13.10.2009 | 18:27
Hvenær hefur maður nóg með sig og hvenær er maður aflögufær? Erindi um málefni flóttamanna frá sjónarhóli siðfræði
Fimmtudaginn 15. október n.k. mun Jóhann Björnsson flytja erindi á vegum Félags áhugamanna um heimspeki og Heimspekistofnunar sem kallast Hvenær hefur maður nóg með sig og hvenær er maður aflögufær? Um málefni flóttamanna frá sjónarhóli siðfræði.
Málefni flóttamanna og innflytjenda almennt eru klárlega að einum þræði siðferðileg og full ástæða til að sú hlið fái frekara vægi í samfélagsumræðunni.
Í erindi þessu verða ýmis sjónarmið sem birtust opinberlega í umræðunni um komu palestínskra flóttamanna árið 2008 skoðuð út frá sjónarhorni siðfræðinnar. Leitað verður svara við því hvert siðferðilegt inntak þessara sjónarmiða er og hver séu einkenni siðferðilega lofsverðrar flóttamannastefnu.
Erindið verður haldið í stofu HT 101 í Háskóla íslands (Háskólatorgi) og hefst kl. 20.15.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sérdeilis spennandi spurningar, sérstaklega á tímum sem þessum. Hlakka til að hlusta á áhugaverðan fyrirlestur.
Sólveig Jónasdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.