Brjálæðingar í umferðinni eða hvenær ætla vélhjólamenn að læra umferðareglurnar?

Ég fór í sunnudagsbíltúr til Þingvalla í dag. Kjörið að nýta góða veðrið og skoða haustlitina í náttúrunni. Fjöldi fólks gerði slíkt hið sama og var gaman að sjá hversu margir voru á þingvöllum.

Það eina sem skyggði á góðan dag var hópur vélhjólamanna sem með einbeittum brotavilja sínum stefni fjölda fólks í stórhættu. Á leiðinni til Þingvalla, skömmu eftir að hafa ekið framhjá Gljúfrasteini brá mér allnokkuð þegar vélhjól þeysti frammúr á gríðarlegum hraða. Ég leit á hraðamælinn og var ég sjálfur á 93.km hraða en gæti vel ímyndað mér að umrætt vélhjól hafi ekki verið á minni hraða en 160km.

En þetta var nú bara sá fyrsti því í kjölfarið fylgdu fleiri hjól á svipuðum hraða, æddu frammúr og svínuðu fyrir bíla, óku glannalega á móti umferð og létu almennt öllum illum látum þarna á veginum.

Ég hef keyrt í mörg ár og lengi vann ég í Keflavík og fór nær daglega um Reykjanesbrautina en hvorki þar né annarsstaðar hef ég orðið vitni að eins miklum glannaskap.

Nú má vissulega færa fyrir því rök að einstaklingar megi reyna að stúta sjálfum sér á eigin vélhjólum, en það er sorglegt þegar dómgreindarleysi fólks er svo mikið að það fer að stofna lífi annarra vegfarenda í hættu.

Þegar að Þingvöllum var komið og við renndum inn að þjónustumiðstöðinni var umrætt vélhjólagengi sem taldi um 10 hjól að tygja sig af stað, enda komið þangað löngu á undan okkur.

Ég steig út úr bílnum og var eitthvað að skoða mig um og njóta veðurblíðunnar þegar maður nokkur sem þarna var spurði hvort gengið hafi ætt frammúr mér líka á leiðinni. Jú rétt var það og var augljóst að fleirum hafði blöskrað en mér. Sagði hann mér síðan eftir að að við tókum tal saman að hann hafi dundað sér við það að skrá niður númer umræddra vélhjóla og ætlaði að senda upplýsingar um málið til lögreglu.

Já glæislegt framtak. Vissulega er ekkert hægt að gera varðandi umræddan hjólatúr vélhjólagengisins en allavega er ekki verra fyrir lögregluna að vita hverjir dólgarnir eru. Þeir gætu þá kannski lagt saman tvo plús tvo þótt síðar verði, eða kannski sent almennt orðaða ábendingu til vélhjólaklúbba sem sumir hverjir segjast vilja vera í samstarfi um bætta umferðamenningu.

Hvað annað getum við almennir vegfarendur gert þegar við verðum vitni að öðru eins? Er ekki ráð  að safna saman sem mestum upplýsingum um þessa brjálæðinga?

Rétt er þó að taka það fram að margir voru á ferð á vélhjólum í dag og voru allir aðrir til fyrirmyndar en umrætt vélhjólagengi.

JB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég get sagt frá svipaðri reynslu af mótorhjólamanni. Ég var í sumar að keyra frá Borgarnesi til Reykjavíkur og var miðja vegu milli Borgarness og Akranessafleggjarans, þegar mótorhjól rennir sér fram  úr mínum bíl. Ég var á ca. 90 - 95 km hraða, en hjólið það hvarf svo fljótt úr augsýn að það hlýtur að hafa verið á 250 km. hraða. Ég hef séð hraðakstur en aldrei neitt í líkingu við þetta. Sá sem ók hjólinu hallaði sér fram þannig að hann var nánast flatur til að minnka loftmótstöðuna. Hjólið hvarf síðan fyrir eitt leitið á leiðinni og það sást ekki meir þó maður sjái nokkuð vítt yfir þarna. 

En með þessu er ég ekki að alhæfa um mótorhjólamenn, því þeir eru eins og annað fólk misjafnir og oft hef ég verið í samfloti í umferðinni með hjólum sem halda sig á sama hraða og önnur umferð.  

Gísli Sigurðsson, 7.10.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Áður en að einhverjir vandlætingafullir, vammlausir ökumenn ryðja hér úr sér skömmum um mótorhjólamenn, þá athugið að sá er stelur krónu er þjófur sem og hinn er stelur milljón. Bæði Jóhann og Gísli byrja á að segja að þeir hafi verið á ólöglegum hraða er þessir "glæpamenn" fóru fram úr. Ég er ekki að mæla þessu fólki bót er keyrir eins og vitleysingar, vil bara að gerður sé greinarmunur á "racer"hjóli og krómhlunkum sem að komast ekki hratt. Það er afskaplega leininlegt að vera sí og æ settur undir sömu sök og "racervitleysingarnir" þó að ekki sé ég vammlaus sjálfur fremur en aðrir ökumenn á Íslandi.

Yngvi Högnason, 8.10.2007 kl. 07:57

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég lenti í því sama um daginn þegar ég var að koma austur, upp á háheiðinni fór 5 ég segi 5 bílar framúr mér í einni bunu, ég var bara á 90 og brá HRIKALEGA veit ekki hvað á að gera við þessa bölvaða asna, en góð hugmynd að taka niður númerin, geri það næst og kæri svo svínin til sýsla á Selfossi, hann hlustar á sitt fólk.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 15:08

4 Smámynd: Friðgeir Sveinsson

Alltaf er verið að alhæfa um mótorhjólamennina..

 Jóhann segist sjálfur hafa veriða að aka til þingvalla að skoða haustlitina í náttúrinni. Einu skal ég lofa þér Jóhann að þeir sem fóru framúr þér voru ekki að góna á haustlitina. Þeir voru að einbeita sér að akstrinum. eitthvað sem að þú mættir taka þér til fyrirmyndar. Þeir voru örugglega eki að góna útí loftið að skoða litina, annars hugar.

 Svo kemur Yngvi og byrjar að fegra krómhlunkana sem að "komast" ekki svo hratt og bendir á Racevittleysingana..

 Ég skal segja ykkur það að ég hef sjálfur verið í samfloti með svona "krómhlunk" og það var farið yfir 200 kílómetra hraða og það án mikillar fyrirhafnar... Þetta endalausa væl í hippahjóla liðinu um hvað þeir eru mikil fórnarlömb "racehjólarana" er orðið frekar þreitt. Málið er einfaldlega það að það er svo voðalega gott að benda á Race hjólin sem hið al-vonda mótorhjól og fela sig í skugganum og moldviðrinu af þeirri múgæsingu.. það er ekkert nýtt að sjá svoleiðis englakór... Og aldrei má minnast á hávaðan í þeim vittleysingum sem aka um á svona krómhlunkum með pústin opin út. Alveg saklaus fórnarlömb fordóma...

Persónulega þá er ég stoltur ökufanntur ef að þetta lið er að gagnrýna mótorhjólin,, annarsvegar gónandi á haustlitina eða finna eitthvern annan verri til að benda á og hvítþvo englakórin á hippahjólunum.... þau miklu fórnarlömb.. Svo ekki sé minnst á náttúrunendurna sem eru gjörsamlega "úti að aka" þegar að kemur að þjóðvega akstri..  

 Frikkinn

Friðgeir Sveinsson, 8.10.2007 kl. 18:55

5 Smámynd: Yngvi Högnason

Þar sem að þetta er ekki mitt blogg, þá ætla ég ekki að hafa hér fleiri orð um. Allra síst til að svara "racervitleysing" sem að þekktur er meðal mótorhjólamanna fyrir glannaskap og munnræpu.

Yngvi Högnason, 8.10.2007 kl. 19:53

6 identicon

HAHA

fyrir glanaskap og munnræpu!

Þvílík snilld 

HKarl (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 23:43

7 Smámynd: Friðgeir Sveinsson

Þetta er ekki rétt Yngvi.

Ég er ekki bara "Racevitleysingur með munnræpu" Ég er líka í Supermoto..

En hitt er rétt ég hef farið hratt yfir og látið í mér heira líka.  

Frikkinn 

Friðgeir Sveinsson, 9.10.2007 kl. 08:47

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jóhann segist sjálfur hafa veriða að aka til þingvalla að skoða haustlitina í náttúrinni. Einu skal ég lofa þér Jóhann að þeir sem fóru framúr þér voru ekki að góna á haustlitina. Þeir voru að einbeita sér að akstrinum. eitthvað sem að þú mættir taka þér til fyrirmyndar. Þeir voru örugglega eki að góna útí loftið að skoða litina, annars hugar.

Friðgeir, Jóhann var á leið til Þingvalla þar sem hann ætlaði að skoða haustlitina.  Hvergi kemur fram í skrifum hans að hann hafi verið upptekinn við að skoða haustlitina meðan hann ók.

Ég vona bara að þú drepir engann annan en sjálfan þig á þessum ofsaakstri. 

Matthías Ásgeirsson, 9.10.2007 kl. 09:33

9 identicon

Matthías: Þarft lítið að vona, líkurnar á að drepa einhvern annan en sjálfan sig á mótorhjóli og/eða farþega á Íslandi eru minni heldur en að deyja í flugvél.

Annars er ég ekkert að réttlæta né fordæma umræddan hóp...þar sem ég var ekki þarna og sá ekki akstursmáta þeirra...en ég ímynda mér að þeir hafi nokkuð góða stjórn á sínum farartækjum líkt og vanalega og leggji ekki líf annara að veði við aksturinn.

Ég keyri örugglega hratt.

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband