Smá hugmynd fyrir auðjöfra í hamslausri "pissukeppni"

Á sama tíma og biðröðin hjá Mæðrastyrksnefnd hefur aldrei verið lengri en núna fyrir jólin hefur samkeppni ýmissa íslenskra auðjöfra eða "pissukeppni" eins og sumir kjósa að kalla samkeppnina aldrei verið meiri í veisluhöldum. Einn reynir að toppa annan í að greiða misgóðum skemmtikröftum sem mest þeir mega. Markmiðið með þessum nýársveislum virðist fyrst og fremst felast í því að eyða sem mest af peningum, burtséð frá því hvort eitthvað vit sé í því sem fengið er fyrir aurana. Og ekki hvarflar að neinum að setja fólkið í biðröðinni hjá Mæðrastyrksnefnd á gestalistann.

En nú er komin fram ágæt hugmynd sem auðjöfrarnir gætu pælt í. Þetta vandamál, þegar samkeppnin fer úr böndunum er ekkert ný. Í Fréttablaðinu í dag var nefnilega greint frá því að vestur í Bandaríkjunum hefur samkeppnin í barnaafmælum gjörsamlega farið úr böndunum hve íburð varðar. Foreldrar þar vestra hafa því tekið sig saman og ætla að "afvopnast" í metingi sínum um íburðamestu afmælisveisluna. Stinga samtökin upp á því að foreldrar fylgi ákveðnum reglum til þess að stuðla að hógværari og streituminni veislum.

Er þetta ekki eitthvað sem veisluglaðir íslenskir auðmenn gætu gert, bundist samtökum um hógværar og streitulitlar hátíðir og kannski látið eitthvað í staðinn af aurunum sem þeir vilja losna við í góð málefni nú eða bara lækkað þjónustugjöld bankanna fyrir almenna viðskiptavini?

Þetta var nú bara svona smá pæling, vonandi getur einhver nýtt hana.

JB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....hinn rússneski eigandi Chelsea náði til sín nokkrum ríkisfyrirtækjum á
sínum tíma á réttum tíma og með aðstoð vel valinna manna og er nú einn ríkasti
maður heims. Ekki fer miklum sögum af "kaupverðinu" né heldur að öðrum hafi
verið leyft að bjóða þarna í fyrirtækin....neipp, þeim var skemmtilega komið
fyrir hjá hinum "útvöldu".

Okkar útgáfa af þessum manni hlýtur að vera Ólafur Ólafsson í Samskipum sem
"gaf" milljarð í höfuðstól um helgina og renna vextirnir af honum til
mannúðarmála og líknarmála - cirka 100-150 millur árlega sem er svipað og
ónefnd veisla kostaði.


er ekki tímabært að rifja aðeins upp hvernig menn fara að því að eignast
rúmlega 100 þúsund milljónir á innan við 5 árum á íslandi en hrein eign Óla
partýkalls er vel yfir 100 þúsund milljónir?

fyrir utan búnaðarbankann.....þá var VÍS skemmtilegt dæmi....en látum fyrrum
landsbankastjóra hafa orðið:

Hann skrifar þetta í morgunblaðið 4.oktober 2006:

"Rasphúsmenn


FYRIR þremur árum ákváðu bankaráðsmenn Landsbankans hf., þeir Helgi Guðmundsson

og Kjartan Gunnarsson, að selja hinum svonefnda S-hópi hlutabréfaeign bankans í

Vátryggingafélagi Íslands, tæplega 50% eignarhlut í VÍS. Einstöku vildarvinir
fengu að fljóta með í kaupunum, þar á meðal Skinney-Þinganes á Höfn í
Hornafirði, erfðagóss Halldórs Ásgrímssonar.
Kaupverð á bréfum Landsbankans í VÍS var 6,8 milljarðar króna; sex þúsund og
átta hundruð milljónir. Réttum þremur árum síðar seldi S-hópurinn og einkavinir

þeirra þennan hlut í VÍS fyrir rúmlega 31 milljarð króna; þrjátíu og eitt
þúsund milljónir. Mismunur 24,2 milljarðar - tuttugu og fjögur þúsund og tvö
hundruð milljónir.

Sæmileg ávöxtun það, enda sá Finnur Ingólfsson um veltuna.

Þegar kaup S-hópsins og co. fóru fram hafði Landsbankinn verið einkavæddur, en
allir hlutir í honum í opinberri eign, þ.e.a.s. í eigu almennings. Það var því
í umboði ríkisstjórnar, sér í lagi bankamálaráðherrans, Valgerðar
Sverrisdóttur, sem Helgi og Kjartan seldu, en þeirra er ábyrgðin skv. lögum um
viðskiptabanka. Þau vinnubrögð kallaði einn úr Einkavæðingarnefnd, Steingrímur
Ari Arason, fráleit, sagði sig úr nefndinni; gekk brott og grét beisklega.

Það hlýtur að verða fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar eftir næstu kosningar, að
skipa opinbera rannsóknarnefnd sem fari rækilega í saumana á allri svívirðunni,

sem Einkavæðingarnefnd lét eftir sig. Auðvitað verður einkavæðing þáverandi
utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, á Íslenzkum aðalverktökum líka tekin
með í reikninginn.

Þegar öll kurl hafa komið til grafar er spurningin ekki sú hvort hinir ábyrgu
verði dæmdir í rasphús heldur hversu langa tukthúsvist.

Framsóknarmenn höfðu um alllanga hríð unnið hörðum höndum að því að ná undir
sig Landsbankanum. Þegar núverandi Seðlabankastjóri yfirgaf stefnu sína um
dreifða eignaraðild og heimtaði að selja bankann einkavinum sínum, ærðust
framsóknarmenn og töldu Búnaðarbankann of rýran feng. Lausn var fundin með því
að gefa þeim milljarðana í VÍS til að jafna metin og var höfð í huga aðferð
Kambránsmanna að skipta þýfinu sem jafnast."


Síðan skrifar hann 14.oktober 2006 í moggan líka þetta:

"Bankaræningjar

ÞAÐ BLASIR við öllum með augu opin að vinnubrögð hinnar svokölluðu
einkavæðingarnefndar voru samfelldur fjármálalegur sóðaskapur af verstu gerð.
Þó virðast sölur ríkisbankanna taka þar öðru fram.


ÞAÐ BLASIR við öllum með augu opin að vinnubrögð hinnar svokölluðu
einkavæðingarnefndar voru samfelldur fjármálalegur sóðaskapur af verstu gerð.
Þó virðast sölur ríkisbankanna taka þar öðru fram.
Fyrir skemmstu rakti undirritaður í stuttri klausu í Morgunblaðinu aðfarir
bankaráðsmanna Landsbanka Íslands, Helga S. Guðmundssonar og Kjartans
Gunnarssonar, við sölu á hlutabréfum bankans í Vátryggingarfélagi Íslands, en
þær athafnir voru undanfari sölu bankans. Í ljós kom, að hlutabréf Landsbankans

voru seld S-hópnum svonefnda fyrir 6,8 milljarða króna. Þessi bréf seldi
S-hópurinn 3 - þremur - árum síðar fyrir rúmleg 31 milljarð króna. Mismunur
rúmir 24 milljarðar.

Á sölu hlutabréfa Landsbankans í VÍS á sínum tíma báru aðalábyrgð þeir Helgi S.

Guðmundsson og Kjartan Gunnarsson, vafalaust að undirlagi þáverandi
bankamálaráðherra, framsóknarfrúarinnar frá Lómatjörn. Ærin ábyrgð hlýtur það
að teljast, enda tukthússök.

En sagan var ekki hálfsögð. Það kemur í ljós við kaup S-hópsins á FL-Group að
einn af aðalmönnum S-hópsins reynist vera hinn sami Helgi S. Bankaráðsmaðurinn
hefir sem sagt gefið sjálfum sér milljarðana við svokallaða sölu VÍS-bréfanna
til S-hópsins.

Það er ennfremur bókað að Kjartan Gunnarsson á vænan hlut í Landsbanka Íslands
og hefir sem bankaráðsmaður í fyrrum Landsbanka ráðið miklu um það verðlag, sem

hann sjálfur naut við kaup sín í nýja Landsbankanum.

Það er eftir öðru að Helgi þessi S skuli vera formaður stjórnar Seðlabanka
Íslands - eða kannski við hæfi.

Þessi dæmi sýna ljóslega hverskonar framsóknar-forarvilpu ríkisstjórnarmenn eru

sokknir í, enda munu þeir aldrei leyfa opinbera rannsókn á málavöxtum meðan
þeir sitja á valdastólum.

Eru það kannski þessir kónar sem nýi forsætisráðherrann á við þegar hann segir
í alþingi á dögunum: ,,Ég missi ekki svefn yfir því að einhverjir aðilar hafi
hagnast á viðskiptum."

Á hinu kynni að verða stutt bið að einhverjir af bankaræningjunum yrðu andvaka.


Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins."



Síðan var Icelandair tekið yfir...þeir komnir í FL group og Straum Burðaráss
o.fl. skemmtilegt....

Er það ekki einsdæmi í hinum vestræna heimi að sjálfur viðskiptaráðherra hætti
störfum og taki þátt í einkavæðingu sinnar eigin ríkisstjórnar - og nái á innan
við 5 árum nokkur hundruð þúsund milljónum til sinna manna og stýri núna einum
öflugasta fjárfestingarhóp landsins ???

Er ekki timabært að rifja aðeins upp hverjir tilheyra þessum hóp manna sem
undir forystu fyrrum viðskiptaráðherra Íslands eru orðnir meðal auðugustu manna
íslands....og það á vel innan við 5 árum ???


"Island er best í heimi.......við eigum öll skilið að fá Thule !"

Kv.
JS
                        _______________________________


djúpvitur (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 19:58

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi Narsissismi forstjóranna aflar þeim ekki vinsælda. Víst er það.   Ég styð þá hugmynd að þeir komi þessum pissukeppnum í meira skapandi og keppi um hver er bestur við litla manninn. Slái Jóhannesi í Bónus við t.d. 

Öryrkjar í landinu eru um 12.000 og hægt væri að senda þeim einar 10.000 kr.  fyrir andvirði veislunnar í frystihúsi Samskipa. Það er góður peningur ef 20 fremstu millarnir myndu reyna að toppa það á afmælisdeginum sínum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2007 kl. 20:29

3 identicon

Ég skal hafa þetta bak við eyrað þegar ég verð auðjöfur

Annars er álit mitt á þessu íslenska peningapakki mjög lágt þessa dagana, því miður. Og fjölmiðlarnir spila með og fólkið líka, allt eitt allsherjar efnishyggjufyllirí.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 23:49

4 identicon

Pissukeppnin er ekki bara meðal auðjöfra heldur Íslendinga almennt.  Íslendingar eru ofboðslega uppteknir af því hvernig náunginn hefur það - hvernig bíl hann eigi, hvort húsgögnin séu úr IKEA eða Öndvegi, hvort hann eigi fellihýsi eða bara tjald og fari auk þess reglulega í frí til útlanda.  Þetta heitir öfund.  Blankheit eru bara afleiðing aumingjaskapar og menn tala ekki um svoleiðis.  Þetta smitast líka til barnanna.  Þar er keppt í farsíma-, tölvuleikja-, græju- og merkjavörueign.  Frá unga aldri.

Ég tók ekki þátt í pissukeppni nágranna minna, enda of blankur til þess, (en það sagði ég auðvitað ekki upphátt) þökk sé verðtryggðum lánum á Íslandi (en það má ekki heldur segja upphátt).  Ég yfirgaf land og þjóð til að komast í burtu frá þessum leiðindahugsunarhætti og uni mér nú í landi þar sem fjölskyldan og manngildi eru sett ofar veraldlegum gæðum.  - Miklu, miklu ofar.

Ég hvet alla venjulega, blanka Íslendinga til að gera slíkt hið sama því að á Íslandi er ekki lengur rúm fyrir þá.  Þar er hlúð að forstjórum og fyrirtækjum, ekki fólki.

Kalli (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 08:49

5 identicon

Mæli með að menn velti þessu fyrir sér áður en þeir tapa sér í gagnrýni á "þessa menn": http://hjalli.com/?p=244

Til viðbótar má benda á að það er ekkert verra en auðmenn sem eyða ekki peningunum sínum og "skila" þeim þannig ekki aftur í umferð.

Hjálmar Gíslason (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 09:21

6 identicon

er þetta ekki dæmigert fyrir íslensku smásálina, bísnast yfir því sem "auðmenn íslands" leyfa sér þegar þeir halda mannfagnaði.  nú er ég alveg viss um að umtalið og hneykslunin hefði ekki orðið minni þó svo óli kallinn hefði sleppt því að stofna þennan styrktarsjóð sem hann gerði óumbeðinn.  einnig bauð hann öllum núverandi starfsmönnum sínum sem og þeim fyrrverandi sem hætt hafa störfum sl fimm ár.  geri aðrir betur!

birkir örn (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband