29.7.2010 | 10:48
Ríkisstjórnin, mannréttindin og vatnið
Þetta er "blaut tuska" ríkisstjórnar Íslands framan í þá sem takmarkaðan aðgang hafa að hreinu vatni. Ef eitthver metnaður er í fjölmiðlum er næsta skrefið að fá ráðherrana til að svara eftirfarandi spurningu og færa rök fyrir svari sínu:
Er aðgangur að hreinu vatni með mikilvægustu réttindum sem nokkur manneskja hefur?
Ef ráðherrarnir svara með "neii" þá er hjáseta skiljanleg en ef svarið er "já" þarf að kafa eitthvað dýpra ofan í vitund (eða vitundarleysi) þeirra.
Jæja fjölmiðlamenn "go for it".
JB
Ísland sat hjá á þingi SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það kemur mér ekkert á óvart þótt fulltrúar Íslands hafi setið hjá. Það er augljóst að íslenzka ríkisstjórnin er að þóknast einhverjum með því, nefnilega þeim öflum sem finnst að fjölþjóðleg fyrirtæki eigi að hagnast á sölu vatns í 3. heims löndum.
En svo er annað mál, hvort samþykkt ályktun frá SÞ skipti nokkru máli fyrir þau þjóðarbrot sem um ókomna framtíð munu ekki hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni, hvað þá hreinlætisaðstöðu.
Vendetta, 29.7.2010 kl. 12:36
Hvað sögðu þeir í fréttum sem afsökun... þeir eru búnir að vera 15 ár að koma með þessa tillögu... En ísland ætlar að bíða eftir annarri tillögu... hvað tekur það mörg ár?
DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 20:58
Ef þessi tillaga Allsherjarráðsins, sem nú hefur verið samþykkt, hefur tekið 15 ár og stór hluti Evrópulanda sat hjá vegna þess (skv. fréttinni) að a) ályktunin var samin í flýti, b) ályktunin skuldbatt ekki þjóðirnar og c) ályktunin innihélt ekki allar tillögur allra aðildarríkja, þá held ég að ályktunin frá Mannréttindaráðinu verði lögð fram í lok marz eða byrjun apríl árið 2134.
Vendetta, 29.7.2010 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.