Kúgaðar konur með handklæði á höfðinu og kúgaðir íslenskir alþingismenn með hengingaról um hálsinn?

Athyglisvert er að lesa blogg Jóns Magnússonar alþingismanns þar sem hann ræðir ferðalýsingu Margrétar Sverrisdóttur til Íran. Þar ganga konur segir Jón með "handklæði" um höfðuðið (og eru þær þá hvorki að koma úr sturtu né sundi). Þær eru bara kúgaðar og gert að hafa svona "handklæði". Þetta er semsagt svona "dresscode" eins og það er kallað þegar manni leyfist ekki að klæðast að vild heldur ber að klæðast eftir einhverjum reglum. Þegar maður les sjónarmið fólks á þeirri menningu sem tíðkast erlendis er oft forvitnilegt að líta sér nær og skoða viðmið og reglur í eigin landi. Skyldi vera einhver "dresscode" kúgun í gangi hér á landi? Jú mér dettur eitt í hug:

Á hinu háa Alþingi ganga konur vissulega ekki með handklæði um hausinn en karlarnir hinsvegar, þeir eru kúgaðir og hafa fæstir haft kjark og þor til að berjast gegn kúguninni. Kúgun þeirra felst í því að þeir ganga með hengingaról um hálsinn sem í daglegu tali kallast bindi og fæst í herrafataverslunum og sumum stórvörumörkuðum. Mér skilst víst að ef einhver mætir án ólarinnar í þingsal þá fari allt úr böndunum. Þannig minnist ég þess að hafa séð í sjónvarpinu einn ágætan þingmann binda á sig ólina í ræðustól en hann hafði eðlilega tekið ólina af sér en var síðan kallaður fyrr í pontu en hann hafði gert ráð fyrir. Af hverju mátti hann ekki bara tala án hengingarölarinnar sem kallast þar á bæ bindi.

Og núna áskorun til Jóns. Kæri þingmaður Jón Magnússon. Nú skaltu ekki láta kúga þig meira, nú er komið að þér að berjast fyrir því að þingmenn megi klæðast því sem þeir helst kjósa. Að öðrum kosti ertu í engu skárri en konurnar góðu með handklæðin.

Konur í Íran og þingkarlar á Íslandi takið höndum saman og berjist fyrir frelsi ykkar!!!!! Angry

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður

Dresscode er víst líka á golfvöllum landsmanna.T.d. mega konur ekki ganga þar um velli í v-hálsmáli.

Margrét (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 22:28

2 identicon

Frábær færsla!

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 08:07

3 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Jón Magnússon, líttu þér nær...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 10.7.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Alveg komin tími á að "uppfæra" fatareglur Alþingis. Það hefur sennilega breyst hvað telst til "snyrtilegs" klæðnaðar.

Elín Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband