Siðfræði handa Gunnari - siðfræðinámskeið fyrir forystufólk verkalýðshreyfingarinnar

Hér birtist auglýsing um siðfræðinámseiðið Siðfræði handa Gunnari - siðfræðinámskeið fyrir forystufólk verkalýðshreyfingarinnar sem haldið verður síðar í nóvember. Endilega látið berast til verkalýðsforingjanna þið sem þá þekkið en athugið að forysta VR gengur fyrir að þessu sinni, en ekki er útilokað að fleiri námskeið verði haldin.

Fimmtudaginn 20. nóvember n.k. kl. 19.30-22.00 mun forystufólki verkalýðshreyfingarinnar standa til boða siðfræðinámskeiðið Siðfræði handa Gunnari — um réttlæti og samfélagslega ábyrgð.Forystufólk verkalýðsheyfingarinnar þarf að takast á við margvísleg siðferðileg álitamál í störfum sínum. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um grundvallarhugmyndir og kenningar ýmissa siðfræðinga og  fá verkalýðsforingjarnir tækifæri til þess að rökræða lífsgildi sín, traust og trúverðugleika, siðferðilegar spurningar hve varðar lífsgæði og lífsstíl, samfélagslega ábyrgð, launamun, fátækt og ríkidæmi, þarfir og gerviþarfir og hvað sé siðferðilega rétt og siðferðilega rangt í heimi þar sem veraldleg gæði eru takmörkuð. Á meðal fjölmargra spurninga sem leitað verður svara við eru:Er eitthvað rangt við það að duglegir verkalýðsforingjar séu á “ofurlaunum”?Hversu mikill launamunur á að vera á milli verkalýðsforystunnar og almennra félagsmanna?Hvað felst í réttlæti og samfélagslegri ábyrgð?Hvað einkennir trúverðugan verkalýðsleiðtoga?Félagar í VR hafa forgang á námskeiðið að þessu sinni en hámarksfjöldi þátttakenda er 25 og lágmarksfjöldi 8.Leiðbeinandi á námskeiðinu er Jóhann Björnsson MA í heimspeki sem hefur áralanga reynslu af kennslu í siðfræði. Hefur hann kennt ýmsum starfsstéttum siðfræði eins og starfsfólki á  leikskólum og geðdeildum á vegum Mímis símenntunar. Vorið 2007 bauð hann upp á siðfræðinámskeiðið Hversu mikið er nóg? - siðfræði handa forystufólki í bönkum og fjármálafyrirtækjum.Nánari upplýsingar og skráning í síma 8449211 og með tölvupósti johannbjo@gmail.com eigi síðar en 18. nóvember. Þátttökugjald er kr. 1000-

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Frábært hjá þér að bjóða þetta! Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 20:31

2 identicon

Frábært hjá þér Jóhann. Ég óska þér góðs gengis við að ná eyrum nemendanna.

Margret Einarsdottir Long (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 07:53

3 Smámynd: Frikkinn

Því miður er nánast hver einasti"verkalýðsforingi"langt frá grasrótinni í félögunum. Og ekki veitir af að kenna þeim siðfræði. Gangi þér vel.

Frikkinn, 11.11.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband