Hvort er betra að drekka litla kók eða stóra kók?

Ég var í strætó í dag, leið 11 frá Bústöðum niður á Hverfisgötu þegar ég sá auglýsingu í vagninum frá Glitni. Auglýsingin var um eitthvað námsmannagreiðslukort og sagði frá því að í einhverjum kvikmyndahúsum gætu námsmenn fengið stóra kók á verði litlu kókarinnar með því að nota umrætt kort. Telja forsvarsmenn Glitnis sig væntanlega vera að gera námsmönnum einhvern rosa flottann greiða en er það svo? Nú spyr ég: Í ljós þess að vesturlandabúar og þar með íslendingar eru að þyngjast og offita að aukast og í ljósi aukinna tannskemmda ungs fólks er þá tilboð Glitnis unga fólkinu í hag eða ekki?

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo getur Glitnir reddað afslátti af megrunarpilllum og tannviðgerðum eftir nokkur ár. Meiri neysla, allir glaðir, er það ekki svoleiðis sem þetta virkar?

Eyja (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 19:04

2 identicon

Afsl*á*tti? Er eitthvað að mér? Ég hlýt að hafa drukkið of mikið kók.

Eyja (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband