Páskapælingin

Ekki er það ónýtt að hafa góða páskapælingu til að rökræða í fríinu og ég tala nú ekki um yfir lambasteikinni og páskaegginu

Nemendur mínir í heimspeki sem margir eru í 8. bekk hafa fengið að semja sínar eigin heimspekilegu pælingar í vetur. Og þar sem flestir þeirra eru að fermast í Bústaðakirkju um þessar mundir eru sumar pælingar þeirra trúarlegs eðlis. Hér kemur ein pæling eftir nemanda í 8. bekk sem þið ágætu lesendur getið tekist á við og endilega leyfið mér að sjá niðurstöður ykkar í athugasemdum:

"Af hverju á maður að fara eftir boðorðunum 10? Guð fyrirgefur manni hvort sem er alltaf."

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hárrétt pæling...siðferðisgrunn manneskjunnar er dýpri en hugmyndin um guð!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.3.2008 kl. 15:47

2 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

takk fyrir Jóhann.

þetta er sp.

hún lýsir hugarheimi unglingar.

ég er uppvís að því að ljúga að móður minni í þessari viku.

eitthvað sem ég man ekki eftir að hafa gert nokkru sinni.

hvað þá á fullorðinsaldri.

það komst að sjálfsögðu upp um mig á nokkrum dögum.

en hvers vegna var ég að ljúga?

jú sennilega til að losna við álagið sem mér fannst fylgja sp. hennar hvort ég væri búin að senda fermingakortin, ferming á næsta leiti og lítill tími til að undirbúa fermingu sonarins.

til að fría mig sp. sagðist ég vera búin að senda fermingakortin.

það komst upp um mig á tveimur dögum.

ég get hins vegar sagt frá því að ég var með samviskubit þar til að sannleikurinn kom í ljós.

hvað felst í fyrirgefningu?

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 20.3.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband