Svartstakkarnir mega þakka guði sínum

Það hefur ekki farið framhjá neinum hasarinn í kringum réttmæta kröfu samkynhneigðra um giftingar. Svartstakkarnir svonefndu hafa farið þar fremstir í flokki gegn samkynhneigðum. Mér varð hugsað til þess hversu þakklátir guði sínum þeir svörtu  mega vera að þurfa ekki að takast á við giftingarmálið sem 24 stundir greindu frá í dag. Þar segir frá indverja nokkrum sem gerði sér lítið fyrir og giftist hundi. Athöfnin átti sér stað í hindúahofi og var hundurinn klæddur appelsínugulum sari og blómsveig og fékk brauðsnúð að éta til að halda upp á giftinguna.

Giftingarmál samkynhneigðra er einhvernveginn bara barnaleikur í samanburði við giftingarmálið indverska.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Hann er líka Guð þinn, það eina sem þú þarft að gera er að taka við honum!

Magnús V. Skúlason, 16.11.2007 kl. 10:03

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Magnús minn. Af hverju er það skilyrt hvort maður er hluti af því sem er allt og í öllu, eilíft og  óforgengilegt? Hvernig tekur maður við "honum" elsku vinur? Eru einhverjar handaveifur og orðagjálfur málið?

Hjálpaðu vantrú minni og gerðu það nú á skiljanlegu mannamáli og án þess að vitna í algerlega afstæðan texta, sem er óskiljanlegur fólki með heilli há.

Og fyrst þú ert nú með breiðbandið þarna upp í aðalskrifstofuna, viltu ekki biðja kauða að hafa samband við mig, því ég á ýmislegt vantalað við hann varðandi fulltrúa hans hér á jörð.  Við erum raunar öll í stakasta basli með þá.  Þessi blóðugi kökubasar brosandi morðingja er ekki að sannfæra mig.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2007 kl. 11:43

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jón minn Steinar.

Hann er til í mörgum myndum og margvíslegum en Hann er einungis hægt að nálgast með leitinni að Ljósi og Sannleika.

Ljósið bitist okkur síðast í boðorði því sem okkur var kennt fyrir svona um aþð bil 2000 árum, um að elska Guð af öllu hjarta okkar og allri sálu okkar og að elska náunga þinn sem þjálfan þig.

ÞEtta boðorð yfirtekur business boðorin um ,,eign" og hitt og þetta, sem var í gamla ,,Lögmálinu".

Hver prófi sjálfan sig og láti SAMVISKUNA RÁÐA.

Það er oft á tíðum erfitt hverjum breyskum manni, sem við allir erum, hver með sínu móti hér í Mannheimum.

Hann Einar minn blessaður Oddur, sagði þetta svo oft, þegar ég var að býsnast yfir bellibrögðum og óheilindum manna á meðal.  Þá var hann vanur að segja með sínu ljúfa fasi  ,,Elsku ljúfurinn minn, við búum í Mannheimum".

Með þessu var hann að minna mig á, að geraekki ríkari kröfur til samferðamannanna en ég væri tilbúin að gera til sjálfs mín.

Fyrir þetta er ég þakklátur honum.

Svo var einnig með hann pabba minn heitinn, hann minnti mig á forgengileikann, með því að segja svona  ,,Það eru öngvir vasar á síðustu flíkinni, sem duga nokkrum".

Að taka á móti Honum, er að virða skapnaðinn og reyna með dagfari sínu, að leita að ljósinu og sannleikanum, hversu svo erfitt sem það a´tímum er. 

Sannleikur eins er stundum svo mjög á skjön við sannleik annars en Sannleikurinn er auðlesinn SAMVISKU hvvers og eins.

Miðbæjaraíhaldið

fyrrum Vestfjarðaríhald

Bjarni Kjartansson, 16.11.2007 kl. 12:58

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hlýtur maður ekki að líta svo á að þetta indverska mál sé vatn á myllu þeirra sem halda því fram að hefðbundinn skilningur á hjónabandinu sé alls ekki svo hefðbundinn eftir allt saman?

Þorsteinn Siglaugsson, 16.11.2007 kl. 13:42

5 identicon

En guð er ekki til þannig að það er ekki hægt að þakka honum ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband