða aleigunni í kókflösku í 10/11. Skil ekki annað en að 10/11 fari illa út úr samkeppninni. Nú ef þeir fara yfir um á þessu þá er það alla vegana tilraunarinnar virði. Sé ekki betur en kostirnir séu fleirri en gallarnir þessa daganna. Viðskiptavinafjöldi 10/11 hefur verið þó nokkur hingað til og því greinilegur markaður.

Bára Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:29

6 identicon

Þegar forsvarsmenn 10-11 fóru að hafa opið alla nóttina gáfu þeir það upp að kostnaðarhækkunin væri óveruleg vegna allra þeirra starfsmanna sem hvort eð er væru í búðunum á hverjum tíma við að fylla á oþh. (end verðlagið hvort eð er nógu hátt hjá þeim fyrir)

Síðan má líka benda á að verslunarhættir Íslendinga hafa breyst á undanförnum árum og það er talsverður hluti þjóðarinnar sem er starfandi á nóttunni og þ.a.l. mikið hagræði fyrir þá að geta verslað á þeim tíma þegar þeim hentar.

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband