16.3.2008 | 11:23
Prófessorinn fellur á námsefni 9. bekkjar
Ég veit ekki hvað skal segja um þessa metnaðarfullu ákvörðun Háskóla Íslands að ætla sér að verða í hópi 100 bestu háskóla heims þegar þar innan dyra er prófessor sem nýverið féll á námsefni 9. bekkjar. Greint hefur verið frá því að Hannes nokkur Hólmsteinn hafi gert texta annarra rithöfunda að sínum eigin og gefið út. Hann semsagt gerðist sekur um að nota tölvuskipanirnar "copy" og "paste" í stað þess að beita viðurkenndum fræðilegum vinnubrögðum við skrif sín.
Þetta er ekkert óeðlilegt. Við sem erum að kenna 9. bekkingum ritun heimildaritgerða og úrvinnslu texta, heimilda, tílvísana osfrv mætum allmörgum nemendum á hverju ári sem ruglast á þessu líka. En flestir þeirra læra vinnubrögðin áður en þeir verða 16 ára og gera sér vel grein fyrir því hvenær verið er að stela texta og hvenær ekki.
Ef háskólasamfélagið vill þá getum við í Réttarholtsskóla alveg tekið fólk í tíma sem vill rifja upp góð fagleg vinnubrögð við ritun heimildaritgerða. Það flýtir kannski fyrir háskólanum að komast í hóp hinna 100 bestu í heimi.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Facebook
Athugasemdir
Þarna fellur þú á stílprófi Þrymur. Þetta er notað sem ákveðið stílbragð til þess að fá lit eða andlag á setningu. Það er ekkert niðrandi við orðið "nokkur". T.d. -Maður nokkur kom inn í búð-. Í hverju liggur hörundsæri þitt Þrymur?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 17:22
Réttó þykir vera góður skóli.
Júlíus Valsson, 16.3.2008 kl. 17:23
Fasismi fortíðarinnar gengur aftur í svokölluðu sjortköttalýðræði. Við þekkjum vel nýstalínisma og einsmannslýðræði Davíðs og strumpanna í kringum hann.
Baldur Fjölnisson, 16.3.2008 kl. 17:42
Reyndar er starf Jóhanns sem grunnskólakennari lögverndað starf, en háskólaprófessorar þurfa ekki að hafa nein kennsluréttindi á bakvið sig, nokkuð sem mér finnst frekar merkilegt á 21. öldinni á Íslandi í jafn metnaðarfullum skóla og Háskóli Íslands segist vera.
Kannski útskýrir það eitthvað?
Mastersgráður og doktorsgráður gera menn ekki að góðum kennurum, ekki kennararéttindi heldur reyndar, - en það að hafa alls engar kröfur fyrir slíkar stöður, annað en háskólapróf á æðra stigi og góð sambönd, er ekki farsæl leið.
Bara mínir fimmaurar.
Hrannar Baldursson, 16.3.2008 kl. 20:47
Með fullri virðingu fyrir einu mikilvægasta starfi mannkyns, grunnskólakennslu, þá kæmi mér verulega á óvart ef meðal maður almennt myndi ekki falla á námsefni 9. bekkjar. Mikið af þessu eru saga, stærðfræði og bókmenntir sem fólk hefur jafnan engan áhuga á, en er kennt svona meira til að það litla sem eftir sitji, sitji sem lengst og sem best. En þorrinn gleymist bara einfaldlega með aldrinum því að við lærum mjög mikið í grunnskóla sem hefur ekki hagnýtt gildi fyrir nema lítinn hluta nemenda. Með því er ég alls ekki að gagnrýna störf kennara, þetta hugsa ég að sé meira eðli menntunar almennt, og ég vil heldur alls ekki gefa í skyn að það sem börnum er kennt í 9. bekk sé gagnslaust eða eitthvað þannig.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 21:07
Er eitthvað undarlegt við það þó talað sé niðrandi um menn sem gegna æðstu stöðum í háskólum, heilaþvegnir af kennisetningum?
Þar á ég við prófessorinn Hannes H. sem skrifar langa pistla um þá tíð er hann sat við fótskör helstu hugmyndafræðinga frjálshyggjunnar.
Og rektorinn á Bifröst sem dreymir um 3ja milljóna samfélag á Íslandi innan fárra ára!
Ætli að þessir menn séu tengdir við íslenskan raunveruleika?
Árni Gunnarsson, 16.3.2008 kl. 22:31
Þrymur: Þú meinar etv. taglhnýtingar? Stíllinn liggur einmitt í því að setja orðið -nokkur- inn í nafn "þjóðþekkts" (eða alræmds..sbr Annþór) sem fjölmæli. Þú ert ekki að ná þessu 9. bekkjar prófi. HHG hefur bein til að bera.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 22:44
Bækur sem skortir almennilegar tilvitnanir eru kannski ekki endilega með "falleinkunn" sem slíkar, heldur eru þær ekki fræðilegar bækur samkvæmt stöðlum skólakerfisins. Það er fullt af bókum með slöppum tilvitnunum og þær eru dæmdar eftir því af fræðimönnum.
Hvort Hannes má skrifa bækur sem eru ekki voða fræðilegar? Auðvitað má hann það, er allt í lagi mín vegna. Annað mál er með ýmsann boðskap í gegnum árin sem ég er afar ósammála.
Ólafur Þórðarson, 17.3.2008 kl. 03:58
Óþarfi að gera lítið úr Hannesi. Hann sér um það sjálfur! Það má kannski bjóða Þrymi þessum vasaklút? Sjúbb...
Auðun Gíslason, 17.3.2008 kl. 04:04
Þvílíkt og annað eins !
Hvernig nennið þið þessu strákar ?
Stefanía, 19.3.2008 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.