Lögreglan er hættulegasta "púðurtunnan"

Ég var staddur á Austuvelli í gær og tók þátt í mótmælunum sem fóru bara vel fram þrátt fyrir einstaka óþekktarorma sem þó voru þegar öllu er á botninn hvolft frekar húmoristar en nokkuð annað. Ég fór að hugsa það eftirá að það sem varð til þess mótmælin fóru þetta vel fram var án efa vegna þess hversu lögreglumenn á vakt voru fáir. Einn mótmælendanna sem hafði húmorinn í lagi dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu sem er afskaplega saklaust en það munaði ekki miklu að lögreglunni tækist að klúðra deginum fyrir 4000 manns með viðbrögðum sínum. Jú það varð að hlaupa á eftir honum, handtaka, refsa, sína valdið vera með læti hávaða og ofbeldi ef tækifæri gæfist. Þetta eru kolröng viðbrögð lögreglunnar við því sem er saklaust í þeim skilningi að ekki er um skemmdarverk að ræða né lífi og limum fólks stefnt í hættu.

Ég segi þetta vegna þess að í mörg ár kenndi ég unglingum sem áttu í hegðunar- og tilfinningavanda. Og drottinn mínn dýri (ef hann er til) uppákomurnar sem maður þurfti að takast á við voru oft ansi skrautlegar. En maður hefði líka geta klúðrað margoft skólastarfi ef maður hefði alltaf brugðist við eins og lögrelgan brást við fánamanninum í gær. Það sem reyndist okkur í skólanum best þegar erfiðar uppákomur áttu sér stað var að meta þau tilvik þar sem möguelgt var að hundsa hegðunina. Með því að hundsa óæskilega hegðun sem ekki er beinlínis skaðleg leysast málin mun fyrr og betur og allir verða bara nokkuð ánægðir með sig (nema kannski kennarinn sem lætur sem hann hafi ekki tekið eftir þessu). Ef lögreglan hefði nú bara hundsað fánamanninn þá hefði ekki komið til þessarar spennu sem fór af stað og hefði getað ollið miklum skaða og skemmdum.

Lögreglan hefði átt að hundsa hegðunina, starfsmaður þingsins tekur niður fánann og fánamaðurinn sjálfur fer niður og kannski í mesta lagi hefði lögreglan getað aðstoðað hann við að komast niður en þá bara undir því yfirskyni að halda að fánamaðurinn hafi verið iðnaðarmaður að störfum.

Semsagt áskorun til lögreglunnar: Ekki stefna fjölda fólks í hættu næsta laugardag með testósteroni og töffarastælum. Verið mjúkir menn, upp með húmorinn og hundsið það sem hvorki skaðar né eyðileggur.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Góðir punktar hjá þér. Við getum alltaf á okkur blómum bætt.

Heidi Strand, 9.11.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Tek undir með Heidi og þér.

Rut Sumarliðadóttir, 9.11.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er ansi hræddur um að skildirnir og hjálmarnir með gasboy verða í fararbroddi næsta laugardag. Nema Geir Jón fái að ráða. En ég held að BB ráði.

Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Gunnar

Við ættum kannski að prófa að tala við löggurnar næsta laugardag eins og manneskjur?

Gunnar, 9.11.2008 kl. 13:25

5 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Mjög góðar ráðleggingar. Vona að löggurnar fái hugskeytið frá þér ef þær eru ekki lesendur að blogginu þínu :)

Sóley Björk Stefánsdóttir, 9.11.2008 kl. 13:54

6 Smámynd: hefner

Mjúk löggæsla er án efa áhrifaríkari en sú harða.  Aftur á móti hljótum við að gera kröfur til lögreglunnar um að einhversstaðar sé gráa línan sem við viljum ekki að borgararnir fari yfir og þá þarf að bregðast við.  Skoðum málið frá báðum hliðum, spyrjum sjálf okkur að því hvað ef við hefðum verið stjórnendur í lögreglunni.  Hvergi annarsstaðar í heiminum hefði fólki verið leyft að ata sjálft þinghúsið aur og lögreglan staðið aðgerðarlaus á meðan.  Ef við bara hlíðum skipunum lögreglunnar eins og lög gera ráð fyrir þá ganga svona aðgerðir bara vel held ég. 

hefner, 9.11.2008 kl. 15:03

7 identicon

Mætum með blóm og réttum lögreglumönnum þau. Kannski það sýni þeim að engin hætta stafi af okkur.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:06

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

 Mótmæli - Skipanir að ofan neyða lögreglu til að sýna vald?

Megum við búast við þessu næsta laugardag?

Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 15:13

9 identicon

Tek undir hugmyndina um að mæta með blóm og rétta lögreglumönnunum, því þeir eins og við eru að tapa sínu. En samt sætti það furðu hvernig þeir höguðu sér gagnvart vörubílstjórum þegar sú uppákoma var og hét, það var eins og þá langaði í hasar. Þess vegna er þetta góð hugmynd með blómin, það kannski tekur löngun þeirra um stríð í burtu.

Valsól (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:27

10 Smámynd: Róbert Tómasson

Mér fannst í fréttum að Geir Jón hefði frekar samúð mótmælendum en hitt, vonum bara að BB fari ekki að stinga sínum kámugu fingrum í þessi mál svo uppá koman verði ekki "gasaleg"

Róbert Tómasson, 9.11.2008 kl. 18:24

11 Smámynd: Fríða Eyland

Þessu er ég innilega sammála og hér sést Geir Jón og liðið hans, taka í lurginn á stelpu sem ekki er eldri en 16 vetra

Fríða Eyland, 9.11.2008 kl. 21:17

13 identicon

Ég var þarna á mótmælafundinum í góðri stemningu, missti reyndar af þessu action-i sem var blásið upp í fjölmiðlunum þarna á bak við alþingishúsið, og þegar ég gekk að iðnó um 4 leitið þá voru svona 6 löggubílar þar bíðandi, þar af 3 econoline með 10löggum hver afturí með  skildina, með hjálmana og gasboy einhverstaðar þarna inná milli bíðandi eftir fyrirmælum um að ryðjast á mótmælendur, Geir jón hefur verið með BB í rauða símanum á skrifstofunni á línunni bíðandi fyrirmæla um hvað ætti að gera......

hugmyndin að koma með rauðar rósir og láta lögguna hafa um næstu helgi er flott, svo var ég að velta fyrir mér ef það á að ráðast á hópinn, hvað gerir löggimann með hjálminn og sjöldinn hans BB þegar hann rekst á tengdó í mannfjöldanum og ætlar að rekja þau burtu eða bróðir eða systur, íslandi er svo örlítið land og allir tengjast á einn eða annan hátt.

Atli Jóhann Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 21:28

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Lögreglan, með velþóknun stjórnvalda, bíður samt líklega færis á því að hleypa öllu í bál og brand. Og þá munu stjórnvöld ekki vera í vafa um að til séu sökudólgar sem ekki verða teknir neinum vettlingatökum, mótmælendur sem verða handteknir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.11.2008 kl. 23:37

15 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þetta er umhugsunarvert.  Lögreglan ætti sem sagt að verða eins konar þolinmóður vaktari og láta sem ekkert sé nema það sem virðist ætla að verða "beinlínis skaðlegt".   Alls kyns skrípalæti og "húmor" fengi þannig að eiga sig og allt yrði gott.. eða hvað? Hvað ef maðurinn á þaki Alþingishússins hellti allt í einu bensíni sem hann hafði falið innanklæða og kveikti eld í öllu saman?  Hefði þá ekki verið betra að stöðva manninn áður en hann fór upp?  Hvað yrði sagt um lögregluna ef að hún léti eitthvað svona gerast? 

Sjálfsagt er betra fyrir lögreglu að láta ýmislegt eiga sig, eins og hróp og ókvæðisorð, en einhvers staðar þarf að stöðva leikinn gangi hann of langt. 

Það að gefa lögreglunni rósir er frekar fáránlegt.  Mótmælin ganga ekki út á lögregluna og hún er ekki í vinnunni til þess að taka á móti blómum.  Ef við viljum sýna henni virðingu okkar eigum við að fylgja lögum landsins og mótmæla friðsamlega.  Annað þarf ekki. 

Svanur Sigurbjörnsson, 10.11.2008 kl. 00:43

16 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Löggan á bara að haga sér vel og láta skemmtilegu krakkana okkar í friði.  Að draga fána á hún í mótmælaskyni er eldgamalt fyrirbæri í okkar annars svo bágbornu mótmælahefð. Og þetta verður áreiðanlega að dáð í sögubókum framtíða .

María Kristjánsdóttir, 10.11.2008 kl. 01:46

17 identicon

HUMMMMMMMMMMMMMMM .. Lögreglan á að eiga ALLA okkar virðingu skilið, ALLTAF.   Ég þekki ekki nokkurn innan lögrelglunnar, en veit og skil að þetta fólk setur sig í hættu fyrir okkur hin ALLA daga og þarf að vera viðbúið ýmsum uppákomum!!!    Ég ber mikla virðingu fyrir lögrelglunni og þeirra störfum og tel það vera gott og vænlegt til árangurs gegn ýmsum óæskilegu, ef við foreldrar sýnum börnunum okkar að lögrelglunni ber að sýna virðingu!!!! 

Linda (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 02:19

18 Smámynd: Landfari

Að mörgu leiti góð hugmynd en það hljóta alltaf að vera einhver mörk. Að fara upp á þak alþingishússins er gerandanum líka hættulegt og eitt af hlutverkum lögreglu er að forða mönnum úr hættu.

Lögreglan reyndi þessa aðferð við vörubílstjóra aftur og aftur en þeir gengu bara á lagkið og hættu ekki fyrr en málið var tekið fastari tökum.

Einnig hefur verið margbent á að þessi skrýlslæti voru sjálfum mótmælunum óviðkomandi. Það eru og verða alltaf til menn sem lifa fyrir að efna til óláta. Þeir finnast á flestum skemmtistöðum borgarinnar en að geta gert skandal fyrir svona mörgum áhorfendum er náttúrulega toppurinn.

Landfari, 10.11.2008 kl. 09:17

19 identicon

Mjög góð ábending hjá þér.

Annars gleymdi ég mér alveg við að lesa pistilinn þinn um plötuspilarann í verkfallinu. Er þér svo innilega sammála - það gleður hjartað að fleiri en ég vilji nýta frekar en sóa.

Beztu kveðjur.     

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 10:25

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Skynsamlega mælt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2008 kl. 14:38

21 identicon

Já þú segir nokkuð:  "Með því að hundsa óæskilega hegðun sem ekki er beinlínis skaðleg leysast málin mun fyrr og betur og allir verða bara nokkuð ánægðir með sig". 

Góð ábending Jóhann, til lögreglustjórans og hans hjarðar í þessum aðstæðum.

Við sem erum foreldrar þurfum stundum að beita þessu (hundsa óæskilega hegðun) við uppeldi barna okkar.

Sjáumst á Austurvelli á laugardaginn þar sem fólkið í landinu kemur saman  .

Kveðja Hákon

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband