18.9.2008 | 17:27
Vodafone brýtur á barni
Forsaga málsins er sú að þann 3. ágúst s.l. keypti sonur minn 15 ára gamall sér símatilboð hjá Vodafone sem gekk út á það að hann gat hringt í fimm vini sína ókeypis í einn mánuð og síðan átti inneignin að gilda í sex mánuði. Um það leyti sem tilboðsmánuðurinn er að renna út og sonur minn er farinn að huga að því að hann getur ekki lengur hringt frítt í fimm vini sína berast sms skilaboð í síma hans frá Vodafone sem hljóða svo: "Skítt með sumarið! Sumartilboði okkar 5 vinum hefur verið framlengt til 31 okt. Hringdu fríkeypis í 5 vini óháð kerfi. Lifðu núna,Vodfone."
Hvað segja þessi skilaboð unglingi sem ekki hefur reynslu af markaðssetningu fyrirtækja og þeim blekkingarleikjum sem þar eru stundaðir? Honum datt ekki annað í hug en hann mætti halda áfram að hringja í fimm vini sína til 31. október, eða allavega stóð ekkert annað í skilaboðunum. Hann heldur síðan áfram að hringja í vini sína í þeirri trú að hann geri það frítt eftir að hafa fengið umrætt skeyti frá Vodafone, þar til hann tekur eftir því að inneignin er allt í einu búin. Í skilaboðinu er ekki tekið fram að hann þurfi að gera eithvað til þess að geta hringt áfram í vini sína frítt. Hinsvegar hefði hann átt að greiða 1000 kr til þess að tilboðið gilti til 31. október (og 1000 kr er ekki frítt). Ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því að Vodafone taldi ekki ástæðu til að geta þess í skilaboðinu. Lesendur geta reynt að leysa þann leyndardóm.
Dr Gunni ber málið undir Björn Víglundsson hjá Vodafone sem sér alls ekkert athugavert við að jafn óljóst sms skilaboð sé sent til unglings auk þess sem hann reynir að bjarga eigin heiðri með því að segja drenginn hafa verið búinn að nýta tilboðið í sex mánuði. Þar leggst Björn svo lágt að ljúga upp á 15 ára visðskiptavin en tilboðið var keypt þann 3. ágúst eins og áður segir en ekki fyrir túmum sex mánuðum eins og Björn heldur fram í Fréttablaðinu.
Nú er alls ekki ætlun mín að Vodafone bæti fyrir villandi skilaboð og það fjárhagstjón sem drengurinn varð fyrir, heldur vil ég fyrst og fremst vekja athygli á þeim siðferðilegu álitamálum sem um ræðir í markaðssetningu til unglinga í þeim tilgangi að að hvetja fyrirtæki að misnota ekki reynsluleysi og trúgirni ungs fólks eins og Vodafone gerir klárlega í þessu tilviki.
Í siðareglum Sambands íslenskra auglýsingastofa segir m.a.: "Í auglýsingum skal ekki misnota hina eðlilegu trúgirni barna né reynsluskort...."(13. grein)
Það er því alveg skýrt eftir hvaða reglum á að vinna þegar auglýst er. En það er fleira sem Vodafone verður að taka afstöðu til áður en send eru óskýr tilboð til barna:
- - Er rétt að senda tilboð til barna og unglinga án þess að forráðamenn fái af því vitneskju?
- - Er rétt að tilgreina ekki þann kostnað sem viðskiptavinur þarf að leggja í til að taka tilboði?
- - Ber fyrirtækjum í markaðssókn sinni siðferðileg skylda til að beita öðrum aðferðum þegar börn og unglingar eiga í hlut heldur en þegar um fullorðna er að ræða?
- - Er rétt að gera ráð fyrir því að börn og unglingar geri sér grein fyrir öllum skilmálum samninga sem finna má einhversstaðar annarsstaðar heldur en í þeirri auglýsingu sem viðkomandi fær?
Ljóst er að af umræddu máli er full ástæða til að hvetja til virkrar umræðu um siðferði viðskiptalífsins, ekki síst með tilliti til hagsmuna barna og unglinga. Það er því hér með skorað á umboðsmann barna að stofna til málþings hið fyrsta þar sem rætt yrði um siðferði, auglýsingar og börn.
Greinin birtist einnig á Vísi.is
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er nú nokk betur en 15 ára og hefði skilið þessi skilaboð alveg eins og unglingurinn. Það á ekki að leyfa fyrirtækjum að ljúga að fólki hvað sem það er gamalt.
Marta Gunnarsdóttir, 18.9.2008 kl. 19:44
Sonur minn upplifði svipaðan hlut fyrir nokkru þegar kaupþing seldi honum lífeyrissparnað og kynnti það sem launahækkun. Sem betur fer þurfti mína undirskrift til að fá þetta í gegn sem ég auðvitað neitaði.
Birgitta Jónsdóttir, 19.9.2008 kl. 12:08
Vodafone lugu. Their eiga ad borga kostnadinn, bætur fyrir ad ljúga og stóra stóra sekt til ríkisins til ad læra eitthvad ad thessu.
Ef ég ætti Vodafone myndi ég reka Björn Víglundsson, thví ad hann er rosalega gódur í thví ad skemma ordspor theirra.
Hvad ætli their hafi grætt marga thúsund kalla á thessu? Hvad ætli séu margir sem hugsa "tja, thetta er svo stórt fyrirtæki, hvad gæti ég svo sem gert."
Theim ber ad refsa á thann einan hátt sem their skilja, med thví ad tapa meiri peningum en their græddu á thessu.
Góda helgi annars!
Holli Vals (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 12:30
Já, það hefði verið "uncool" að minnast á þúsundkallinn í skilaboðunum. Vodfone er að gera út á töffaraskap og hagar sér óábyrgt eins og töffurum er vant. Skítt með Vodafone! Þeir eiga að súpa seyðið af þessu og greiða. Flott hjá þér að vekja máls á þessu. Auglýsingamennska er orðin ansi óábyrg.
Svanur Sigurbjörnsson, 25.9.2008 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.