Er allt leyfilegt í skólastarfi sem ekki er beinlínis skaðlegt (um málþing 8. maí)

 Laugardaginn 8. maí n.k. heldur Siðmennt málþingið Veraldlegt samfélag - gildi þess og framtíð í Öskju Háskóla Íslands kl. 10.00-14.00. Flutt verða fimm erindi auk pallborðsumræðna. Ég mun flytja erindi sem ég kalla Er allt leyfilegt sem ekki er beinlínis skaðlegt, hugleiðingar um skólastarf á villigötum og skeytingarleysi menntayfirvalda.  Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Ég var rétt í þessu að senda frá mér smá upplýsingar um það hvað ég mun fjalla um með eftirfarandi orðum:

„Það er svo þægilegt að vera ósjálfráða" skrifaði Immanuel Kant í stuttri grein árið 1784 um leið og hann hvatti fólk til þess að hugsa sjálfstætt. Þegar litið er til skólastarfs á Íslandi á sjónarmið Kants á ósjálfræði fullt erindi. Þeir sem hafa séð ástæðu til að hugsa sjálfstætt og gagnrýna skólastarf  hafa  of oft verið litnir hornauga og fengið viðbrögð á borð við þessi:  „Hva,  það skaðar nú ekki börnin þó......."

Vegna þess hversu algeng þessi viðbrögð eru er ástæða til þess að spyrja hvort allt eigi að vera leyfilegt í skólum landsins sem ekki er beinlínis skaðlegt. Í því samhengi mun sjónum einkum verða beint að trúarlífi innan skólanna, gagnrýnisleysi skólastjórnenda sem oftar en ekki eru „þrælar" gamalla hefða, skort á fjölmenningarlegri færni og síðast en ekki síst skeytingarleysi menntayfirvalda á skólastarfi.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér Jóhann, kemst því miður ekki. Þætti gott að fá að lesa erindið samt.

bkv

Gunnar W

sandkassi (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband