Jólin, litlu jólin og skólarnir

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum sá áróður sem rekinn hefur verið gegn Siðmennt að undanförnu þess efnis að félagið vilji banna litlu jólin í skólunum. Svo er nú heldur betur ekki, enda eru jólin upphaflega heiðinn siður og gott er að gera sér glaðan dag í svartasta skammdeginu. Ýmislegt má betur gera í skólum landins og er þar á meðal fræðsla um sögu jólanna frá heiðni til okkar daga. Það er ekki að undra að fólk sem farið hefur í gegnum íslenska menntakerfið hafi takmarkaða eða jafnvel enga hugmynd um uppruna jólanna í heiðnum sið. Fyrir ykkur lesendur góðir sem hafið áhuga á að skoða jólin og þann sið sem þeim tengist mæli ég með góðri bók eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing sem heitir Saga daganna og kom út hjá Máli og menningu árið 2000.

Það er nefnilega ýmislegt fleira sem hangir á spýtunni þegar jólin eru annars vegar heldur en hann Jesús litli. Joyful

Svo er það annað mál en dálítið skylt. 20. desember s.l. fóru flestir starfsmenn og nemendur Réttarholtsskóla þar sem ég starfa í guðsþjónustu eins og gert hefur verið undanfarin ár. Fyrir ekki svo mörgum árum síðan mátti ekki heyra á það minnst að fólk hefði um þá ferð eitthvert val, en núna síðustu ár hafa blásið ferskari vindar um skólann og því hefur þeim sem ekki kjósa að fara í kirkju verið boðið upp á samverustund sem ég hef tekið að mér að sjá um. Í ár heppnaðist sú stund mjög vel, tæplega 20 nemendur komu saman og áttu góða stund áður en farið var í jólaleyfi.

Vissulega er aðskilnaður nemenda sem þessi eftir trúar-eða lífsskoðunum í opinberum skólum ekki mjög æskilegur. (Þetta minnir mann dálítið á Norður Írland þar sem allir eru flokkaðir í kaþólska og mótmælendur eða aðskilnaðarstefnuna sem ríkti í Suður Afríkur þar sem fólk var flokkað eftir litarhætti) En á meðan guðsþjónustur eru hafðar á skólatíma þá er a.m.k. skömminni skárra að bjóða upp á valkost heldur en að þvinga alla í kirkjuna eins og áður var gert.

Aðeins er farið að bera á því að kennarar úr öðrum skólum hafi samband við mig til að fá hugmyndir að valkosti við hefðbundar kirkjuferðir. Það er ánægjulegt að geta orðið að liði við að skipuleggja slíkan valkost þannig að þið ágætu kennarar sem eruð að spá í bjóða upp á samverustund í stað kirkjuferðar megið endilga hafa samband við mig ef einhverjar spurningar vakna.

JB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jóhann, þú stendur þig vel í að kljúfa ungu kynslóðina upp í andstæðar fylkingar og þar með þjóðina í framtíðinni. Þakka þér fyrir að vinna þau skemmdarverk á þjóðfélaginu.

Sótt er að kristni í landinu og þjóðinni allri með vaxandi ásókn annarra þjóða og menningarhópa, sem vilja éta upp okkar góðu ávexti, því allt er í rúst í þeirra eigin ókristnu og andkristnu heimalöndum.

Það er ánægjulegt eða hitt þó heldur að úlfar í og án sauðargæra skuli keppast við að sundra þjóðinni og hrekja fólk frá hinum kristnu góðu gildum.

Gleðileg jól og Guð blessi þig og þína. 

Theódór Norðkvist, 22.12.2007 kl. 20:36

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta er gott starf Jóhann.  Auðvitað væri æskilegt að börn væru ekki aðgreind í skólum en það er þó skárra en að draga öll í kirkjuferð.

Elsta dóttir mín sleppti kirkjuferðinni og fékk að fara fyrr heim, þær yngri höfðu ekkert val.

Theódór, athugasemd þín er vitnisburður um þröngsýni og skort á umburðarlyndi. Þú ættir að skilja að það er ekki hægt að neyða fólk til að iðka trú.

Matthías Ásgeirsson, 22.12.2007 kl. 23:16

3 Smámynd: Ingólfur

Theódór:
"með vaxandi ásókn annarra þjóða og menningarhópa, sem vilja éta upp okkar góðu ávexti, því allt er í rúst í þeirra eigin ókristnu og andkristnu heimalöndum."

 Eru kristnir pólverjar og portúgalir eitthvað ókristnari en þú Theódór?

Annars þetta kristna umburðalyndi ekki eftirsóknarvert ef það þýðir að neyða eigi börn í messu og ekki er það betra að draga börn í hópa eftir trúarskoðunum, en þar er ekki við þá að sakast sem vilja ekki að börn sín sleppi við trúboðið, heldur þá sem heimpta að skólinn sé vettvangur trúboðs.

Það er vel hægt að hafa samverustund án þess að þar sé trúboð þar sem börn eru látin fara með bænir. Það er jafnvel hægt að flytja sögur sem hafa eitthvað kristilegt innihald, s.s. eins og jólaguðspjallið. Reyndar væri eins hægt að flytja söguna um fæðingu Hórusar, hún er víst nánast eins.

Ef hlutleysi er tryggt þá þarf ekkert að kljúfa ungu kynslóðina upp í andstæðar fylkingar.

Ingólfur, 23.12.2007 kl. 01:35

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það eru ekki bara pólverjar og portúgalir hér. Ég amast ekki við því að fólk af erlendu bergi brotið búi hér, ef það leitast við að aðlagast að okkar siðum, en heimtar ekki að við aðlögumst að þeirra.

Þessu bulli með Jesú og Hórus hefur verið svarað á bloggi Svavars Alfreðs og ég ætla ekki að eyða orðum í það.

 Ingólfur hvernig skilgreinirðu hlutleysi?

Theódór Norðkvist, 23.12.2007 kl. 04:49

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er sótt að Siðmennt og það er sótt að Kirkjunni. Sorglegt því að bæði  þessi ,,samtök" vilja gera góða hluti og álíta sig standa á styrkum fótum. Það virðist þó liggja þannig í málum að málsvarar beggja eiga það til að rangtúlka  (stundum viljandi ?) það sem hinir eru að gera. Á meðan staðan er slík er ekki von um lausn og samvinnu.  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.12.2007 kl. 06:33

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

gleðileg jól Jóhann

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.12.2007 kl. 10:25

7 Smámynd: Ingólfur

Með hlutleysi meina ég að ekki sé gert ráð fyrir því að öll börnin séu kristin og því ekki látin taka þátt í trúariðkuninni.

Eiga útlendingar bara að aðlagast siðum kristinna íslendinga, það er nefnilega langt frá því að vera rétt að allir íslendingar séu kristnir. 

Ingólfur, 23.12.2007 kl. 12:25

8 identicon

Ég er komin í svo gott jólaskap og vona að allir hverrar trúar sem þeir eru eða án trúar geti átt góð og gleðileg jól.  Unum hvort öðru þess að njóta hátíðarinnar, hátíð friðar án deilna og haturs í garð náungans.  Það sem þessi þjóð þarfnast er samstaða,virðing og náungakærleikur.  Börnin okkar vaxi upp við viðsýðni.  Ef barnabörnunum mínum verður boðið til fundar hjá siðmennt mun ég ekki bann þeim það.  Þar er ekkert sem skaðar  frekar en að fara í samveru með vinum sínum í kirkju.  Varla er það ætlun þín Jóhann með skrifum þínum að særa Kristið fólk, (Jesús litli) ekki vilt þú láta særa þig, þú vilt örugglega að komið sé fram við þig af virðingu eins og annað fólk hjá siðmennt.  Ekki særa okkur.  Með þessu fallega ljóði sendi ég öllum jólakveðju.

Sígur yfir sveitir svarta nóttóttast jörð og andar hljótt.Það er eins og hjörtun hlusti, en húmið kaltætli að gleypa, gleypa allt.Út í geiminn ákaft leita augu mínhvað er það sem þarna skín.Tindrar það sem töfraneisti til að sjáþað er stjarna, stjarna blá.Himinrituð allir eiga örlög sín,þessi stjarna er stjarnan mín.                               Jóhannes úr Kötlumf. 1899 á Goddastöðum í Dalasýslu.

Þorsteinn Pétursson (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband