17.5.2008 | 10:40
Þarna fóru vörubílstjórar yfir strikið
Ég vona svo innilega að fréttin sem ég las í Fréttablaðinu í gær sé ekki rétt. Fréttin er svohljóðandi:
"Mótmælendur, sem kenndir eru við atvinnubílstjóra, gerðu hróp að þingheimi í gær á meðan rætt var um hörmungar jarðskjálftanna í Kína. Var kallað að þingmönnum að þeir ættu að hugsa um hag Íslendinga áður en þeir fjölluðu um fólk í útlöndum." (bls. 2)
Kínverjar hafa óskað eftir allri þeirri aðstoð sem möguleg er, en umræddir mótmælendur óska sér þess heitast í lífinu að íslenskir stjórnmálamenn leggi umheiminn til hliðar og kannski vilja þeir að ríkisstjórnin hringi í forystumenn Kína og segi þeim frá því að þeir hafi öðrum og mikilvægari hnöppum að hneppa hér heima heldur en að skipta sér að einvherju "smáproblemi" þar austurfrá. Við þurfum nefnilega að lækka bensínið sem er miklu meira mál og brýnna heldur en það sem Kínverjarnir eru að takst á við, en það er "bara" þetta:
Tæplega fimm milljónir misstu heimili sín, 50.000 manns látnir, fjöldi fólks missti sitt eina barn (en eins og flestir vita hefur sú stefna verið ríkjandi í Kína að fólk eignast aðeins eitt barn). Mörg þúsund skólar eru ónýtir auk annarra mannvirkja.
Hvað á maður að halda um lífsviðhorf umræddra mótmælenda? Er sjónarmið þeirra það viðhorf sem við viljum senda umheiminum? Höfum við Íslendingar alveg misst þann hæfileika að setja okkur í spor annarra? Svari nú hver fyrir sig.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað á að hjálpa til í heiminum en við eigum samt ekki að þykjast vera einhver stórþjóð þar sem við erum bara ein gata í kína og eigum því að hjálpa með það að leiðarljósi en ekki að vera spandera í tilgangslausar ferðir til afganistan ogsfrv. Ég held að það sem fólkið í landinu vill er að það verði líka hugsað um það í verki ekki bara í kosningaloforðum sem standast ekki.
Gunnar (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 12:21
Við vorum þakklát þegar gaus í Vestmannaeyjum og margar þjóðir réttu okkur hjálparhönd.Einhvern veginn held ég að við hefðum orðið gapandi hissa ef við hefðum heyrt að það væri nær að eitthvað annað fólk hefði td átt að fá húsin sem voru send hingað.Neyð sem þetta fólk upplifir er alger, okkar er meiri krafa um að hafa það betra.Ég myndi skammast mín fyrir að hafa svona skoðanir.
anna (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 15:11
Þeir fóru yfir strikið strax og þeir hindruðu ferð okkar á fæðingardeildina.
Ragnar Bjartur Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 15:45
Auðvitað er furðulegt að mótmæla verði á olíu þegar verði er stjórnað að utan eins og öllu hinu. Að halda að íslendingar geti stjórnað verði á bensíni er eins og að halda að Íslendingar geti stjórnað veðri á landinu. Meira ruglið í fólki. Fáið ykkur reiðhjól og tökum aftur upp skipaflutninga.
Ólafur Þórðarson, 17.5.2008 kl. 23:57
ég neita að trúa þessu þangað til ég sé það
halkatla, 18.5.2008 kl. 05:18
http://www.wtrg.com/oil_graphs/oilprice1947.gif
ef menn halda að þetta olíuverðs vesen sé íslenskt fyrirbæri þá er það ekki alveg rétt.
ef íslendingar ætla sér að vera hluti af heiminum þá er heimurinn hluti af okkur og auðvitað réttum við náunganum hjálparhönd þegar illa stendur á.
það var ömurlegt að lesa um þessi mótmæli bílstjóra, þegar rædd var um aðgerðir til að rétta fólki hjálparhönd sem hefur misst allt sitt. fólki sem í örvæntingu fylgist með rústum barnaskóla sem hylur barnið þess, eina barnið þess.
ég vona að þeir skammist sín.
Grétar (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 09:55
Sammála öllu sem Grétar skrifar hér á undan.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 10:34
Ég hélt að flestir væru farnir að sjá í gegnum þessa rugludalla, þeir fara allavega ekki fram með þetta rugl í mínu nafni og hafa aldrei gert.
Stefanía, 20.5.2008 kl. 03:00
Ég var þarna á þingpallinum og mér fannst þetta vægast sagt óviðeigandi. Reyndar var ég að skrifa grein um þetta mál: Hvar var fólkið?
Vésteinn Valgarðsson, 20.5.2008 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.