Góð tillaga að ályktun frá UVG á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs

Ung vinstri græn koma með nokkrar metnaðarfullar og góðar tillögur að ályktunum á landsfundi VG sem nú stendur yfir. Ein er sú tillaga sem ég vil sérstaklega vekja athygli á og er hún þessi:

"Veraldleg lífsskoðunarfélög öðlist sömu lagalegu réttindi og trúarleg lífsskoðunarfélög."

Rökstuðningurinn sem fylgir tillögunni er þessi:

"Með núverandi löggjöf er lífsskoðunarfélögum gróflega mismunað eftir því hvort meðlimir þeirra trúa á yfirnáttúruleg fyrirbæri eður ei. Slíkt stenst ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, en þar segir: "Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.""

Nú er það líklega svo að ekki vita allir hvað lífskoðunarfélag er og hvert hlutverk slíks félags er. Hér á landi er starfandi eitt félag sem telst lífskoðunarfélag og heitir Siðmennt og verður það 20 ára á næsta ári. Hlutverk þess er m.a. að veita þá þjónustu og ráðgjöf til fólks sem ekki tilheyrir trúfélögum og er sambærileg þeirri þjónustu sem trúfélög veita sóknarbörnum sínum. Hér er um að ræða ýmsar athafnir s.s. giftingar, útfarir og nafngjafir auk þess að koma að félagslegum og tilfinningalegum stuðningi s.s. að bregðast við áföllum og sorg . 

Nú hefur það staðið í vegi fyrir því að félagið nái að sinna öllu því fólki sem kýs að standa utan trúfélagi að það hefur að mestu leyti verið rekið í sjálfboðavinnu. Fólk sem stendur utan trúfélaga hefur því ekki átt kost á sambærilegri þjónustu og þeir sem tilheyra trúfélögum. Hér er því um grófa mismunun að ræða sem ber að leiðrétta sem fyrst.

Nú ber að hafa það í huga að til þess að fá skráningu sem lífskoðunarfélag þarf að uppfylla ákveðin skilyrði um starfsemi og þjónustu til félagsmanna. Það er ekki hvaða félag sem er sem ætti að geta fengið slíka skráningu. Það sem skráning myndi breyta frá því sem nú er, er að félagsmenn myndu greiða sóknargjöld sín til félagsins í stað þess að greiða þau til Háskóla Íslands og þar með fælist sú skylda á herðum félagsins að veita þeim ákveðna þjónustu sem trúfélög veita safnaðarmeðlimum sínum.

Við höfum fyrirmynd að slíku fyrirkomulagi frá Noregi en frá árinu 1981 hefur norska félagið Human etisk forbund verið skráð sem lífskoðunarfélag og haft sömu réttindi og sömu skyldur og önnur trúfélög þar í landi. Árið 2008 voru meðlimir Human etisk forbund 75.000 talsins.

Eru einhver haldbær rök sem mæla gegn því að að lífskoðunarfélög fái skráningu til jafns á við trúfélög?

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Frábært hjá ungum Vg.  Hjarta mannréttinda og jafnræðis slær sterkt í þessum hjörtum.  Gangi ykkur vel!

Svanur Sigurbjörnsson, 21.3.2009 kl. 15:26

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"Veraldleg lífsskoðunarfélög öðlist sömu lagalegu réttindi og trúarleg lífsskoðunarfélög."

Gott að sjá að UVG eru svona opnir fyrir lífsskoðunum. Nú hljóta listdansararnir að gleðjast. Lífsskoðanir súludansara hljóta þá að vera jafnréttháar hjá UVG og lífsskoðanir annarra?

Ragnhildur Kolka, 21.3.2009 kl. 21:33

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þetta er gott mál,  ég vakti einmitt athygli á þessu þann 12 mars í blogginu mín þar sem ég tók það fram að ég myndi beita mér fyrir því ef ég kæmist á þing að Siðmennt fengi trúfélagsskráninu einsog  kirkjur. Þeir hjá V-G lesa greinilega bloggið mitt og vonandi berjast þeir þá fyrir fleirum af mínum hagsmunamálum einsog því að iðnaðurinn og gróðurhúsaræktun verði gert kleyft að endursemja við orkusölurnar um að greiða hlutfall af endursöluverði framleiðsluvöru sinnar, en það gera erlendu álverin og Íslendingar eiga að fá að sitja við sama borð. Það lítur út fyrir að V-G ætli að gefa eftir í ESB þrætunni til að komast aftur í ríkisstjórn með Samfylkingunni.

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.3.2009 kl. 08:25

4 identicon

Gott framtak hjá Vg. Einnig afar athyglisvert sem Guðrún Sæmundsdóttir nefnir varðandi iðnaðinn og gróðurhúsaræktun. Við höfum tök á að efla ræktun hverskonar og vera afar samkeppnishæf á flestum sviðum í iðnaði þar sem við Íslendingar höfum aðgang að ódýrri og hreinni orku. Skammsýni stjórnmálaflokka og hentistefna er búinn að keyra okkur í kaf, a.m.k. tímabundið. Verum ekki stöðugt að leita leiða að aukinni skattheimtu og niðurskurð í kerfinu. Við ættum heldur að efla iðnaðinn, gróðurhúsin og bændur hvers konar. Byrja að framleiða raunverulega verðmæti og skaffa gjaldeyri. Það mun einnig draga úr kaupum á erlendri vöru með tímanum þar sem við höfu allt til alls. Einnig mundi það skila okkur verulegum fjármunum draga úr olíunotkun með því t.d. að smækka skipin a.m.k. inna 100 - 200 mílnanna. Einnig að setja skatt á orkufreka bíla og því ekki önnur tæki. Þetta eru ráð sem hægt er að byrja að vinna að strax á morgun og fleyta okkur hraðar í gegnum þá lægð sem við erum að takast á við í dag. Hættum að hugsa "kreppa" heldu skal hugsa "aukin hagvöxtur". Vinnum að auknum gæðum og þróun hverkonar. Nú dugir ekkert minna en Grettistak.

Valdimar Æ Hjálmarsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 14:48

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

get_image?provider_id=415&size=550x550_mb&ptp_photo_id=1561791

Við íslendingar höfum svo góða möguleika á því að rífa okkur uppúr atvinnuleysinu og kreppunni. Vatn er auðlynd sem fer þverrandi og spáð er að stríð framtíðarinnar muni snúast um aðgengi að vatni. Við skulum ekki láta aðildarríki ESB um að hirða hér hagnað af okkar vatni og okkar möguleikum á að gera það að söluvöru.

Ég er á því að með sniðugri markaðssetningu í Arabalöndunum þar sem við fáum Arabíska auglýsingastofu til að hanna umbúðir sem falla aröbum í geð þá getum við náð árangri og skapað hér verðmæti og atvinnu. Við íslendingar tengjum alltaf vatn við jökla og íslenskar uppsprettur en hvernig tengja arabar gott vatn? Væri sniðugt að setja myndir af vin í eyðimörk á vatnsfernur/flöskur? Hvað finnst ykkur? Vatni er auðvelt að koma í umbúðir í mjólkursamsölum og gosverksmiðjum til að byrja með, svo að ekki þyrfti neinn svakalegan kostnað til að framleiða þessa verðmætu vöru. Og takmark okkar ætti að vera að ná að flytja út vatn fyrir jafnmikil verðmæti og við flytjum inn af olíu/bensíni. Þá værum við sko í góðum málumGrinGrinGrin

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.3.2009 kl. 19:08

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Koma svo!! og kjósa lausnir með því að merkja X-L í kosningunum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.3.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband