Karlar nauðga, konur stela og unglingar skemma

Þegar ég las frétt í morgun um jólakort Femínistafélagsins  þar sem segir frá ósk Askasleikis: "Askasleikir óskar sér að karlar hætti að nauðga" rifjaðist upp fyrir mér mín fyrsta alvöru pólitíska þátttaka. Það var þegar við nokkrir nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja héldum opinn borgarafund um skrif Víkurfrétta um unglinga í Grindavík. Hafði blaðið farið mikinn í alhæfingum sínum um hvernig unglingarnir höguðu sér. Einhverjar óspektir höfðu átt sér stað í Grindavík sem örfáir unglingar báru ábyrgð á en við vorum óhress með að Víkurfréttir settu alla unglinga undir sama hatt með þeim afleiðingum að ef grindvískur unglingur sást á rölti þá var talin hætta á ferðum. Skrifin voru alltaf á þá leið að skilja mátti að grindvískir unglingar væru allir eins.

Ég man við fylltum salinn af fólki, þarna mættu bæði unglingar sem vildu réttláta umfjöllun án alhæfinga, þarna mættu bæjarfulltrúar, kennarar, foreldrar og margir fleiri. Ritstjórar Víkurfrétta sátu síðan fyrir svörum.

Margir unglingar sem ég hef rætt við undanfarin ár tjá sig um að enn skrifi fjölmiðlar um unglinga eins og allir séu þeir eins, "að allir unglingar séu að skemma" eins og einn þeirra orðaði það, "á meðan vitað er að það eru bara nokkrir".

Mér varð hugsað til þessa þegar ég las kort feminista: "Askasleikir óskar sér að karlar hætti að nauðga". Margt í málflutningi feminsta er gott en þessi texti vekur mann til umhugsunar, ekki síst eftir að hafa barist gegn alhæfingum gegn öllum unglingum. Hvernig skilur fólk texta kortsins? Kannski er bara verið að meina einhverja tvo karla? Kannski marga karla, kannski alla karla? Það er ekki ljóst og á meðan það er ekki ljóst kann vel að vera að einhverjir líti á alla karla sem nauðgara rétt eins og farið var að líta alla grindvíska unglinga sem vandræðafólk. 

Það verður að viðurkennast að hér hefði þurft að vanda betur til verka. Ég á marga vini og pólitíska baráttufélaga innan Femínistafélagsins og styð mörg baráttumál femínista heils hugar, en félagið verður að gæta að orðalagi sínu þegar jafn viðkvæmt mál og nauðganir eru til umfjöllunar.

Maður getur velt því fyrir sér í framhaldinu hvort rétt sé að nota eftirfarandi setningar: "Konur eru þjófar" vegna þess að vitað er að einhverjar konur stunda þjófnað. "Þjóðverjar eru nasistar" vegna þess að vitað er að einhverjir þjóðverjar eru nasistar osfrv. 

Orðalag kortsins er ekki góðum málstað femínista til framdráttar og er það miður. Það er því ekki úr vegi að þið lesendur góðir komið með tillögur að því hvernig Askasleikir hefði getað sett fram ósk sína með orðalagi sem sátt getur verið um. Er ekki síðan bara að finna heppilegt orðalag og láta Askasleiki koma aftur í bæinn?

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

       Vel mælt minn kæri. 

Það jaðrar við nauðgun þegar svona er borið upp á mann.  Mér líður allavegana ill og er sár.  Ég mun þó áfram berjast við hið illa í sjálfummér og ekki nauðga neinum á nýja árinu frekar en fyrr ár.

Til lagan að jólakveðju feminsista/askasleikis gæti veriði á þessa leið "Gleðileg jól og takk fyrir árið sem er að líða.  Askasleikir"

Ég geri þau hér að mínum og bið að heilsa öllum sem vilja þekkja mig. 

Þórhallur (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 11:00

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hjartanlega sammála Þórhalli. Að hafa verið einstæður uppalandi og reynt að gæta að velferð afkomendanna á sem bestan máta finnst mér þetta síðasta útspil feminista fyrir neðan allar hellur og ef þær hafa einhverntiman át samhljóm í minni sál þá er það ekki lengur. Samt mun ég alltaf fylgja jafnrétti því að ég vil jafnrétti fyrir börnin mín af báðum kynjum en ekki það misrétti sem feminstar boða. Það að nota jólasveinanna sem áróðurstæki er eitt það smakklausasta sem hefur sést því að jólasveinar eru átrúnaðargoð barnana okkar á þeim aldri sem að þau líta á heimin sem eitt stórt ævintýri. Þess vegna er jólakveðja þeirra Gleðileg jól gott og farsælt nýtt ár með þökk fyrir árin sem eru að líða. Kv Askasleikir og allir hinir.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.12.2007 kl. 11:53

3 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Sæll þar sem ég er nú formaður félagsins sem lagði fram kvörtun vegna umrædds jólakorts langar mig að útskýra þér okkar hlið.

Okkur hreinlega ofbauð að allir karlmenn séu settir undir sama þak í jólakortinu því karlmenn eru í 97% tilfella þair sem nauðga. Það er ekki þar með sagt að 97% allra karlmanna sem nauðga. þessi 97% er einungis brot af karlmönnum því langflestir karlmenn eru ekki nauðgarar og því er þessi tala mjög villandi hún er sett upp eins og að það séu 97% allra karla sem nauðga.

Staðreyndin er sú að það eru um 4% íslendinga sem nauðga og þar af 97% karlar af þessum 4%. Hins vegar þykir okkur mjög ámælisvert og hreinlega viðbjóðslegt að tengja anda jólanna við nauðganir svo og að láta líta út eins og barn hafi teiknað kortið.

Svo kom talsmaður karladeildar feminista fram í fjölmiðlum og sagði að ekki væri um jólakort að ræða. Það má geta þess að 13 desember auglýsti feministafélagið þessi kort sem jólakort og hægt væri að kaupa þau 8 saman í pakka á 1500 krónur. Ég get ekki betur séð að þetta sé örvæntingarfull tilraun hans til að fela mistök þeirra og það er ekki til þess fallið að auka vinsældir feminista.

Ég vil taka það fram að kortin voru fleiri og mörg þeirra voru mjög vel unnin og ekkert út á þau að setja og ég styð málsstað þá feminista sem eru með hófsstilltan málsstað en ekki svona öfgar því um leið og það eru komnar öfgar inn í svona baráttu þá missir baráttan marks.

Að lokum vil ég benda ykkur á síðuna okkar á www.fafak.org  Gleðileg jól

Jóhann Kristjánsson, 23.12.2007 kl. 14:26

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég sem kona verð að viðurkenna að þessi herferð feminista er farin gjörsamlega úr böndum frá mínum bæjardyrum séð.  Því miður á hér sig stað öfgafullur áróður sem ég get ekki ekki tekið undir, sem mannesja sem vill jafnrétti. ég get þvi miður ekki tekið undir orð þessara ágætu kvenna, því þær eru langt í frá því sem ég tel vera jafnrétti.  En það er bara mín skoðun.  'Eg segi við þurfum að taka til í okkar eigin ranni og skoða hvort þar er ekki eitthvað sem við þurfum að taka á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2007 kl. 17:09

5 Smámynd: halkatla

vó voðalega eruði eitthvað skynsöm! (þessi jólakort ráðast á einn hóp manna - s.s karlmenn, er það ekki eitthvað sem femínistar ættu að vera brjálaðir útaf? það er sko rétt að herferð þeirra er farin algjörlega úr böndunum...)

halkatla, 23.12.2007 kl. 17:15

6 identicon

Fyrir utan það að þetta jólakort er mjög taktlaust og fordómafullt. Þá er það eins og menn hafa bent á hér og annars staðar, mjög ósmekklegt að tengja börn og jól við áróður sem snertir erfiða og flókna umræðu um ofbeldi. Sama hvort það er á vefnum eða á pappír.
Þetta er líka mjög slæmt fyrir ímynd Femínistafélagsins og femínista almennt sem annars hafa gert góða hluti. Því nú fá þeir eins og karlmennirnir á sig stimpil sem lýsir alls ekki (og sem betur fer ekki) menginu í heild sinni.

Mási (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 01:09

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Elísabet segir: „Þetta jólakort er ekki til og hefur aldrei verið gefið út.“

Þótt ekki hafi umrætt kort verið prentað á pappír, er hér óneitanlega um jólakort að ræða. Rafrænt jólakort.

Hvenær hefur efni verið gefið út? Þegar því hefur verið dreift til almennings.

Þegar eitthvað hefur verið sett á netið, aðgengileg öllum, telst það útgefið.

Þ.a.l. er þetta jólakort sem gefið hefur verið út.

Brjánn Guðjónsson, 24.12.2007 kl. 01:48

8 identicon

Svona voru jólakortin kynnt á Femínista póstlistanum 11. Des:

Ágætu femínistar,

Nú fara jólasveinarnir að tínast í bæinn og þá er tilvalið að skella myndum af þeim á bloggsíður eða senda til vina og vandamanna. Þeir eru hér í stafrænu formi http://www.feministinn.is/anno2006/jol06/jol06.html og ég minni einnig á að kortin fást í Hljómalind, 1500 krónur fyrir átta kort (átta jólasveinar í pakka).

Kv,

Silja Bára sem þakkar ASÍ fyrir að forgangsraða fyrstu ósk jólasveinanna í kjarabaráttunni!

Fransman (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 10:53

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er einfalt að orða þetta: Askasleikir óskar sér að nauðgarar hætti að nauðga. En kannski finnst (sumum) konum að þá vanti eitthvað, það er hina almennu ádeilu á karlmennina, en til þess var  þessi leikur einmitt gerður.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.12.2007 kl. 11:04

10 identicon

Kæra Elísabet

Ég vildi óska að konur væru málefnalegar. Ég vildi óska að konur væru skynsamar. Ég vildi líka óska að femínistar væru hlyntir jafnrétti. Ég vildi óska að femínstar gerðu sér grein fyrir að jafnstaða og jafnrétti fara ekki saman.

En eitt er mér hulin ráðgáta. Úr því að karlar nauðga, af hverju er ekki rétt að klæða strákana á fæðingardeildinni í bláan lit nauðgarans og stelpurnar í bleikan lit fórnarlambsins þannig að stelpurnar geti strax lært að varast drengina og starfsfólk þegar hafist handa við að kenna drengjunum að hætta að nauðga?

Hvenær má aðgreina kynin og hvenær ekki?

Og hvenær er rétt að tala um stjórnarforkonu (sbr. jólakort Stúfs) og hvenær er rangt að tala um kennslukonur og þingkonur?

Og að lokum, hvers óskar Kertsníkir sér á útgefna kortinu úr því að Askasleikir er búinn að "stela" jólaóskinni hans úr netheimum?

Haukur (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband