11.10.2007 | 22:58
Svakalega hefði Sókrates verið þreyttur á Sigmari í Kastljósinu
Ég hef lengi verið að kenna unglingum heimspeki þar sem grundvallaratriðið er að ræða saman af yfirvegun þannig að eitthvað gangi í samræðunum, þannig að ákveðin virðing eigi sér stað gagnvart samræðunni sem samskiptaformi.
Nú hlustaði ég fyrr í kvöld á Kastljósið þar sem Sigmar Guðmundsson ræddi við forystumenn nýja meirihlutans í borginni og guð minn góður hversu meistari samræðunnar Sókrates sjálfur hefði verið þreyttur á Sigmari ef hann hefði verið uppi um 400 árum fyrir okkar tímatal og verið þátttakandi í samræðum í Aþenu til forna.
Karl greyið (þeas Sigmar) spurði og spurði en leyfði varla nokkrum manni að svara, hann greip frammí og hvessti sig og var frekar æstur og ég veit ekki hvað. Þetta var eiginlega æðislegt sýnishorn í því hvernig góð samræða á ekki að fara fram. Það er spurning hvort ekki megi nota þennan þátt í heimspekikennslu um það hvernig samræður eiga ekki að fara fram.
Þarna skorti gjörsamlega alla yfirvegun umræðustjórnandans sem nauðsynleg er öllum þeim sem vilja komast til botns í spennandi málum.
Það skyldi þó ekki vera að Sigmar sé sjálfstæðismaður sem hugsanlega hefur haft áhrif á frammistöðu hans í umræðunum?
Sjá þetta óborganlega kennslumyndband í því hvernig ekki á að ræða saman:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365523
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ég held reyndar að sigmar sé sjálfstæðismaður, hvort sem hann er flokksbundinn eða ekki. vil þó ekki fullyrða það en einhverntíma sá ég í viðtali þar sem hann talaði þannig.
hinsvegar held ég að frammistaða hans nú hafi verið vegna skota á hann fyrir slælega frammistöðu að undanförnu, sérstaklega gegn birni inga um daginn þegar helgi seljan ræddi við villa, sem vægt sagt kom illa út úr kastljósviðtali þá. var sennilega hálmstrá sem svo sannarlega brást, eins og röddin og rétthugsun.
sigmar hefur þó yfirleitt reynt að vera hlutlaus, hef hoggið eftir því, en eitthvað var hann gramur anginn í kvöld...
sjálfum líst mér auðvitað vel á vinstri bandalagið, ekki síst þar sem sjálfstæðismenn eru ráðandi í ríkisstjórn, en þetta er eitthvað hálf tæpt og þarna er jú atriði sem þarf að ráða fram úr í byrjun. gæti orðið pínu erfitt að þvælast í gegnum það með góðu móti.
en ég óska okkur nú samt sem áður til hamingju, ha....
arnar valgeirsson, 11.10.2007 kl. 23:47
er þá alveg bannað að ganga soldið hart að mönnum ef þeir eru pólitikusar? mér fannst Sigmar bara vera nokkuð góður með sinni hörku með svar, mér fannst hann góður þegar hann vildi svar við spurningunni um orkuveituna frá Svandísi, þá hikstaði hún soldið og gaf í skin að hún myndi gefa soldið eftir og leyfa Binga að leyfa hans vinum að græða tugmiljónir á þessu rugli með orkuveituna, en þetta er hárprúð stjórn svo hvað erum við að væla
blautur (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 03:19
Ég horfði á þetta viðtal í gær og fannst Sigmar allt í lagi. Hann var hvass og óhræddur við að ýta erfiðum málum að fólki. Hefðu menn frekar viljað drottningarviðtal a la Eva María ? Ég horfði á þetta aftur núna eftir þessar athugasemdir hjá þér og er bara enn sömu skoðunar. Jú hann verður pínu æstur þarna í restina en ekki fannst mér hann neitt missa sig. Spurning hvort að persónulegar stjórnmálaskoðanir þínar liti ekki svolítið þessa færslu þína .
Ég sé ekkert eftir Villta spillta Villa og fannst hann gera í brækurnar í þessu máli. Bingi er ekki hótinu skárri og það litla álit sem ég hafði á drengnum er farið út um gluggann. Vona að Dagur standi sig betur.
Kej, 12.10.2007 kl. 09:01
Það er hægt að spyrja hvassra og beinskeyttra spurninga án þess að vera æstur og grípa framí.
Hrafnkell (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:24
Það er því miður eins og hanaslagur þyki góð fréttamennska.
Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:41
Alt í lagi að sauma að þesum póltíkusum,þeir hafa yfirleitt unnið til þess,ánægður með Sigmar og Helga,þeir mættu bara fylgja spurningum sínum enn betur eftir.það er óþolandi að hlusta á svona þætti þar sem viðmælandinn stjórnar umræðunni og kemst ítrekað hjá að svara því sem um er spurt
Ari Guðmar Hallgrímsson, 12.10.2007 kl. 09:48
EKKI SAMMÁLA ÞÉR. GOTT VIÐTAL HJÁ SIGMARI.
Sigrún Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 10:31
Mér fannst bara Kastljósið með betra móti,það má nú alveg spyrja Svandísi út í hluti sem hún er búin að vera að gagnrýna út í eitt.Þessi farsi hjá þessu liði er bara til að ná völdum,en ekki að ná einum eða neinum árangri.Er ekki að sjá að þessi grautur eigi eftir að ganga upp.
Ragnar L (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 14:58
"Karl greyið (þeas Sigmar) spurði og spurði en leyfði varla nokkrum manni að svara, hann greip frammí og hvessti sig og var frekar æstur og ég veit ekki hvað."
Ég er bara fullkomnlega ósammála þér þarna. Hann gerði akkúrat öfugt... Hann KRAFÐIST svara og leyfði þeim ekki að svara loðnum orðum.
stebbi (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 16:53
Og hvaða flokki tilheyrir Jóhann Björnsson ? Gamli komminn að koma fram í karli ?
Einar Skaftason., 12.10.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.