14.3.2009 | 12:02
Hvað ef allir starfsmenn leikskóla myndu slá börnin?
Fréttin um starfsmanninn á leikskólanum sem uppvís hefur orðið að því að slá barn vekur mann til umhugsunar um það fyrir hverja leikskólar eru. Barninu hefur verið boðin vist á öðrum leikskóla en ómögulegt þykir að vísa umræddum starfsmanni frá.
Þetta mál vekur upp eftirfarandi spurningu: Hvað ef allir starfsmenn á tilteknum leikskóla yrðu uppvísir að því að slá börnin? Yrðu þá öllum börnum boðin vist á öðrum leikskólum og eftir sætu starfsmennirnir einir með sjálfum sér? Eða hvað?
Það gleymist of oft þegar upp koma siðferðileg álitamál að spyrja "hvað ef allir...."
JB
![]() |
Sló barn utan undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Facebook
Athugasemdir
Þessi starfsmaður á að víkja, hann vekur órá og vantraust á sínum vinnustað. Lágmark að hann biðji barnið afsökunnar!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.3.2009 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.