28.2.2009 | 17:59
Eru sigurvegarar í "fegurðarkeppnum" meira fallegir en þeir sem tapa eða minna ljótir?
Nú er nýbúið að krýna ungfrú Reykjavík. Ekki veit ég nákvæmlega út hvað samkeppnin gengur en sumir kalla þessa keppni fegurðarsamkeppni. Athyglisvert að keppa í fegurð ef það er rétt og þá má eflaust færa rök fyrir því að fegurðarkeppnir séu stórmerkilegur heimspekilegur viðburður, enda fagurfræðin ein af greinum heimspekinnar.
Mér verður hugsað til heimspekingsins Plótínosar þegar rætt er um fegurð en hann hefði eflaust verið fenginn til að dæma í nýafstaðinni keppni væri hann á meðal vor. En um fegurðina segir hann m.a.:
"Fegurðin býr einkum í sjóninni....... Og fyrir þeim sem eru að fikra sig frá skynjuninni upp á við eru lífshættir, athafnir, lundarlag og vísindi líka fögur og einnig fegurð dygðanna......Hvað skyldi nú valda því að við ímyndum okkur að líkamar séu fagrir.......Hvað er nú þetta sem er til staðar í líkömum og gerir þá fagra?......Hvað er það sem hrífur sjónir þeirra sem horfa á eitthvað, snýr þeim og dregur þá að sér og lætur þá njóta sjónarinnar?" (Plótínos Um fegurðina þý. Eyjólfur Kjalar Emilsson Hið íslenzka bókmenntafélag 1999)
Eflaust er fólk mismunandi fallegt en spyrja má hvað er fallegra við ungfrúna góðu sem kjörin var en annað fólk? Eða er hún kannski ekkert fallegri? Eða er keppnin Ungfrú Reykjavík ekki keppni í fegurð, í hverju felst þá keppnin?
Svo eitt í viðbót. Ég hef heyrt þá lýsingu á Sókratesi að hann hafi verið afskaplega ljótur: "Hann var lítill og feitur með útstæð augu og kartöflunef. En sagt var að hans innri maður væri fullkomlega dýrlegur." (Jóstein Gaarder)
Það er ekki annað hægt en að undrast yfir þessu öllu saman, en eftir stendur samt spurningin: Hvað einkennir fallegar manneskjur?
JB
Magdalena Dubik kjörin ungfrú Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Athyglivert. Það er eins og búið sé að hlutgera manneskjuna.
Nú eru grenitré misfalleg, séu þau kræklótt, vill engin nota þau sem jólatré, alla vega ekki ég. Þessi ljótu tré fá bara að vaxa áfram í landinu mínu en þau beinvöxnu hegg ég og flyt heim í stofu.
Fagrar stúlkur eru sannkallað stofustáss, og þær þarf ekki að höggva til að flytja þær úr stað. En kannski að hotta aðeins á eftir þeim.
Auðvitað býr fegurðin innra með fólki, en því verður nú ekki neitað Jóhann að hulstrin sem við fáum sköffuð eru mis falleg.
Hvort t.d. er mitt eða þitt hulstur fallegra. Þitt segi ég, enda ert þú ennþá sléttur og felldur en aðeins farið að slá bæði í mig og á.
Stúlkutetrið hún Magðalena er nú forkunnar fríð og skemmtilegt fyrir hana að hafa það með sér í doktorsnámið að hafa verið kjörin Ungfrú Reykjavík
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.2.2009 kl. 21:59
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.2.2009 kl. 22:01
Helst ytri fegurð í hendur við innri fegurð ?
hilmar jónsson, 1.3.2009 kl. 11:51
Svona bollaleggingar minna mig á setningu úr nýjustu mynd Woody Allen:
"Does she[sá sem gagnrýnir] always analyze every inspiration until each grain of charm is...squeezed out of it?"
Kalli (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 15:58
Fegurðin er flókið umfjöllunarefni. Fegurð líkamans er nokkuð sem fer oft í hendur með betri heilsu, en þarf ekki að gera það alltaf. Fólk sem er 23-25 í líkamsþyngdarstuðli lítur öllu jafna betur út en það fólk sem er yfir 30. Við virðumst fæðast með einhvern fegurðarmælikvarða og hann virðist skipta máli upp að vissu marki. Keppni í fegurð er dálítið galin því þú ræður ekki nema svo miklu um fegurð þína - hún er að mestu meðfædd. Hins vegar á meðan einhverjir njóta þess að gera útlitinu hátt undir höfði og enginn er niðurlægður eða misnotaður, þá ætti þetta vera í góðu lagi. Hvort þær eigi að tárast af gleði yfir fegurðartitli er svo aftur annað mál :-) Þarf maður ekki að skoða lífið allt í samhengi?
Svanur Sigurbjörnsson, 4.3.2009 kl. 16:16
það eru ótrúlega merkar pælingar um karlmannsfegurð í íslendingasögunum, miklu meira um þá heldur en konurnar þar ;)
halkatla, 14.3.2009 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.