15.10.2008 | 22:04
Duo
Ég fór í kvöld og sá sýningu Íslenska dansflokksins Duo í Borgarleikhúsinu. Frábær sýning sem samanstendur af fjórum verkum þar sem tveir dansa í hverju verki. Þarna sá maður metnaðarfulla sýningu ólíkra verka þar sem dansararnir sýndu hreyfingar sem maður hreinlega vissi ekki að væru til. Þar að auki var þónokkuð af óvæntum uppákomum sem svo sannarlega juku á gæði sýningarinnar. Verkin fjögur eru eftir þau Gunnlaug Egilsson, Láru Stefánsdóttur, Peter Anderson og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur. Mér finnst það samt miður að hvergi finn ég í kynningu Borgarleikhússins nöfn dansaranna sem áttu frábært kvöld (ég vona samt að nafnanna sé getið einhversstaðar, ég þarf kannski bara að athuga betur).
Kærar þakkir á Íslenski dansflokkurinn fyrir þetta.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.