Ótrúverðugur kjölturakki í fangi dómsmálaráðherra

Hann er undarlegt eintak í flóru mannlífsins þessi Stefán. Hér í eina tíð gekk hann borðum skrýddur upp að öxlum í nýpressuðum buxum um Laugarveginn að næturlagi og handtók og sektaði þá sem migu og skitu utan í ljósastaura og húsgafla. Það var flott hjá honum, þar var hann á réttri hillu. Svo nennti hann því ekki meir og fór í önnur verkefni. Það var að eltast við unglinga sem stela bónusfánum, rétt eins og hann væri öryggisvörður í matvöruverslun. Og þar er hann að fara illa að ráði sínu.

Í kjölfar uppákomunnar sem átti sér stað í gær kom umræddur Stefán fram á einstaklega ótrúverðugan hátt. Einhvernveginn held ég að maðurinn sem ég hef grunaðan um að vilja verða Pinochet Íslands sé að kippa í spotta á bakvið Stefán, því umræddur Stefán virkar svona á mig eins og ótrúverðugur kjölturakki í fangi dómsmálaráðherra sem mjög er farinn að óttast um sinn hag sem ráðherra í óvinsælli ríkisstjórn.

Tímasetningin á handtöku unga "Bónufánamannsins" var útpæld af dómsmálaráðherra og kjölturakkanum hans, hinum ótrúverðuga Stefáni til þess eins að ögra mótmælendum og sýna valdið. Ef Stefán þessi hefði eitthvert sjálfstæði í starfi og ég tala nú ekki um ef hann hefði einhverja þekkingu í siðfræði Aristótelesar þá hefði hann ekki handtekið unga manninn daginn fyrir fjölmenn mótmæli. í Siðfræði Aristótelesar er nefnilega lykilatriði að beita dómgreind sinni og hafa innsýn inn í aðstæðurnar. Ef Stefán hefði haft innsýn í aðstæðurnar hefði hann handtekið unga manninn á sunnudagsmorgni, degi þar sem allir sofa út og enginn mótmælir. Þá hefðu engin læti orðið. En þar sem farið er að bera á fasískum viðbrögðum hjá laganna vörðum þá varð að sjálfsögðu að skvetta sem mestri olíu á eldinn og handtaka manninn þegar vitað var að allt færi í bál og brand.

Þetta var alveg svakalega klaufalegt hjá Stefáni og félögum og stórt skref í þá átt að Stefán á eftir að missa tökin á mótmælendum ef hann heldur svona áfram. Best væri fyrir hann að snúa sér aftur að störfum í "þvagdeildinni" sem áður var getið, þar er hann flottur. Hann þarf að átta sig á sínu hlutverki, hann sem og aðrir lögregluþjónar eiga að vera þjónar fólksins en ekki kjölturakkar stjórnmálamanna sem eru á útleið.

JB


mbl.is Fráleitt ólögmæt handtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Heyr, heyr. Klaufalegt klúður hjá löggunni.

Haraldur Bjarnason, 23.11.2008 kl. 15:30

2 identicon

Flott samsæriskenning um fasistalögregluríkið Ísland. Það er alveg magnað hvað Jóni Ásgeiri hefur tekist að eyðileggja trúverðugleika lögreglunnar á mjög svo skipulega hátt í fjölmiðlum sínum. Ég hélt að fólk sem ég tel fullfært um að setja upp skynsemisgleraugun sæi í gegnum þessa vitleysu alla. Að BB hafi fyrirskipað þessa handtöku er nátturlega svo fráleitt að það nær ekki nokkru tali.  Þeir sem vilja sjá sannleikann geta svo auðveldlega komist að honum, það kostar gagnrýna hugsun og dágóðann slatta af skynsemi. Ég hélt að Jóhann Björnsson hefði hvoru tveggja til að bera. Mér skjátlaðist.

Runólfur (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:20

3 identicon

þarna hittirðu naglann á höfuðið! Björn er beinlínis hættulegur 'Islensku þjóðinni það eru mörg ár síðan ég talaði um það að Björn Bjarnason ætti að víkja svona Hitlersmaður er á röngum stað í lífinu hann á alls ekki að vera dómsmálaráðherra á 'Islandi vegna þess að hann er haldinn alvarlegri heilabilun og ætti að loka inni frá okkur hinum

snorri (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:21

4 identicon

sko þarna er annar það er gott að vita til þess að Björn þarf ekki að vera einn í einangrun því það er greinilega fleiri!!!!!!!!!!!!!

snorri (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:26

5 identicon

Heill og sæll; Jóhann, sem og aðrir skrifarar og lesendur !

Þessi færzla þín er; í einu orði sagt, gersemi, Jóhann !

Sjaldan; hefir okkur borið gæfa til samþykkis, í ýmsum viðfangsefnum, svo sem eðlilegt er, enda,..... hálf snubbótt veröld, væru allir sammála um allt, eða þá flest, en,........ þarna hefi ég lítlu, við afar myndræna frásögn þína, sem raunsanna, að bæta Jóhann.

Þakka þér; enn og aftur, liðveizlu góða, gegn alíslenzkum myrkraöflum frjálshyggju pestarinnar ! 

Með baráttukveðjum góðum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:53

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kann við þennan tón. Frábær færsla. Playmolöggan hans BB er ekki alveg að fitta í dótakassann okkar. 

Allt þeirra havarí er réttlætt með "Allsherjarreglu". Hmmm....er ekki vert að skoða hvað í henni felst? 

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 18:16

7 Smámynd: Þór Jóhannesson

Stundum ná menn að setja hlutina í rétt ljós. Það tekst þér svo sannarleg Jóhann í þessari færslu. Mun kíkja á skrif þín framvegis. Væri líka gaman að heyra vangaveltur um hver hinn "dularfulli og háttsetti embættismaður" gæti verið sem á að hafa borgað fangann út með almannaheill í huga.

Þór Jóhannesson, 24.11.2008 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband