Athafnaþjónusta Siðmenntar fær góðar móttökur

Síðastliðið vor hóf Siðmennt að bjóða með formlegum hætti upp á þjónustu athafnarstjóra til þess að stýra húmanískum/veraldlegum útförum, giftingum og nafngjöfum. Alls eru sex athafnarstjórar starfandi hjá félaginu og er óhætt að segja að móttökurnar hafi verið góðar það sem af er. Undanfarnir dagar hafa verið viðburðaríkir í þessum efnum enda hafa á undanfarinni rúmri viku farið fram tvær giftingar, ein útför og ein nafngjöf á vegum félagsins. Nánari upplýsingar um húmanískar/veraldlegar athafnir á http://www.sidmennt.is

JB 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Þetta er frábært Jóhann! Svo sannarlega þörf á slíkri þjónustu og frábær viðbót í flóruna í íslensku fjölmenningarsamfélagi.

Elín Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Vertu velkominn á opnun á myndlistarsýningu okkar fimm bloggvinkvennanna; Elínar Bjarkar Gurðbrandsdóttur, mín, Guðnýjar Svövu Strandberg, Katrínar Níelsd., Katrínar Snæhólm og Zordísar. í Ráðhúsi Reykjavíkur, laugardaginn 30.okt. Opnunin stendur yfir frá kl. 15 til 17 og boðið verður upp á léttar veitingar.
Sýningin stendur til 14. sept.
 
Kveðja
Guðný Svava Strandberg.

Svava frá Strandbergi , 29.8.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband