Hringjarinn frá Bústöðum í miklu stuði

Ég verð að byrja á að viðurkenna það að í gærkvöldi gerði ég hörmuleg mistök. Mistökin uppgötvaði ég þó ekki fyrr en snemma í morgun. Ég nefnilega steingleymdi að setja eyrnatappa í eyrun áður en ég fór að sofa í gærkvöldi vegna þess að ég hafði steinglymt að í dag er páskadagur. Dýrkeypt mistök en svona er sagan:

Ég svaf ágætlega í nótt og ég hélt að ég væri í miðjum draumi á ævintýrinu um hringjarann frá Notre Dame þegar mér fannst þessi draumur vera full raunverulegur til þess að vera venjulegur draumur. Hringjarinn í Notre Dame ætlaði bara alls ekki að hætta að hringja bjöllunum þegar ég áttaði mig á því að mig var ekki lengur að dreyma, þessi klukknahávaði var raunverulegur og mér fannst eins og ég lægi undir bjöllu. Ég leit á klukkuna sem var .07.30 "æ helv." hugsaði ég það hlaut að vera einhver svona Jesúdagur í dag, fyrst Pálmi skíðapresturinn í Bústöðum var farinn að hringja bjöllum sem eru bara örfáa metra frá rúminu mínu. Hvað skyldi Jesú hafa verið að bralla prakkarinn sá fyrir 2000 árum fyrst að Pálmi sá ástæðu til að rífa sig á lappir og fara að hringja bjöllum rétt eins og heimsstyrjöld væri skollin á? Jú var prakkarinn ekki í einhverjum sjónhverfingum á þessum degi eða hvað, aflraunum, lyfta einhverjum steini eða æ ég man það ekki. Það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að séra Pálmi var í ægilegu stuði og glumdu bjöllurnar í um 5 mín.

Jæja ég var að festa svefn aftur þegar bjöllurnar fóru aftur af stað. Ha og nú voru bara 10 mínútur liðnar síðan Pálmi slökkti á þeim og klukkan orðin 07.45. Ég neitaði að láta rífa mig upp úr rúminu með þessum hætti. Ég hafði ætlað að sofa til kl. 10, en séran Pálmi var greinilega á öðru máli.

Og enn og aftur jæja ég var aftur að festa svefn þegar bjöllurnar fóru aftur í gang og nú í þriðja sinn á sama hálftímanum og nú var klukkan 08.00. Og ég var ansi krumpaður í framan þar sem ég reyndi að setja kodda yfir eyrun. Djöfull er karlinn ofvirkur á þessum kirkjuklukkum.

Eftir fimm mínútna djöfulgang í viðbót fékk ég næstum því klukkustundar hvíld, en var samt orðinn ansi kvekktur á þessu og átti alltaf von á að einhver bjallan færi af stað. Ég reyndi að telja mér trú um að nú væri þessu lokið og ég gæti tekið það  rólega. Viti menn klukkan var að verða 09.00 og þá byrjar þetta aftur. Hvað nú? Jú auðvitað það þarf að hringja bjöllunum líka þegar messan er búin til að fólk viti að allt sé búið og nú megi það drífa sig heim.

"Ég held að sérann sé búinn að takast ætlunarverk sitt með að koma mér á fætur" hugsaði ég með mér enda þorði ég ekki að loka augunum aftur orðinn skíthræddur um að Pálmi væri með njósnamyndavél í svefnherberginu mínu og léti klukkurnar í gang þegar hann sæi að ég væri að festa svefn, prakkarinn sá.

Og ég hef ekkert sofið meira í dag, en hinsvegar hef ég verið að velta vöngum yfir því hvort séra Pálmi sem á kirkjubjöllur við hliðina á rúminu mínu svo að segja hafi einhvern tíma haldið kristilega hugvekju um tillitsemi?

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Jóhann, ég bý líka í nágrenni við kirkjuna og þessi hávaði í klukkunum um hverja einustu helgi er fyrir neðan allar hellur!!!!!

Svava Jósteinsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 10:59

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þið þetta unga fólk, getið sofið endalaust.  Á páskadag á að taka daginn snemma.  Rífa börnin upp og senda þau í páskaeggjaratleikinn góða, útbúa síðan góðan morgunverð fyrir gesti og gangandi.  Þetta veit Pálmi og ætlaði bara að minna ykkur á.

Gleðilega páskarest!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.4.2009 kl. 16:34

3 Smámynd: Kjartan Birgisson

Gleðilega páska Jóhann, er þetta ekki yndislegt.

Málsháttur: Morgun stund gefur gull í mund.

Kjartan Birgisson, 13.4.2009 kl. 19:03

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Líf sumra með Jésú - allir þurfa að vita af því í hverfinu hvort sem þeim líkar betur eða verr, klukkan 08 á sunnudegi eða öðrum tíma.

Svanur Sigurbjörnsson, 15.4.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband