Menntamálaráðherra, fjölmiðlalæsið og gagnrýnin hugsun

Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var viðtal við menntamálaráðherra um gagnrýna hugsun ungs fólks og mikilvægi fjölmiðlalæsis. Fram kom að ráðherra telur að almennt skorti á að kenna ungu fólki að rýna í fjölmiðla með gagnrýnu hugarfari og vel komi til greina að úrbætur verði gerðar.

Þetta eru vissulega gleðileg tíðindi og orðið löngu þarft að efla gagnrýna hugsun með unga fólkinu, en þar hafa íslenskir grunnskólar brugðist með örfáum undantekningum þó. 

En það er ekki úr vegi að upplýsa ráðherrann og aðra um það að Siðmennt hefur a.m.k. s.l. 12 ár ef ekki lengur séð til þess að ungt fólk sem sækir undirbúningsnámskeið vegna borgaralegra ferminga hefur fengið kennslu í gagnrýnni hugsun og hvernig henni má beita við lestur fjölmiðla. 

Nú er bara að yfirvöld menntamála hafi samband við Siðmennt og læri af þeirri reynslu sem fyrir er.

JB 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband