Hvar er flokksaginn félagar? Um ályktun ungra vinnstri grænna

Ég vek athygli á góðri ályktun sem ung vinstri græn sendu frá sér nýlega. Það er jú til lítils fyrir flokkinn að halda fína landsfundi og senda frá sér samþykktir ef stjórnmálamennirnir fara síðan ekki eftir þeim. Hvar er flokksaginn félagar?

"Hafa skal stefnu flokksins í huga

Ung vinstri græn lýsa yfir óánægju með framgöngu þingmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs þegar frumvörp um heildarlög grunnskóla og leikskóla voru afgreidd í annarri umræðu á Alþingi á mánudag. Þegar greidd voru atkvæði um tillögu sem fól í sér að ákvæði um að starfshættir grunnskóla og leikskóla skuli mótaðir af “kristinni arfleifð íslenskrar menningar” yrði bætt við markmið laganna greiddu fimm þingmenn atkvæði með því að ákvæðið færi inn í grunnskólalögin og sex að það færi inn í leikskólalögin. Hinir þrír þingmenn flokksins sem voru viðstaddir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Ung vinstri græn telja að þarmeð hafi þingmennirnir gengið gegn landsfundarályktun flokksins um trúfrelsi frá árinu 2007. Í henni segir meðal annars: „Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, haldinn að Grand Hótel 23-25. febrúar, ályktar að fullt trúfrelsi og jöfn staða trúar- og lífsskoðunarfélaga sé grundvallaratriði. Öll löggjöf og stjórnsýsla þarf að miðast við það. Landsfundurinn telur mikilvægt að í skólum sé gætt fyllsta hlutleysis gagnvart trúarbrögðum og afstöðu til trúar“.

Ung vinstri græn telja að ákvæðið um kristna arfleið íslenskrar menningar þjóni þeim eina tilgangi að réttlæta og auka afskipti eins trúfélags, Þjóðkirkjunnar, af skólastarfi og að það sé aðför að hlutlausu starfi grunnskólanna. Ung vinstri græn vilja minna þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs að flokkurinn kennir sig við jafnrétti. Það er því skylda þeirra að vinna störf sín með hliðsjón af jafnréttisstefnu í öllum málaflokkum, þar með í trúmálum, og stuðla með verkum sínum að börn í grunnskólum fái faglega og hlutlausa kennslu í öllum greinum óháð trú.

Ung vinstri græn skora í þingmenn Vinstrihrefyingarinnar - græns framboðs að fylgja stefnu flokksins þegar lagagfrumvarpið kemur til þriðju umræðu á Alþingi.

- - -

Árétting
Stjórn Ungra vinstri grænna vill að gefnu tilefni árétta að hún er í meginatriðum ánægð með störf þingflokks Vinstri grænna. Það er fyrst og fremst í þessu afmarkaða máli þar sem Ung vinstri græn eru óánægð með framgöngu þingmanna Vinstri grænna"

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þeim er alveg sammála.Gott að vita af af þessu fólki sem framtíð flokksins.Mér finnst það líka gott að þau bendi á Landsfundinn sem er okkar aðalfundur og er þar með æðsta vald flokksins og það að ganga gegn samþykktum þar er bara nokkuð mikið mál. 

Margrét (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það vill nú þannig til, að alþingismenn eru fyrst og síðast bundnir eigin samvisku gagnvart störfum sínum á Alþingi og vel má vera að það hafi ráðið úrslitum hjá þingmönnum VG þegar kom að atkvæðagreiðslunni um ,,kristilegu arfleifðina."

Hinsvegar má ég til með að minna á að Landsfundur VG á Akureyri, líklega 2001, samþykkti að stofnað skyldi verkalýðsmálaráð VG. Af einhverjum ástæðum fylgdi flokksforustan þeirri samþykkt ekki eftir, eða kom jafnvel í veg fyrir verkalýðsmálaráðið yrði að veruleika. Á næsta landsfundi þar á eftir var verkalýðsmálaráðið slegið af fyrir tilstuðlan forustufóksins, en þess í stað var opnað fyrir að starfrækja mætti áhugahóp innan flokksins um verkalýðsmál. Þegar þar var komið sögu sáum ég og fleiri, að flokkurinn sem við áttum þátt í að stofna yrði aldrei verkalýðsflokkur meðan núverandi flokkselíta fengi einhverju ráðið með störf og stefnu VG.

Vinstrihreyfingin grænt gramboð á að mínu mati lítið tilkall til að kalla sig vinstrflokk fyrst að ekki er pláss fyrir stéttarbaráttu eða verkalýðshyggju, hvað þá sósíalisma. Mér sýnist á öllu, að þessi undarlegi flokkur sé einungis einhverskonar afbrigði við gamla góða Framsóknarflokkinn, meiri er róttæknin ekki. Enda leynir framsóknarfnykurinn af þingflokki VG sér ekki ef maður þefar, þó ekki sé nema lauslega, af honum.

Jóhannes Ragnarsson, 31.5.2008 kl. 22:14

3 identicon

Því miður einkennist málflutningur VG of oft af svona kjafta glamri eins og þessi ályktun UVG sannarlega er.

Ég tek undir með Jóhannesi sem tjáir sig hér að ofan. VG gleymir á löngum stundum hinum vinnandi stéttum. Ég hef ekki orðið var við það að UVG eða VG væru mikið að flagga því að flokkurinn er sósíalískur flokkur (eða átti að vera þegar lagt var af stað). Endalaust eru settar á langlokur um náttúrvernd og svo eitthvert svona gjamm eins og þessi ályktun er. Það er minna um það að hinir ungu "sósíalistar" álykti um kjaramál, álykti til stuðnings verkalýðshreyfingunni, eða styðji við bakið á þeim sem eiga í kjarabaráttu, með einhverjum sýnilegum hætti.

UVG gætu með þessari ályktun, sem er afar vanhugsuð, fengið margan manninn til þess að hugsa sig tvisar um hvað varðar stuðning við VG. Styrkur kirkjunnar er vanmetin, ekki bara á landsvísu; hann er líka vanmetin með þeim hætti að fjölmargir sem eru flokksbundnir í VG eru hollir kirkjunnar menn.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 23:45

4 identicon

Ég vísa því á bug að VG gleymi hinum vinnandi stéttum t.d. hefur formaður VG talað fyrir því að stytta þurfi vinnuvikuna. t.d. hefur formaður VG gagnrýnt að fyrirtækjum sé hjálpað fyrst og síðast almenningur og öryrkjar.

Varðandi álver þá finnst VG komið nóg af álverum og síðan nóg af virkjunum í bili og það þarf fyrst að klára Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma áður samþykktar verði fleiri virkjanir.

Steingrímur: Ég held að það sé best að nefna dæmi til að kveða þessa vantrú á sjálfstrausti sem er í raun og veru fólgið í spurningunni ef þú vilt ekki álver og kannski olíuhreinsunarstöð hvað vilt þú þá? Því hvað er þetta eitthvað allt annað? Svar allt hitt

1. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir kannski 10 árum að hugmynd í kollinum á Magnúsi Schefing um íþróttaálf sem stendur á höfði væri allt í einu orðin að verðmætri útflutningsafurð?

2. Hverjum hefði dottið í hug að Íslendingar ættu 1 af leiðandi tölvuleikjafyrirtækjum í heiminum?

3. Hverjum hefði dottið í hug fyrir bara nokkrum misserum að sjómannsfjölskylda á Árskógströnd væri búinn að stofna bjórverkssmiðju og væri að stækka hana því hún annar ekki eftirspurn?

4. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 15 árum að Húsavík yrði nú að hvalaskoðunarmiðstöð heimsins?

5. hverjum hefði dottið það í hug fyrir 30 árum að stoðtækjafyrirtækið hans Össurar Kristinnsonar er orðið að því sem það er í dag?

það er ekki skortur á möguleikum og hugmyndum sem stendur okkur fyrir þrifum heldur frekar að við höfum ekki skapað hina réttu umgjörð sem leyfir öllum þessum hlutum að blómstra.

Hér að neðan eru stefnur VG

http://www.xv.is/stefna/byggd/

http://www.xv.is/stefna/malefni/

http://www.xv.is/stefna/stefnuyfirlysing/

http://www.xv.is/stefna/greanframtid/

http://www.xv.is/stefna/fataekt/

http://www.xv.is/stefna/kvenfrelsi/

http://www.xv.is/stefna/vinnabyggd/

http://www.xv.is/stefna/utanrikisstefna/

http://www.xv.is/stefna/jafnretti/

http://www.xv.is/stefna/sjavarutvegur/

http://www.xv.is/stefna/menningmenntun/

http://www.xv.is/stefna/nattura/

http://www.xv.is/stefna/tonlist/

Bestu kveðjur

Jón Þórarinsson

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband