"Er hægt að mótmæla án þess að hafa lausn?" Fréttamaður rúv mætir á Austurvöll með spurningalista frá Davíð og ríkisstjórninni

"Er hægt að mótmæla án þess að hafa lausn?" spurði fréttakona ríkisútvarpsins þátttakendur á mótmælafundinum á Austuvelli í gær. Klárlega hefur hún leitað til þeirra um spurnarefni sem óttast orðið um sinn hag en stýra landinu, enn að minnsta kosti.

En hvað heldur fréttakonan? Má maður ekki láta í ljós afstöðu sína, má maður ekki tjá óánægju sína með bullið sem viðgengst hefur í mörg ár án þess að maður setjist niður og ákveði í smæstu smáatriðum hver "eina sanna lausnin er"? Mótmæli er ekki endilega fundur um lausnir, fólk mótmælir því sem það er ekki sátt með, með mótmælum lætur maður í ljós þá skoðun að maður er ekki sammála því sem reynt hefur verið að troða ofan í kokið á manni. Ég mæti í mótmælin á Austurvelli til að sýna það í verki að sú stefna sem viðgengst hefur í mörg ár, að auðmannadekrið, að einkavæðing bankanna var rangt og ég mæti líka til að mótmæla því að bankastjórar nýju bankanna séu með tæpar tvær milljónir í laun á mánuði, það er of mikið.

Það er því einhver misskilningur, eða réttara sagt það er ríkisstjórnarundirlægjuháttur ríkjandi hjá umræddri fréttakonu þegar hún gengur á mannskapinn á Austurvelli og heimtar að fólki hristi lausnir upp úr vasanum eða sitji að öðrum kosti heima.

Ágæta fréttakona, bíddu bara það kemur kannski að því að þér verði sagt upp líka, en ef svo fer þá ertu bara velkomin í hóp okkar mótmælenda án þess að vera með lausnir í 10 liðum.

Með mótmælum bendum við á það sem er rangt og illa gert. Það má gera það.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er bara að giska hérna en ætli spurningin hafi ekki vaknað hjá fréttakonunni þegar ákveðinn hópur (eða tegund kannski?) mótmælanda boðaði valdtöku. Þegar fólk talar um að ryðjast inn í alþingishúsið og bera út sitjandi valdhafa hljóta aðrir að spyrja "og hvað svo?"

m.b.k.

Þórður Ingi

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 13:56

2 identicon

Fullkomlega sammála þér JB.

Þetta var ein bjánalegasta "fréttavinnsla" sem maður hefur upplifað af mótmælum og undanfara þerira, hruninu mikla. Skyldu viðmælendurnir hafa fengið þann tíma til að tíunda hugmyndir sínar ef þeir hefðu haft þær á reiðum höndum? Efast um það.

Skildi umrædd "fréttakona hafa haldið starfinu? Ef svo, þá er það ekki verðskuldað...

Er það furða að fólk setji spurningamerki við stöðu fjölmiðlunar hér á landi? Er það furða að fólk óttist einokun ríkissins á fréttum?

The Bigot (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 14:22

3 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Það er til fullt af fólki með fullt af lausnum - það er bara þöggun í gangi og svakalegt ESB áróðursstríð á sama tíma.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 30.11.2008 kl. 14:43

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta var með eindæmum fáránleg frétt.  Maðurinn á götunni á að koma með lausnir á vanda sem ráðamenn þjóðarinnar standa ráðþrota gagnvart.

Marinó G. Njálsson, 30.11.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Það er hægt að spyrja ráðamenn svipaðrar spurningar...

Er hægt að stjórna landinu á þess að hafa lausn ?

Stefán Þór Steindórsson, 30.11.2008 kl. 16:21

6 Smámynd: AK-72

Það var líka áhugavert hvernig RÚV matreiddi fréttina um mótmælafundinn á Austurvelli í kynningunni:

"EGGJUM KASTAÐ Í ALÞINGISHÚSIÐ!"

Það var víst einn maður sem gekk eftir mótmælin að þinghúsinu með eggjabakka og grýtti í það. Það þótti mun merkilegra sem kynning heldur en að þúsundir manna hefðu mætt til að mótmæla helfararsinnuleysi stjórnvalda í garð almennings, aðgerðarleysi og verndarhendinni sem þau halda yfir stjórn Seðlabankans, stjórn FME, bankamönnunum sem halda áfram að sinna vinum sínum auk þess að manna pappírstætarana og auðmönnunum sem fá að valsa um og kaupa allt upp á ný, ódýrt og nær því að gjöf með velþóknun stjórnvalda.

Ég held að eftir matreiðslu frétta í gær, þá sé ljóst að fögur orð fréttamanna á borgarafundi nýverið séu orðin tóm. Þeir ætla sér að vernda valdið sem þeir eiga að veita aðhald, þaga mál í hel líkt og áður og hvítþvo hina seku. Legg svo til að RÚV taki upp nafnið TASS, Stöð 2 LITLA TASS, Morgunblaðið kalli sig PRAVDA og Fréttablaðið kalli sig LITLA-PRAVDA.

AK-72, 30.11.2008 kl. 16:54

7 Smámynd: Gúrúinn

Er hægt að flytja fréttir án þess að hafa hugmynd um fréttamennsku?

Gúrúinn, 30.11.2008 kl. 17:36

8 identicon

Hvernig á almenningur að geta komið með lausnir, við fáum ekki einu sinni upplýsingar um raunverulega stöðu á einu né neinu sem skiptir máli.

Ibba Sig. (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 17:52

9 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég myndi vilja spyrja þessa ágætu fréttakonu hvort hægt sé að vera góður fréttamaður án þess að búa yfir gagnrýnni hugsun?

Fréttaflutingur RÚV um mótmæli gærdagsins var fyrir neðan allar hellur og sýnir betur en nokkuð annað hveru illa hefur verið haldið á spilunum þar á bæ.

Faglegur metnaður á fréttastofu sjónvarps er enginn. Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvað vakir eiginlega fyrir fréttastofunni. Annaðhvort er hér um að ræða greindarskort í sambland við algert faglegt metnaðarleysi EÐA samsæri til þess að snúa fólki gegn laugardagsfundunum. Það kemur eiginlega ekkert annað til greina.

Sævar Finnbogason, 30.11.2008 kl. 18:03

10 Smámynd: AK-72

Eiríkur, það má einnig spyrja að því hvað marga viðmælendur fréttakonan tók tali og voru með lausnir. Þegar svo fréttin er unnin, þá er mjög líklegt að henni hafi fundist svör þessa fólks of gáfuleg og ekki passa inn í myndina sem yfirboðarar hennar og hún sjálf vildu draga upp af mótmælendum.

Auk þess má svo spyrja, hvaða tilgangi hljómar það að koma með lausnir þegar ekki er hlustað á þær heldur anað áfram í sama feigðarflaninu og ábyrgðarleysinu þar sem mest er hugsað um hvernig skal bjarga örfáum útvöldum, og láta allt falla á almenning. Til hvers að koma með lausnir þegar slíkir aðilar eru við stjórnvölinn í stjórnarráði, Seðlabanka, FME og bönkunum? Hvað hafa þessir aðilar hundsað marga hingað til sem hafa lagt fram tillögur til úrbæta eða viðvaranir? Eru það tugir manna, hundruðir eða jafnvel þúsundir?

AK-72, 30.11.2008 kl. 19:39

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með Eiríki B. hér fyrir ofan.

Það er reyndar verra í efni en svo, að ýmsir meðal almennings og ungra manna hafi ekki svör við því, hvað gera eigi, þegar búið verður að hrekja ríkisstjórnina frá völdum (ef það þá tekst), því að sjálf stjórnarandstaðan á þingi hefur enga samstöðustefnu né yfirleitt mikla vitund um það, hvernig stjórna beri í staðinn!

Jón Valur Jensson, 30.11.2008 kl. 20:26

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er fáránlegt að enginn megi mótmæla nema hafa lausn á öllum vandamálum þjóðarinnar.

Theódór Norðkvist, 30.11.2008 kl. 21:21

13 identicon

Ef spillingu og bulli er mótmælt þá er aðal lausnin væntanlega sú að þannig starfsháttum verði tafarlaust hætt t.d. með nýju fólki. Augljót og þarf ekki að spyrja.

Eirikur (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 22:10

14 Smámynd: Guðmundur Björn

Nú mega annars okkar vanhæfu fréttamenn ekki spyrja gagnrýnna spurninga??  Það er óhentugt fyrir kaffihúsaspekingana og Vg-liðið sem er kjarninn sem mætir á Austurvöll.  Var hann of vandræðalegur strákurinn í sjónvarpinu fyrir þinn smekk? 

Guðmundur Björn, 30.11.2008 kl. 23:10

15 identicon

Kúl, nú mega menn ekki mótmæla nema þeir hafi lausnir... ég hef reyndar lausn og hún er að sópa út úr stjórnsýslunni allri og klórhreinsa líka.

DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 09:26

16 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er þöggun í gangi og mjög gfreinileg á ölum fjölmiðlum eftir stóra borgarafundinn sem sjokkerðai ráðamenn sem sáu loks með eigin augum og fundu á eigin skinni hvernig fólki líður með störf þeirra. Eftir það ver eins og allir fjölmiðlar..meira að segja Dv kipptu umfjöllunum sínum aftur á fyrra plan eða eins og það var t.d fyrir borgarafundinn sem haldinn var með fjölmiðlamönnum Þá fannst mér eins og það hefði kviknað á einhverri ljóstýr hjá .eim en nei..núna er allt komið í sama farið aftur. VALDIÐ VINNUR Í GEGNUM ÞÁ EINS OG ÁÐUR.

Þessi fréttakona var svo líka algerlega úti úr kú þegar hún lét mynda sig á nær auðum Austurvelli til að segja frá mótmælunum...Austurvöllur var svo þéttstaðinn að maður varð að smokra sér á milli fólks vildi maður færa sig um set . Hvers konar myndmáli er hún þarna að beita í þágu þeirra sem vilja stöðugt gera minna úr mótmælunum enn efni standa til? Og ekki sá Rúv..fjölmiðill allra landsmanna sóma sinn í að sjónvarpa beint frá fundinum. Það eru ögurtímar og mat sjónvarpsins er að það sé mikilvægara að senda út íþróttir. Og talandi um lausnir...það er fullt af fólki að vinna að því hörðum höndum að finna læausnir sem hæfa alv-öru lýðræði. Þær veða ekki hristar út úr erminni si svona eftir svona ógnarkúgun eins og við höfum búið við. Burt með vanhæft spillingarlið og aumingja sem þykjast vera fréttamenn og gefið alvöru fólki pláss til að fara að vinna að málunum sem í alvöru lætur sig varða hag fólksins í landinu. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 10:10

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er með lausn og ég mótmæli.. þeir sem hafa haldið ræður hafa komið með lausnir.. allir sem einn..

mín lausn er að losna við sjálftektarpakkið fyrir fullt og allt.. kveikja í Valhöll og taka upp persónukosningar.. gefa skít í flokkakerfið og spillinguna..

JVJ og eirikur B eru talsmenn alls þessa sem ég vil losna við úr þessu þjóðfélagi græðgi og mannvonsku. 

Óskar Þorkelsson, 1.12.2008 kl. 11:48

18 identicon

Ég var á mótmælunum og finnst það magnað Austurvöllur náði að fyllast í fimm stiga frosti og gaddi. ÞAÐ VAR SKÍTAKULDI.

Eggjakastið var eins manns mál...kemur fundinum ekkert við. Í lok fréttarinnar var sagt að flugeldatertan bak við Alþingi hefði skotið fólki skelk í bringu sem er kjaftæði því enginn kippti sér upp við þetta.

Að birta viðtalið við þennan eina mótmælanda var skammarlegt fyrir alla.  Að gera þennan mann að talsmanni allra mótmælenda sýnir að fréttastofan er málgagn ríkisstjórnarinnar... þetta var sögufölsun og nú veit ég að ég bý í Kína. 

Óskar (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 12:04

19 identicon

Af hverju má ekki spyrja að þessu?

Þótt einstakir fundarmenn hafi ekki svarið þá ættum við öll að hugsa um lausnina, erlendir aðilar hafa bent á að við erum ennþá að horfa á rústirnar brenna án þess að horfa fram á við og taka ákvörðun um framtíðina - er ekki ráð að ræða þetta á næstu fundum? Framtíðin þarf ekki að innihalda sama stjórnkerfi eða amk ekki sömu stjórnmálamenn og nú er

Við þurfum að stíga út úr kassanum og horfa á rekstur þjóðfélagsins upp á nýtt og skapa okkur nýja betri framtíð.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband