11.5.2008 | 12:31
Fyrsta útför Siðmenntar
Síðastliðinn föstudag stóð Siðmennt félag siðrænna húmanista fyrir sinni fyrstu útför. Eins og kunnugt er hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum s.l. tuttugu ár og á síðasta ári hóf félagið að bjóða upp á giftingarathafnir. Nú þegar hafa tvö pör gift sig á vegum Siðmenntar og tvö önnur hafa þegar ákveðið að gera slíkt nú í sumar.
Fyrir um ári síðan sótti hópur félaga í Siðmennt námskeið í að stýra veraldlegum útförum. Hefur sá hópur sem samanstendur af um tíu einstaklingum unnið að undirbúningi á því að bjóða upp á veraldlegar athafnir við hverskyns tilefni. Það var svo s.l. föstudag eins og áður segir sem Svanur Sigurbjörnsson sem er einn af athafnastjórum Siðmenntar stýrði útför. Þótti útförin takast afskaplega vel og því ánægjulegt að segja frá því að nú hefur fólk frekara val um það hvernig það vill að útför sinni eða sinna nánunstu ættingja er háttað.
Frekari upplýsingar um húmanískar eða veraldlegar athafnir á vegum Siðmenntar má lesa á vef félagsins http://www.sidmennt.is
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með þennan áfanga Siðmenntar, Jóhann. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 11.5.2008 kl. 12:34
Er þetta ekki farið að verða hálfgert trúfélag, þar sem trúin er guðleysið.
Byltingin étur börnin sín.
Geir Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 13:17
Fólk á alltaf að hafa val og þetta er frábært framtak.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.5.2008 kl. 13:25
Þetta er fagnaðarefni, löngu tímabært að binda endi á að útför þeirra, sem ekki tilheyra trúfélagi, sé eitthvert vandamál umfram aðrar útfarir.
Einar Ólafsson, 11.5.2008 kl. 13:45
Það er ekki hægt að segja að Siðmennt sé trúfélag eins og Geir segir, einfaldlega vegna þess að það er ekki verið að tilbiðja neinn.
Ég stóð upp þegar ég sá þetta blogg og sagði við konu mína að ef ég myndi látast á undan henni þá vildi ég fá útför frá Siðmennt. Ég hata tilhugsunina um það að einhver prestur með 550 þúsund á mánuði muni ljúga í í fjölskyldu mína að ég sé hjá einhverjum ímynduðum guði eftir að ég er dáinn. Til hamingju allir hugsandi menn/konur
Valsól (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 15:18
Gott fyrir fólk að hafa fleiri valkosti í boði, styð þetta framtak siðmenntar. Valsól, prestar gera heilmikið gagn og eru langflestir vel að sínum launum komnir.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.5.2008 kl. 21:07
Valsol ! Fjölskylda þín er örugglega ekki svo fáfróð, að vita það ekki að þeir sem trúa ekki á Jésú sjá aldrei Guð eða ríki hans . Þess vegna getur presturinn ekkert logið neinu að fjölskyldu þinni, þar sem hún veit nákvæmlega hvað þér finnst um Jésú, og afleiðingar af svoleiðis vantrú . Annars er gaman að fylgjast með Gyðinga hreyfingunni siðmennt, í tilraunum sínum til að afkristna þjóðina . Ef eitthvað er sem heitir Gyðingahatur, er það sennilega tilkomið vegna þessarar afkristnunaráráttu þeirra ! Mér er ekkert gefið um þá sem vilja afkristnun, hvort sem þeir heita Gyðingar, muhammedstrúarmenn, eða trúleysingjar .
conwoy (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 23:21
conwoy
Siðmennt vill ekkert afkristna þjóðina. Siðmennt vill bara bjóða fólki upp á valmöguleika sem ekki felast í að taka þátt í trúarstarfi.
Væri það ekki hræsni af mér trúleysingjanum, sem dæmi, að vilja útför í kirkju eftir dauða minn? Ég hefði haldið að þú sem talsmaður kristni, ef ég misskil þig ekki, værir ánægður með að þurfa ekki að horfa upp á slíkan skrípaleik.
Vertu bara feginn að við syndgararnir séum að reyna að þvælast ekki fyrir ykkur sem viljið meina að þið séuð í náðinni hjá guði.
Kristinn (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 00:16
Frábært og löngu tímabært að bjóða upp á þennan valkost. Vona að sem flestir viti af honum. Því það er alltof algengt að fólk haldi að venjuleg trúarleg útför sé eini möguleikinn.
Viðar Eggertsson, 12.5.2008 kl. 08:11
Til hamingju með þetta. Það er vonandi að með þessu styrkist skilningur almennings á því að það er til annar valkostur, á 21. öldinni er hægt að kveðja ástvini á heiðarlegann og ærlegann máta án þess að blanda inn í það hindurvitnum eða einhverju sem var algerlega í andstöðu við hugsunargang þess látna. Ég tel að hinum látna sé með því sýnd mun meiri virðing og lífsskoðunum hans gert hærra undir höfði. Ég mun sjálfur setja mig í samband við siðmennt, en þar er ég félagsmaður, og óska eftir því að mér verði þessi sómi sýndur að mér öllum.
Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.